Leikkonan Lindsay Lohan hefur verið stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn á laugardaginn á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi.
Lohan hefur verið nokkuð virk á samfélagsmiðlum eins og allir gestir brúðkaupsins. Luckett og Scott líta á Ísland sem sitt annað heimili og hafa þeir verið tíðir gestir hérlendis undanfarin ár. Rúmt ár er liðið síðan listunnendurnir keyptu Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi þar sem þeir hafa komið á fót listasafni.
Sjá einnig: Sjáðu myndirnar úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan og gestir skemmtu sér í sveitinni
Fjölmargir gestir voru viðstaddir athöfnina og birtust fjölmargar myndir á Instagram um helgina. Nú er einnig hægt að skoða heilt myndasafn úr brúðkaupinu á Google Photos og má skoða þær allar hér.
Þar má sjá nokkra vel þekkta Íslendinga og Lindsey Lohan í miklu fjöri. Hún virðist skemmta sér vel hér á landi.
Sjáðu enn fleiri myndir úr brúðkaupi Luckett og Guinn: Lohan geislar á Íslandi
Stefán Árni Pálsson skrifar
