Tónlistin verður alltaf stór hluti af mér 11. nóvember 2017 10:00 Ég er ekki með neitt varaplan ef ég verð leiður á tónlistinni. Enda get ég alveg séð mig sem áttræðan að semja einhverja framúrstefnutónlist, segir Arnar Guðjónsson tónlistarmaður. MYND/ERNIR Tónlistarmaðurinn Arnar Guðjónsson, löngum kenndur við rokksveitina Leaves, fór í fyrsta gítartímann tíu ára gamall og vissi um leið hvert hugur hans stefndi. Hann hefur starfað við tónlist stærstan hluta fullorðinsára sinna, lengstum sem gítarleikari og söngvari Leaves. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2013 og hefur Arnar einbeitt sér að öðrum og spennandi verkefnum undanfarin ár. Á síðasta ári gaf hann út plötuna Grey Mist of Wuhan sem er eins konar óður til kínversku iðnaðarborgarinnar Wuhan. Einnig hefur hann hafið samstarfsverkefni með Hrafni Thoroddsen úr Ensími undir heitinu Warmland og gefið út þrjú lög. Fyrsta sólóplata hans er líka í vinnslu þannig að enginn skortur er á verkefnum þessa dagana. Auk lagasmíða rekur hann eigið hljóðver, Aeronaut Studios, þar sem hann hefur starfað með fjölmörgum innlendum og erlendum tónlistarmönnum undanfarin ár.L'homme qui voulait plonger sur Mars (Maðurinn sem vildi kafa á Mars) kom út í ár.Sameiginlegur þráður Nýjasta afurð hans er hins vegar plata með tónlist úr heimildarmyndinni L’homme qui voulait plonger sur Mars (Maðurinn sem vildi kafa á Mars). Leikstjóri myndarinnar, Thierry Robert, og Arnar eiga sameiginlegan vin á Íslandi og þegar Thierry var að leita að tónlist fyrir mynd á síðasta ári benti sameiginlegi vinurinn honum á Arnar. „Thierry hlustaði á Grey Mist of Wuhan og tónlistin smellpassaði þar inn. Hann notaði hana því sem hljóðmynd (e. soundtrack) heimildarmyndarinnar. Fljótlega eftir að því verkefni lauk vildi Thierry fá mig til að gera tónlistina við næstu mynd og hana gerði ég alveg frá grunni.“ Arnar segir að Thierry hafi viljað hafa tónlistina stóra og dramatíska, ekki ósvipaða og í stórri Hollywood-mynd. „Þótt tónlistin úr myndinni sé ólík Grey Mist of Wuhan þá er þarna einhver þráður sem tengir plöturnar tvær en ég beiti svipaðri aðferðafræði þegar ég bý tónlistina til. Myndin flakkar á milli þess að vera nokkuð hefðbundin heimildarmynd yfir í að vera mjög draumkennd og því fær tónlistin að spila stóra rullu og vera oft í forgrunni.“Grey mist of Wuhan kom úr árið 2016.Small allt saman Platan Grey Mist of Wuhan varð einhvern veginn til í höndunum á honum segir Arnar. „Ég var að túra með Bang Gang og seinna Leaves í Kína og þessi borg, Wuhan, sat einhvern veginn í mér. Mér fannst hún drungaleg og grá iðnaðarborg, sveipuð einhverri dulúð sem varð svo kveikjan að þessu verkefni sem átti að vera smá hvíld frá poppinu. Platan var seinna tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í opnum flokki.“ Samstarfsverkefnið Warmland varð til fyrr á þessu ári en þeir Hrafn hafa leigt stúdíórými saman í nokkur ár. „Ég var byrjaður að vinna nokkur lög þar sem ég trommaði sjálfur, spilaði á bassa og notaði hljóðgervla. Lagið Lyda fæddist og nafnið Warmland var tilbúið. Þá hóaði Hrafn í mig á fund og langaði að leyfa mér að heyra nokkrar hugmyndir sem hann var með. Þetta small bara allt saman og við tókum ákvörðun um að sameina krafta okkar undir nafninu Warmland.“ Sveitin spilaði á fyrstu tónleikum sínum á Iceland Airwaves hátíðinni í síðustu viku við mjög góðar undirtektir. Þeir félagar vinna nú hörðum höndum að plötu í fullri lengd sem á að koma út á næsta ári. Hlusta má á bæði Grey Mist of Wuhan og L’homme qui voulait plonger sur Mars á Spotify.Hrafn Thoroddsen (t.v.) og Arnar Guðjónsson mynda dúettinn Warmland. Fyrsta plata þeirra kemur út á næsta ári. MYND/JEANEEN LUNDÓvæntur frami Frami Leaves var skjótur og óvæntur á sínum tíma. Eftir að söngkonan Emilíana Torrini tók demóupptökur þeirra á fund í Bandaríkjunum fór boltinn að rúlla og eins og Arnar hefur sagt áður í viðtölum, „við vorum rétta bandið á réttum tíma“. Sveitin skrifaði undir samning við nýlega stofnað útgáfufyrirtæki, Dreamworks, og fyrsta plata þeirra, Breathe, kom út árið 2003. Hún komst m.a. í 71. sæti á breska breiðskífulistanum auk þess að vera valin ein af bestu plötum ársins hjá breska tónlistartímaritinu Q Magazine. Næstu árin einkenndust af fleiri plötum og fjölmörgum tónleikaferðalögum um allan heim þar sem Leaves hitaði m.a. upp fyrir heimsfrægar sveitir á borð við Stereophonics, Doves og Supergrass. Þegar Arnar lítur til baka segir hann að upp úr standi allir þeir vinir sem hann hefur eignast á þessum tíma. „Það eru bara svo mikil forréttindi að fá að ferðast um heiminn og gera það sem manni finnst skemmtilegast. Ég hef túrað og unnið með fjölmörgum listamönnum og lært mikið á því að fylgjast með hvernig þeir vinna og hugsa. Það getur nefnilega verið hættulegt að loka sig inni einn í sínum pælingum. Mér finnst ég líka ótrúlega heppinn að fá svona marga flotta listamenn og listakonur inn í stúdíóið mitt. Það hefur hjálpað mér að þróast og vaxa sem tónlistarmaður.“ Af hljómleikaferðum um heiminn segir hann að ferðirnar til Kína séu sérstaklega eftirminnilegar. „Menningin er svo ólík og það er svo stutt síðan landið var alveg lokað. Það var frábært að spila fyrir Kínverjana, þeir voru mjög þakklátir og skemmtilegir áhorfendur. Svo fóru allir í röð eftir tónleikana til að fá eiginhandaráritun.“,,Það eru bara svo mikil forréttindi að fá að ferðast um heiminn og gera það sem manni finnst skemmtilegast. Ég hef túrað og unnið með fjölmörgum listamönnum og lært mikið á því að fylgjast með hvernig þeir vinna og hugsa," segir Arnar Guðjónsson.MYND/ERNIRFjölskyldan mikilvæg Eftir að hafa starfað við tónlist svo lengi segist Arnar lítið hafa hugsað út í annan starfsvettvang. „Ég er ekki með neitt varaplan ef ég verð leiður á tónlistinni. Enda get ég alveg séð mig sem áttræðan að semja einhverja framúrstefnutónlist. Tónlistin á vafalaust eftir að verða stór hluti af mér út ævina þótt maður viti aldrei hvaða tækifæri bjóðast í framtíðinni.“ Aðspurður hvort það freisti hans stundum að starfa erlendis segir hann vissulega oft erfitt að vinna á svona litlum markaði. „Hugurinn hefur oft leitað út og ég ætla ekki að útloka það að flytja einhvern tíma og freista gæfunnar annars staðar. En það eru bara svo mikil lífsgæði hér á Íslandi. Hér er fjölskyldan og vinir og hér er gott að búa þótt verðlagið sé orðið fáránlega hátt.“ Þrátt fyrir mikið annríki reynir Arnar að vinna eins lítið og hann getur um helgar. „Mér finnst mikilvægt að eyða tíma með konunni minni og tveimur börnum. Mitt helsta áhugamál fyrir utan tónlistina er fótboltinn. Reyndar horfi ég ekki á enska boltann og á ekkert uppáhaldsfélag. Ég spila þó fótbolta 2-3 sinnum í viku og ætla að gera það þangað til líkaminn segir stopp. Annars fer helgin líklega í það að undirbúa afmæli barnanna sem verður haldið á sunnudaginn. Svo er dóttir mín með tónleika í Salnum ásamt Stúlknakór Reykjavíkur á laugardagskvöldið.“ Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Arnar Guðjónsson, löngum kenndur við rokksveitina Leaves, fór í fyrsta gítartímann tíu ára gamall og vissi um leið hvert hugur hans stefndi. Hann hefur starfað við tónlist stærstan hluta fullorðinsára sinna, lengstum sem gítarleikari og söngvari Leaves. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2013 og hefur Arnar einbeitt sér að öðrum og spennandi verkefnum undanfarin ár. Á síðasta ári gaf hann út plötuna Grey Mist of Wuhan sem er eins konar óður til kínversku iðnaðarborgarinnar Wuhan. Einnig hefur hann hafið samstarfsverkefni með Hrafni Thoroddsen úr Ensími undir heitinu Warmland og gefið út þrjú lög. Fyrsta sólóplata hans er líka í vinnslu þannig að enginn skortur er á verkefnum þessa dagana. Auk lagasmíða rekur hann eigið hljóðver, Aeronaut Studios, þar sem hann hefur starfað með fjölmörgum innlendum og erlendum tónlistarmönnum undanfarin ár.L'homme qui voulait plonger sur Mars (Maðurinn sem vildi kafa á Mars) kom út í ár.Sameiginlegur þráður Nýjasta afurð hans er hins vegar plata með tónlist úr heimildarmyndinni L’homme qui voulait plonger sur Mars (Maðurinn sem vildi kafa á Mars). Leikstjóri myndarinnar, Thierry Robert, og Arnar eiga sameiginlegan vin á Íslandi og þegar Thierry var að leita að tónlist fyrir mynd á síðasta ári benti sameiginlegi vinurinn honum á Arnar. „Thierry hlustaði á Grey Mist of Wuhan og tónlistin smellpassaði þar inn. Hann notaði hana því sem hljóðmynd (e. soundtrack) heimildarmyndarinnar. Fljótlega eftir að því verkefni lauk vildi Thierry fá mig til að gera tónlistina við næstu mynd og hana gerði ég alveg frá grunni.“ Arnar segir að Thierry hafi viljað hafa tónlistina stóra og dramatíska, ekki ósvipaða og í stórri Hollywood-mynd. „Þótt tónlistin úr myndinni sé ólík Grey Mist of Wuhan þá er þarna einhver þráður sem tengir plöturnar tvær en ég beiti svipaðri aðferðafræði þegar ég bý tónlistina til. Myndin flakkar á milli þess að vera nokkuð hefðbundin heimildarmynd yfir í að vera mjög draumkennd og því fær tónlistin að spila stóra rullu og vera oft í forgrunni.“Grey mist of Wuhan kom úr árið 2016.Small allt saman Platan Grey Mist of Wuhan varð einhvern veginn til í höndunum á honum segir Arnar. „Ég var að túra með Bang Gang og seinna Leaves í Kína og þessi borg, Wuhan, sat einhvern veginn í mér. Mér fannst hún drungaleg og grá iðnaðarborg, sveipuð einhverri dulúð sem varð svo kveikjan að þessu verkefni sem átti að vera smá hvíld frá poppinu. Platan var seinna tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í opnum flokki.“ Samstarfsverkefnið Warmland varð til fyrr á þessu ári en þeir Hrafn hafa leigt stúdíórými saman í nokkur ár. „Ég var byrjaður að vinna nokkur lög þar sem ég trommaði sjálfur, spilaði á bassa og notaði hljóðgervla. Lagið Lyda fæddist og nafnið Warmland var tilbúið. Þá hóaði Hrafn í mig á fund og langaði að leyfa mér að heyra nokkrar hugmyndir sem hann var með. Þetta small bara allt saman og við tókum ákvörðun um að sameina krafta okkar undir nafninu Warmland.“ Sveitin spilaði á fyrstu tónleikum sínum á Iceland Airwaves hátíðinni í síðustu viku við mjög góðar undirtektir. Þeir félagar vinna nú hörðum höndum að plötu í fullri lengd sem á að koma út á næsta ári. Hlusta má á bæði Grey Mist of Wuhan og L’homme qui voulait plonger sur Mars á Spotify.Hrafn Thoroddsen (t.v.) og Arnar Guðjónsson mynda dúettinn Warmland. Fyrsta plata þeirra kemur út á næsta ári. MYND/JEANEEN LUNDÓvæntur frami Frami Leaves var skjótur og óvæntur á sínum tíma. Eftir að söngkonan Emilíana Torrini tók demóupptökur þeirra á fund í Bandaríkjunum fór boltinn að rúlla og eins og Arnar hefur sagt áður í viðtölum, „við vorum rétta bandið á réttum tíma“. Sveitin skrifaði undir samning við nýlega stofnað útgáfufyrirtæki, Dreamworks, og fyrsta plata þeirra, Breathe, kom út árið 2003. Hún komst m.a. í 71. sæti á breska breiðskífulistanum auk þess að vera valin ein af bestu plötum ársins hjá breska tónlistartímaritinu Q Magazine. Næstu árin einkenndust af fleiri plötum og fjölmörgum tónleikaferðalögum um allan heim þar sem Leaves hitaði m.a. upp fyrir heimsfrægar sveitir á borð við Stereophonics, Doves og Supergrass. Þegar Arnar lítur til baka segir hann að upp úr standi allir þeir vinir sem hann hefur eignast á þessum tíma. „Það eru bara svo mikil forréttindi að fá að ferðast um heiminn og gera það sem manni finnst skemmtilegast. Ég hef túrað og unnið með fjölmörgum listamönnum og lært mikið á því að fylgjast með hvernig þeir vinna og hugsa. Það getur nefnilega verið hættulegt að loka sig inni einn í sínum pælingum. Mér finnst ég líka ótrúlega heppinn að fá svona marga flotta listamenn og listakonur inn í stúdíóið mitt. Það hefur hjálpað mér að þróast og vaxa sem tónlistarmaður.“ Af hljómleikaferðum um heiminn segir hann að ferðirnar til Kína séu sérstaklega eftirminnilegar. „Menningin er svo ólík og það er svo stutt síðan landið var alveg lokað. Það var frábært að spila fyrir Kínverjana, þeir voru mjög þakklátir og skemmtilegir áhorfendur. Svo fóru allir í röð eftir tónleikana til að fá eiginhandaráritun.“,,Það eru bara svo mikil forréttindi að fá að ferðast um heiminn og gera það sem manni finnst skemmtilegast. Ég hef túrað og unnið með fjölmörgum listamönnum og lært mikið á því að fylgjast með hvernig þeir vinna og hugsa," segir Arnar Guðjónsson.MYND/ERNIRFjölskyldan mikilvæg Eftir að hafa starfað við tónlist svo lengi segist Arnar lítið hafa hugsað út í annan starfsvettvang. „Ég er ekki með neitt varaplan ef ég verð leiður á tónlistinni. Enda get ég alveg séð mig sem áttræðan að semja einhverja framúrstefnutónlist. Tónlistin á vafalaust eftir að verða stór hluti af mér út ævina þótt maður viti aldrei hvaða tækifæri bjóðast í framtíðinni.“ Aðspurður hvort það freisti hans stundum að starfa erlendis segir hann vissulega oft erfitt að vinna á svona litlum markaði. „Hugurinn hefur oft leitað út og ég ætla ekki að útloka það að flytja einhvern tíma og freista gæfunnar annars staðar. En það eru bara svo mikil lífsgæði hér á Íslandi. Hér er fjölskyldan og vinir og hér er gott að búa þótt verðlagið sé orðið fáránlega hátt.“ Þrátt fyrir mikið annríki reynir Arnar að vinna eins lítið og hann getur um helgar. „Mér finnst mikilvægt að eyða tíma með konunni minni og tveimur börnum. Mitt helsta áhugamál fyrir utan tónlistina er fótboltinn. Reyndar horfi ég ekki á enska boltann og á ekkert uppáhaldsfélag. Ég spila þó fótbolta 2-3 sinnum í viku og ætla að gera það þangað til líkaminn segir stopp. Annars fer helgin líklega í það að undirbúa afmæli barnanna sem verður haldið á sunnudaginn. Svo er dóttir mín með tónleika í Salnum ásamt Stúlknakór Reykjavíkur á laugardagskvöldið.“
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira