Skrifar til að skilja tilvistina Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. júní 2017 09:00 Karl Ove Knauusgard er eitt heitasta nafnið í heimi bókmennta um þessar mundir og er staddur hér á landi. vísir/eyþór Norski metsöluhöfundurinn Karl Ove Knausgaard er staddur á Íslandi í tilefni alþjóðlegrar ráðstefnu óskáldaðra bókmennta (NonfictioNOW 2017). Á ráðstefnunni er fjallað um uppgang sannsögulegra bókmennta í heiminum. Sannsögum. Hugtak sem varð til á níunda áratugnum um eins konar framhald af blaðamennsku. Sönnu efni er umbreytt í sögu með frásagnaraðferðum skáldskapar, til að gera efnið aðgengilegra. Undir þetta form geta til dæmis fallið ferðasögur og heimildarbókmenntir. Brot úr sex binda verki hans, Barátta mín, var gefið út í tengslum við heimsókn hans hingað til lands. Bókin er tvímála, bæði á norsku og íslensku og gefin út af Sagarana editora forlagi. Karl Ove er sagður lítt gefinn fyrir að blanda geði og svara fyrirspurnum. Kannski er það mýta því hann ber það ekki með sér að honum leiðist mikið. Hann er mættur í spjall á Mímisbar á Hótel Sögu sama dag og hann á einnig að mæta í útgáfuhóf og halda fyrirlestur í Hörpu. Langur dagur. Hann þiggur kaffi og flösku af Pepsi Max. Tekur kaffið svart og sykurlaust. Hann lyktar af tóbaki. Karl Ove er eitt heitasta nafnið í heimi bókmennta um þessar mundir. Og hann er umdeildur. Sex binda verk hans, Barátta mín, gæti fallið undir eins konar tilvistarheimspeki. Bókmenntir hans þykja vera eins konar svar bókmennta við bersögli á samfélagsmiðlum, raunveruleikasjónvarpi og þessum tíðaranda að deila öllu mögulegu og ómögulegu um hversdagslegt líf statt og stöðugt. Hann skrifar um líf sitt og lýsir því í fínustu smáatriðum. Honum finnst ekki eftirsóknarvert að greina og lýsa verkum sínum. Hann veit ekki enn þá hvað hann ætlar nákvæmlega að tala um seinna um kvöldið í Hörpu. En hann segist hafa um það grófa hugmynd. Hann ætli að tala um þýðingu bókmennta. „Ég hef reyndar komið mörgum sinnum til Íslands,“ segir hann þegar blaðamaður segir honum að það hafi þótt ákveðið þrekvirki að ná honum til landsins. Bergsveinn Birgisson rithöfundur fékk Karl Ove til að koma til Íslands stuttu fyrir EM í fótbolta. Karl Ove á að hafa svarað: „Ókei, Áfram Ísland!“ „Ég bjó á Íslandi fyrir mörgum árum. Í Garðastræti,“ segir hann og ber götunafnið fram lýtalaust. „Ég átti einu sinni kærustu sem var hér í háskólanum. Við bjuggum hér í um það bil hálft ár. Um vetur. Mér fannst frábært að vera hér,“ segir hann og segir veturinn reyndar svipaðan hér og í Noregi. „Nei, nema að vindurinn er svakalegur hér á Íslandi. Hann er stundum alveg láréttur og maður fær hann beint í andlitið,“ segir hann. Karl Ove býr nú í Suður-Svíþjóð utan við Ystad. Hann á fjögur börn og skrifar vanalega heima hjá sér. „Vanalega fylgi ég börnunum í skólann á morgnana. Fer svo aftur heim til að skrifa. Ég skrifa svo þar til ég þarf að sækja þau í skólann um þrjúleytið. Ef ég er á kafi í skrifum, eða upptekinn af einhverri hugmynd, þá vakna ég um fjögur um nóttina og skrifa líka þar til börnin vakna. Mér líkar vel þetta líf. Ég skrifa mest þegar ég skrifa heima. Ég hef skrifað á alls kyns stöðum, í vitum, sumarhúsum og einangruðum stöðum. Ég skrifa samt mest heima. Og ég skrifa meira eftir að ég eignaðist börn, ég veit ekki af hverju það er,“ segir Karl Ove. „Ég hef ekki mikinn áhuga á mörkum milli skáldskapar og óskáldaðra skrifa. Ég eyddi einu sinni miklum tíma í að skrifa skáldskap og svo eyddi ég miklum tíma í að skrifa óskáldaðar bókmenntir. Ég var samt að leita að því sama í skrifum mínum meira og minna. Eini munurinn er sá að ég skrifa um hluti sem hafa í raun og veru gerst. En munurinn, hann er ekki svo mikill.“Hverju sækist þú eftir þegar þú skrifar? „Þetta er erfið spurning fyrir mig. Því þegar ég skrifa þá reyni ég að losna við sjálfsmeðvitund mína. Á þessum stað, þá er ég frjáls. Þar eru engar hömlur. Ég reyni að komast á þennan stað, en það er mjög erfitt. Það er líka erfitt að lýsa því hvernig mér líður þegar ég skrifa. Ég reyni fyrst og fremst að samsama mig því sem ég vil að lesandinn skynji. Ég vil að lesandinn finni fyrir því sem ég skrifa um. En ekki fyrir mér. Þetta er mótsögn, ég veit það alveg.“Hvers vegna skrifar þú svona mikið? Sex bindi. Þetta er sanngjörn spurning, þú verður að viðurkenna það. „Já, þetta er sanngjörn spurning. Svarið er að ég er háður því að skrifa. Þetta er líka lífsmáti. Bara mín leið til að lifa lífinu. Ég fann þessa leið, þetta tungumál mitt inn í heiminn. Ég hef síðan þá verið mjög forvitinn um það sem gerist þegar ég skrifa. Þetta ferli. Ég held að ég skrifi svona mikið vegna þess að ég hafði reynt það í öll þessi ár og svo tókst það. Það var léttir.“ Tengist þessi þörf því sem þú talaðir um áðan, að finna fyrir þessu frelsi? Og að týna þér? „Já. Það er þess vegna sem ég skrifa. Ég þarf á því að halda að vera á þessum stað. Að vera frjáls. Það er rétt.“Þú hefur fengið mikla umfjöllun, víða um heim. Og hún snýst alls ekki öll um bókmenntir. Ég las greinar um þig sem voru um að þú hefðir farið í klippingu. Og þegar þú keyptir þér hús. Hvernig fer þetta í þig? „Ég les þetta ekki. Ég sé þetta ekki. En ég veit af þessu. Að þessar greinar og umfjallanir eru þarna. Þegar kemur að bókmenntunum, þá er umfjöllun um bækurnar hluti af starfinu. Það er blessun að ég njóti vinsælda. Að bækurnar séu lesnar. Að lesendur tengi við þær. En ég vil ekki vera meðvitaður um þetta. Ég vil vera aftengdur. Ég ímynda mér stundum þegar ég kem heim til barnanna minna að ekkert af þessu sé til. Ég vil ekki að athyglin trufli skriftirnar. Ég vil heldur ekki finna fyrir væntingum fólks. Ég vil ekki uppfylla þær. Þess vegna er mikilvægt fyrir mig að búa til þennan aðskilnað. Hvað varðar greinarnar um mig, þessa til dæmis um hárklippinguna og svipaðar greinar. Mér fannst það alveg ofboðslega skrýtið og í raun mjög óvanalegt fyrir rithöfund að vera í þessum aðstæðum. Að vera svona eins og stjarna. Eiginlega fáránlegt,“ segir hann. „Þetta er að minnsta kosti ekki stærðfræði,“ segir hann spurður um kjarna verka sinna. Hann andvarpar þungt. Vonast til að blaðamaður hætti við að spyrja. Spyrji að einhverju öðru. En honum mætir bara staðföst þögn. „Þetta snýst að einhverju leyti um sannleika. Við erum öll hér. Á einum stað á sama tíma. Ef þú nærð djúpri tengingu við sjálfan þig, miðlar henni til fólks. Og fólk kannast við hana. Þá verður það þakklátt. Það er gefandi samband. Það eru töfrar bókmenntanna. Þetta samband lesanda og rithöfundar það er teygjanlegt. Það er samt náið. Það þarf að vera náið.“Ertu að takast á við lífið í gegnum skriftir? „Já, svo sannarlega. Ég get ekki hugsað. Get ekki reiknað. Get ekki skilið eða séð án þess að skrifa um það. Ég er ekki mjög athugull svona þegar ég er á ferðinni. Ég er alltaf svolítið fastur í hausnum á mér. Í gegnum skriftirnar, þá er ég að reyna að skilja hluti. Kannski bara eins og málari sem málar epli sem hann sér. Hann veltir því fyrir sér. En það er kannski ekkert svo djúpstætt á bak við það af hverju hann velur að mála það. En hann veltir öllu varðandi eplið vandlega fyrir sér. Reyndar hef ég skrifað um það sem við erum að tala um núna. Ef ég hefði ekki gert það þá gæti ég ekki einu sinni átt þetta samtal við þig. Þetta er mín leið til að hugsa og skilja hluti. Tilveruna. Ég fæ aðgang að einhverju sem ég hef ekki aðgang að annars. Konan mín, sem er núna fyrrverandi konan mín, sagði að ég skildi aldrei neitt nema að ég skrifaði um það. Við rifumst kannski. Síðan kannski kom ég viku seinna til hennar vegna rifrildisins. Fullur skilnings. Því ég hafði skrifað um það.“ En fáum eitt á hreint. Þú skrifar ekki um líf þitt bókstaflega. Þótt það sé yfirborðið? „Já, rétt. Skrifin eru tilvistarleg leit. Ég veit ekki af hverju ég skrifa og vel ekki fyrirfram um hvað. Ég er bara að reyna að finna leið inn í þennan heim og lýsa honum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Norski metsöluhöfundurinn Karl Ove Knausgaard er staddur á Íslandi í tilefni alþjóðlegrar ráðstefnu óskáldaðra bókmennta (NonfictioNOW 2017). Á ráðstefnunni er fjallað um uppgang sannsögulegra bókmennta í heiminum. Sannsögum. Hugtak sem varð til á níunda áratugnum um eins konar framhald af blaðamennsku. Sönnu efni er umbreytt í sögu með frásagnaraðferðum skáldskapar, til að gera efnið aðgengilegra. Undir þetta form geta til dæmis fallið ferðasögur og heimildarbókmenntir. Brot úr sex binda verki hans, Barátta mín, var gefið út í tengslum við heimsókn hans hingað til lands. Bókin er tvímála, bæði á norsku og íslensku og gefin út af Sagarana editora forlagi. Karl Ove er sagður lítt gefinn fyrir að blanda geði og svara fyrirspurnum. Kannski er það mýta því hann ber það ekki með sér að honum leiðist mikið. Hann er mættur í spjall á Mímisbar á Hótel Sögu sama dag og hann á einnig að mæta í útgáfuhóf og halda fyrirlestur í Hörpu. Langur dagur. Hann þiggur kaffi og flösku af Pepsi Max. Tekur kaffið svart og sykurlaust. Hann lyktar af tóbaki. Karl Ove er eitt heitasta nafnið í heimi bókmennta um þessar mundir. Og hann er umdeildur. Sex binda verk hans, Barátta mín, gæti fallið undir eins konar tilvistarheimspeki. Bókmenntir hans þykja vera eins konar svar bókmennta við bersögli á samfélagsmiðlum, raunveruleikasjónvarpi og þessum tíðaranda að deila öllu mögulegu og ómögulegu um hversdagslegt líf statt og stöðugt. Hann skrifar um líf sitt og lýsir því í fínustu smáatriðum. Honum finnst ekki eftirsóknarvert að greina og lýsa verkum sínum. Hann veit ekki enn þá hvað hann ætlar nákvæmlega að tala um seinna um kvöldið í Hörpu. En hann segist hafa um það grófa hugmynd. Hann ætli að tala um þýðingu bókmennta. „Ég hef reyndar komið mörgum sinnum til Íslands,“ segir hann þegar blaðamaður segir honum að það hafi þótt ákveðið þrekvirki að ná honum til landsins. Bergsveinn Birgisson rithöfundur fékk Karl Ove til að koma til Íslands stuttu fyrir EM í fótbolta. Karl Ove á að hafa svarað: „Ókei, Áfram Ísland!“ „Ég bjó á Íslandi fyrir mörgum árum. Í Garðastræti,“ segir hann og ber götunafnið fram lýtalaust. „Ég átti einu sinni kærustu sem var hér í háskólanum. Við bjuggum hér í um það bil hálft ár. Um vetur. Mér fannst frábært að vera hér,“ segir hann og segir veturinn reyndar svipaðan hér og í Noregi. „Nei, nema að vindurinn er svakalegur hér á Íslandi. Hann er stundum alveg láréttur og maður fær hann beint í andlitið,“ segir hann. Karl Ove býr nú í Suður-Svíþjóð utan við Ystad. Hann á fjögur börn og skrifar vanalega heima hjá sér. „Vanalega fylgi ég börnunum í skólann á morgnana. Fer svo aftur heim til að skrifa. Ég skrifa svo þar til ég þarf að sækja þau í skólann um þrjúleytið. Ef ég er á kafi í skrifum, eða upptekinn af einhverri hugmynd, þá vakna ég um fjögur um nóttina og skrifa líka þar til börnin vakna. Mér líkar vel þetta líf. Ég skrifa mest þegar ég skrifa heima. Ég hef skrifað á alls kyns stöðum, í vitum, sumarhúsum og einangruðum stöðum. Ég skrifa samt mest heima. Og ég skrifa meira eftir að ég eignaðist börn, ég veit ekki af hverju það er,“ segir Karl Ove. „Ég hef ekki mikinn áhuga á mörkum milli skáldskapar og óskáldaðra skrifa. Ég eyddi einu sinni miklum tíma í að skrifa skáldskap og svo eyddi ég miklum tíma í að skrifa óskáldaðar bókmenntir. Ég var samt að leita að því sama í skrifum mínum meira og minna. Eini munurinn er sá að ég skrifa um hluti sem hafa í raun og veru gerst. En munurinn, hann er ekki svo mikill.“Hverju sækist þú eftir þegar þú skrifar? „Þetta er erfið spurning fyrir mig. Því þegar ég skrifa þá reyni ég að losna við sjálfsmeðvitund mína. Á þessum stað, þá er ég frjáls. Þar eru engar hömlur. Ég reyni að komast á þennan stað, en það er mjög erfitt. Það er líka erfitt að lýsa því hvernig mér líður þegar ég skrifa. Ég reyni fyrst og fremst að samsama mig því sem ég vil að lesandinn skynji. Ég vil að lesandinn finni fyrir því sem ég skrifa um. En ekki fyrir mér. Þetta er mótsögn, ég veit það alveg.“Hvers vegna skrifar þú svona mikið? Sex bindi. Þetta er sanngjörn spurning, þú verður að viðurkenna það. „Já, þetta er sanngjörn spurning. Svarið er að ég er háður því að skrifa. Þetta er líka lífsmáti. Bara mín leið til að lifa lífinu. Ég fann þessa leið, þetta tungumál mitt inn í heiminn. Ég hef síðan þá verið mjög forvitinn um það sem gerist þegar ég skrifa. Þetta ferli. Ég held að ég skrifi svona mikið vegna þess að ég hafði reynt það í öll þessi ár og svo tókst það. Það var léttir.“ Tengist þessi þörf því sem þú talaðir um áðan, að finna fyrir þessu frelsi? Og að týna þér? „Já. Það er þess vegna sem ég skrifa. Ég þarf á því að halda að vera á þessum stað. Að vera frjáls. Það er rétt.“Þú hefur fengið mikla umfjöllun, víða um heim. Og hún snýst alls ekki öll um bókmenntir. Ég las greinar um þig sem voru um að þú hefðir farið í klippingu. Og þegar þú keyptir þér hús. Hvernig fer þetta í þig? „Ég les þetta ekki. Ég sé þetta ekki. En ég veit af þessu. Að þessar greinar og umfjallanir eru þarna. Þegar kemur að bókmenntunum, þá er umfjöllun um bækurnar hluti af starfinu. Það er blessun að ég njóti vinsælda. Að bækurnar séu lesnar. Að lesendur tengi við þær. En ég vil ekki vera meðvitaður um þetta. Ég vil vera aftengdur. Ég ímynda mér stundum þegar ég kem heim til barnanna minna að ekkert af þessu sé til. Ég vil ekki að athyglin trufli skriftirnar. Ég vil heldur ekki finna fyrir væntingum fólks. Ég vil ekki uppfylla þær. Þess vegna er mikilvægt fyrir mig að búa til þennan aðskilnað. Hvað varðar greinarnar um mig, þessa til dæmis um hárklippinguna og svipaðar greinar. Mér fannst það alveg ofboðslega skrýtið og í raun mjög óvanalegt fyrir rithöfund að vera í þessum aðstæðum. Að vera svona eins og stjarna. Eiginlega fáránlegt,“ segir hann. „Þetta er að minnsta kosti ekki stærðfræði,“ segir hann spurður um kjarna verka sinna. Hann andvarpar þungt. Vonast til að blaðamaður hætti við að spyrja. Spyrji að einhverju öðru. En honum mætir bara staðföst þögn. „Þetta snýst að einhverju leyti um sannleika. Við erum öll hér. Á einum stað á sama tíma. Ef þú nærð djúpri tengingu við sjálfan þig, miðlar henni til fólks. Og fólk kannast við hana. Þá verður það þakklátt. Það er gefandi samband. Það eru töfrar bókmenntanna. Þetta samband lesanda og rithöfundar það er teygjanlegt. Það er samt náið. Það þarf að vera náið.“Ertu að takast á við lífið í gegnum skriftir? „Já, svo sannarlega. Ég get ekki hugsað. Get ekki reiknað. Get ekki skilið eða séð án þess að skrifa um það. Ég er ekki mjög athugull svona þegar ég er á ferðinni. Ég er alltaf svolítið fastur í hausnum á mér. Í gegnum skriftirnar, þá er ég að reyna að skilja hluti. Kannski bara eins og málari sem málar epli sem hann sér. Hann veltir því fyrir sér. En það er kannski ekkert svo djúpstætt á bak við það af hverju hann velur að mála það. En hann veltir öllu varðandi eplið vandlega fyrir sér. Reyndar hef ég skrifað um það sem við erum að tala um núna. Ef ég hefði ekki gert það þá gæti ég ekki einu sinni átt þetta samtal við þig. Þetta er mín leið til að hugsa og skilja hluti. Tilveruna. Ég fæ aðgang að einhverju sem ég hef ekki aðgang að annars. Konan mín, sem er núna fyrrverandi konan mín, sagði að ég skildi aldrei neitt nema að ég skrifaði um það. Við rifumst kannski. Síðan kannski kom ég viku seinna til hennar vegna rifrildisins. Fullur skilnings. Því ég hafði skrifað um það.“ En fáum eitt á hreint. Þú skrifar ekki um líf þitt bókstaflega. Þótt það sé yfirborðið? „Já, rétt. Skrifin eru tilvistarleg leit. Ég veit ekki af hverju ég skrifa og vel ekki fyrirfram um hvað. Ég er bara að reyna að finna leið inn í þennan heim og lýsa honum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira