Hraðhleðslumínútan verður seld á 39 krónur eftir 1. febrúar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. desember 2017 06:00 Eftir gjaldfrjálsa orku frá 2014 mun ON hefja að rukka fyrir hraðhleðsluna 1. febrúar næstkomandi. vísir/pjetur Gjaldtaka á hleðslustöðvum Orku náttúrunnar (ON) mun hefjast 1. febrúar næstkomandi og mun mínútan kosta 39 krónur. Á næstu dögum og vikum verða fjölmargar nýjar hraðhleðslur teknar í gagnið á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri ON segir mikla innviðauppbyggingu fram undan í rafbílavæðingunni og að í árslok 2018 verði hlöður á vegum fyrirtækisins orðnar rúmlega þrjátíu. Bjarni Már Júlíusson segir að fyrirkomulag gjaldtökunnar verði kynnt á næstu vikum en rafbílaeigendur muni geta skráð sig fyrir auðkennislyklum, svipaða dælulyklum olíufélaganna, og greiða síðan aðeins fyrir þær mínútur sem þeir nota. Rafbílaeigendur hafa getað hlaðið bíla sína gjaldfrjálst á hraðhleðslustöðvum ON frá árinu 2014 en ljóst var að um þróunarverkefni var að ræða og ávallt stefnt á gjaldtöku. Þegar verkefnið hófst voru rafbílar á Íslandi um hundrað talsins en hreinir rafbílar og tengiltvinnbílar eru í dag á fimmta þúsund.Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku Náttúrunnar.„Við þekkjum orðið vel hvað þetta kostar og niðurstaðan er sú að mínútan verði á 39 krónur. Samkvæmt Fortum, samstarfsaðilum okkar í Noregi, styttist hleðslutíminn hjá fólki þegar gjaldtaka hófst þar. Algengast er að hleðslutíminn sé um 10-12 mínútur, en það er alltaf ódýrast að hlaða heima hjá sér.“ Af þeim meðaltímaramma má ráða að hleðsluskotið geti kostað rafbílaeigendur á bilinu 400-500 krónur. Bjarni segir að í dag sé algengur hraðhleðslutími hér upp undir 20 mínútur. Gjaldtaka muni hins vegar auka aðgengi að hlöðunum þar sem fólk freistist síður til að hlaða í botn þegar orkan er ekki lengur ókeypis, enda fái það mest fyrir peninginn upp að 80 prósenta hleðslu bílsins. Rannsóknir sýni þó að 90 prósent rafbílaeigenda hlaði bílana fyrst og fremst heima hjá sér. Algengt mínútuverð í Noregi, rafbílavæddustu þjóð veraldar, er um 34 krónur íslenskar en Bjarni bendir á að þar séu 100 þúsund rafbílar og verð ON muni því þola þann samanburð. „Nýtingarhlutfall stöðvanna hér er lágt en þegar fleiri rafbílar koma eykst nýtingin og þá verður hægt að stilla verðið af miðað við það. Þetta þarf að standa undir sér eins og aðrar fjárfestingar.“ Á næstu dögum verða síðan fjórar nýjar hlöður opnaðar á landsbyggðinni, en það er liður í verkefni ON um að koma fyrir hraðhleðslustöðvum við hringveginn. „Á næstu dögum verður opnað við Jökulsárlón, við veitingastaðinn Voginn á Djúpavogi, á Egilsstöðum við N1 og í Freysnesi. Og síðan á næstu vikum á Stöðvarfirði, í Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ við N1. Og fleiri staðir eru í bígerð.“ Í dag eru hraðhleðslustöðvar ON um tuttugu en Bjarni telur að í lok árs 2018 verði þær þrjátíu. „Þetta er að gerast mjög hratt núna og það er mjög gaman að taka þátt í þessari vegferð að gera okkur enn sjálfbærari í orkuþörf landsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Gjaldtaka á hleðslustöðvum Orku náttúrunnar (ON) mun hefjast 1. febrúar næstkomandi og mun mínútan kosta 39 krónur. Á næstu dögum og vikum verða fjölmargar nýjar hraðhleðslur teknar í gagnið á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri ON segir mikla innviðauppbyggingu fram undan í rafbílavæðingunni og að í árslok 2018 verði hlöður á vegum fyrirtækisins orðnar rúmlega þrjátíu. Bjarni Már Júlíusson segir að fyrirkomulag gjaldtökunnar verði kynnt á næstu vikum en rafbílaeigendur muni geta skráð sig fyrir auðkennislyklum, svipaða dælulyklum olíufélaganna, og greiða síðan aðeins fyrir þær mínútur sem þeir nota. Rafbílaeigendur hafa getað hlaðið bíla sína gjaldfrjálst á hraðhleðslustöðvum ON frá árinu 2014 en ljóst var að um þróunarverkefni var að ræða og ávallt stefnt á gjaldtöku. Þegar verkefnið hófst voru rafbílar á Íslandi um hundrað talsins en hreinir rafbílar og tengiltvinnbílar eru í dag á fimmta þúsund.Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku Náttúrunnar.„Við þekkjum orðið vel hvað þetta kostar og niðurstaðan er sú að mínútan verði á 39 krónur. Samkvæmt Fortum, samstarfsaðilum okkar í Noregi, styttist hleðslutíminn hjá fólki þegar gjaldtaka hófst þar. Algengast er að hleðslutíminn sé um 10-12 mínútur, en það er alltaf ódýrast að hlaða heima hjá sér.“ Af þeim meðaltímaramma má ráða að hleðsluskotið geti kostað rafbílaeigendur á bilinu 400-500 krónur. Bjarni segir að í dag sé algengur hraðhleðslutími hér upp undir 20 mínútur. Gjaldtaka muni hins vegar auka aðgengi að hlöðunum þar sem fólk freistist síður til að hlaða í botn þegar orkan er ekki lengur ókeypis, enda fái það mest fyrir peninginn upp að 80 prósenta hleðslu bílsins. Rannsóknir sýni þó að 90 prósent rafbílaeigenda hlaði bílana fyrst og fremst heima hjá sér. Algengt mínútuverð í Noregi, rafbílavæddustu þjóð veraldar, er um 34 krónur íslenskar en Bjarni bendir á að þar séu 100 þúsund rafbílar og verð ON muni því þola þann samanburð. „Nýtingarhlutfall stöðvanna hér er lágt en þegar fleiri rafbílar koma eykst nýtingin og þá verður hægt að stilla verðið af miðað við það. Þetta þarf að standa undir sér eins og aðrar fjárfestingar.“ Á næstu dögum verða síðan fjórar nýjar hlöður opnaðar á landsbyggðinni, en það er liður í verkefni ON um að koma fyrir hraðhleðslustöðvum við hringveginn. „Á næstu dögum verður opnað við Jökulsárlón, við veitingastaðinn Voginn á Djúpavogi, á Egilsstöðum við N1 og í Freysnesi. Og síðan á næstu vikum á Stöðvarfirði, í Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ við N1. Og fleiri staðir eru í bígerð.“ Í dag eru hraðhleðslustöðvar ON um tuttugu en Bjarni telur að í lok árs 2018 verði þær þrjátíu. „Þetta er að gerast mjög hratt núna og það er mjög gaman að taka þátt í þessari vegferð að gera okkur enn sjálfbærari í orkuþörf landsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira