Ágætisarnaldur Brynhildur Björnsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 12:00 Bækur Myrkrið veit Arnaldur Indriðason Vaka Helgafell 283 bls Kápa: Halla Sigga Prentuð í Odda Það er hreinn óþarfi að ræða Arnald Indriðason, velgengni hans sem rithöfundar bæði hérlendis og um allan heim, áhrif hans á bókmenntasögu Íslands þar sem bækur hans ruddu íslensku glæpasögunni leið til vegs og virðingar og öllum höfundum sem komu í kjölfarið og hafa síðan slegið í gegn um allan heim. Mýrin var sprengja inn í íslenskan bókmenntaveruleika og Grafarþögn tókst að vera ekki síður áhrifamikil og þannig tryggði endurtekningin að eitthvað var orðið til. Núna er nóg að segja: Ertu búin að lesa Arnald? Og allir vita hvað við er átt. Myrkrið veit er tuttugasta og fyrsta bók Arnaldar á um það bil jafnmörgum árum og hér er nýr lögreglumaður á ferð, Konráð, sem er kominn hátt á áttræðisaldur og hættur í löggunni. Þegar þrjátíu ára gamalt sakamál skýtur upp kollinum í formi líks sem finnst heillegt enda frosið í Langjökli er hann kallaður til starfa að nýju, reyndar ekki af lögreglunni heldur ættingja ungs manns sem lést í bílslysi. Konráð kannar málið, fylgir vísbendingum, leitar lausna og finnur að lokum eins og sannri glæpasagnahetju sæmir þó lausnin skilji kannski eftir sig óbragð í munni. Arnaldur gerir aukapersónum sögunnar hátt undir höfði eins og endranær, allar fá þær nafn, starfsvettvang, bakgrunn og persónueinkenni, jafnvel kæki. Þrátt fyrir þetta er erfitt að henda reiður á þeim öllum og stundum er eins og lesandinn sé að horfa á þátt af Bílastæðavörðunum: vissu Linda og Eygló af samskiptum Friðgeirs og Helenar? Hver átti peningana sem Bárður og Gunni fundu í bílnum? (nöfn og persónur uppdiktaðar til að spilla ekki lestrargleði neins). Löggan Konráð er kominn á eftirlaun og í sjálfu sér er skemmtilegast að lesa um hans lífshlaup sem er rakið meðfram sakamálunum tveimur. Það er þó ekkert sérstaklega rishátt eða fjölbreytilegt en lýsingarnar á því hvernig allar vörður í tímans nið hafa horfið og engu máli skiptir hvort er laugardagur þegar ekkert ytra áreiti rammar tímann inn eru vel skrifaðar af næmni. Lýsingarnar á Reykjavík sem var, eru líka skemmtilegar eins og endranær hjá Arnaldi, hvort sem um ræðir Skuggahverfið á sjötta áratugnum eða Öskjuhlíðina í upphafi þess níunda. Glæpurinn sjálfur, fórnarlömb og fremjendur eru hinsvegar ekkert sérstaklega grípandi en það gerir ekkert til, því eins og títt er í bókum Arnaldar er persónuleiki rannsakandans í forgrunni frekar en þess sem er rannsakaður og í þessu tilfelli er hvorki samúð né beint áhugi á fórnarlömbunum eða örlögum þeirra fyrir hendi. Í stuttu máli má segja að þetta sé frekar dæmigerður Arnaldur. Þeir sem lesa bækur hans af því sjálfsmynd þeirra byggir að einhverju leyti á því að þeir vita að þeim finnst þær skemmtilegar eiga eftir að njóta þessarar bókar. Við hin, sem fengum einhverskonar hugljómun yfir Dauðarósum, Mýrinni og Grafarþögn og langar í svoleiðis upplifun aftur, finnum hana ekki hér. Sem dregur ekkert úr því að hér er ágætisarnaldur á ferð. Niðurstaða: Frekar hefðbundin en ágæt glæpasaga sem sver sig í höfundarverkið án þess að valda straumhvörfum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. nóvember. Bókmenntir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Myrkrið veit Arnaldur Indriðason Vaka Helgafell 283 bls Kápa: Halla Sigga Prentuð í Odda Það er hreinn óþarfi að ræða Arnald Indriðason, velgengni hans sem rithöfundar bæði hérlendis og um allan heim, áhrif hans á bókmenntasögu Íslands þar sem bækur hans ruddu íslensku glæpasögunni leið til vegs og virðingar og öllum höfundum sem komu í kjölfarið og hafa síðan slegið í gegn um allan heim. Mýrin var sprengja inn í íslenskan bókmenntaveruleika og Grafarþögn tókst að vera ekki síður áhrifamikil og þannig tryggði endurtekningin að eitthvað var orðið til. Núna er nóg að segja: Ertu búin að lesa Arnald? Og allir vita hvað við er átt. Myrkrið veit er tuttugasta og fyrsta bók Arnaldar á um það bil jafnmörgum árum og hér er nýr lögreglumaður á ferð, Konráð, sem er kominn hátt á áttræðisaldur og hættur í löggunni. Þegar þrjátíu ára gamalt sakamál skýtur upp kollinum í formi líks sem finnst heillegt enda frosið í Langjökli er hann kallaður til starfa að nýju, reyndar ekki af lögreglunni heldur ættingja ungs manns sem lést í bílslysi. Konráð kannar málið, fylgir vísbendingum, leitar lausna og finnur að lokum eins og sannri glæpasagnahetju sæmir þó lausnin skilji kannski eftir sig óbragð í munni. Arnaldur gerir aukapersónum sögunnar hátt undir höfði eins og endranær, allar fá þær nafn, starfsvettvang, bakgrunn og persónueinkenni, jafnvel kæki. Þrátt fyrir þetta er erfitt að henda reiður á þeim öllum og stundum er eins og lesandinn sé að horfa á þátt af Bílastæðavörðunum: vissu Linda og Eygló af samskiptum Friðgeirs og Helenar? Hver átti peningana sem Bárður og Gunni fundu í bílnum? (nöfn og persónur uppdiktaðar til að spilla ekki lestrargleði neins). Löggan Konráð er kominn á eftirlaun og í sjálfu sér er skemmtilegast að lesa um hans lífshlaup sem er rakið meðfram sakamálunum tveimur. Það er þó ekkert sérstaklega rishátt eða fjölbreytilegt en lýsingarnar á því hvernig allar vörður í tímans nið hafa horfið og engu máli skiptir hvort er laugardagur þegar ekkert ytra áreiti rammar tímann inn eru vel skrifaðar af næmni. Lýsingarnar á Reykjavík sem var, eru líka skemmtilegar eins og endranær hjá Arnaldi, hvort sem um ræðir Skuggahverfið á sjötta áratugnum eða Öskjuhlíðina í upphafi þess níunda. Glæpurinn sjálfur, fórnarlömb og fremjendur eru hinsvegar ekkert sérstaklega grípandi en það gerir ekkert til, því eins og títt er í bókum Arnaldar er persónuleiki rannsakandans í forgrunni frekar en þess sem er rannsakaður og í þessu tilfelli er hvorki samúð né beint áhugi á fórnarlömbunum eða örlögum þeirra fyrir hendi. Í stuttu máli má segja að þetta sé frekar dæmigerður Arnaldur. Þeir sem lesa bækur hans af því sjálfsmynd þeirra byggir að einhverju leyti á því að þeir vita að þeim finnst þær skemmtilegar eiga eftir að njóta þessarar bókar. Við hin, sem fengum einhverskonar hugljómun yfir Dauðarósum, Mýrinni og Grafarþögn og langar í svoleiðis upplifun aftur, finnum hana ekki hér. Sem dregur ekkert úr því að hér er ágætisarnaldur á ferð. Niðurstaða: Frekar hefðbundin en ágæt glæpasaga sem sver sig í höfundarverkið án þess að valda straumhvörfum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. nóvember.
Bókmenntir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira