Spennandi tökur bókaðar í sumar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. júní 2017 10:00 Tómas Nói Emilsson lék í tónlistarmyndbandi bresku hljómsveitarinnar Firewood Island en hann langaði að kynna sér vinnubrögðin á setti. Sjálfur hefur hann tekið upp verðlaunastuttmynd og myndbönd. Mynd/Eyþór Tómas Nói Emilsson, nemandi í áttunda bekk í Hlíðaskóla, leikur í nýju tónlistarmyndbandi bresku hljómsveitarinnar Firewood Island við lagið Soldier af plötunni Chaos Is The State Of Heart. Hann hefur fyrir löngu ákveðið framtíðarstarfið og sá verkefnið sem tækifæri til að fá innsýn inn í kvikmyndabransann. „Ég ætla að verða kvikmyndagerðarmaður og mig langaði til að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á setti. Verkefnið kom til í gegnum facebook grúppu þar sem kvikmyndagerðarfólk og aukaleikarar geta tengst. Þar var auglýst eftir strák á mínum aldri til að leika í myndbandi og ég skráði mig. Þau höfðu samband,“ útskýrir Tómas Nói. Myndbandið var unnið af Reykjavik Rocks og tekið upp á Reykjanesi. Upptökur tóku heilan dag og ollu Tómasi ekki vonbrigðum. Hann segir daginn hafa verið skemmtilegan og lærdómsríkan. „Þetta var stórt verkefni en samt frekar lítið „crew“. Mér fannst ótrúlega gaman og flott að sjá hvernig svona myndband er unnið. Mér fannst eiginlega meira spennandi að sjá það allt heldur en að leika. Það var gama að sjá græjurnar sem þau voru með, allar flottu myndavélarnar og hvernig skot þau voru að taka. Ég lærði helling.“ Lagið Soldier er hugljúft og örlítil dramatísk tilþrif þurfti í leikinn í myndbandinu. Tómas segist hafa þurft að undirbúa sig aðeins en það hafa verið lítið mál. „þetta var svo flott fólk og góður leikstjóri að það gekk allt vel,“ segir hann.Verðlaunaður fyrir stuttmynd Þetta voru ekki fyrstu skref Tómasar fyrir framan myndavél en hann hefur áður leikið, í auglýsingu fyrir Krónuna á síðasta ári. Hann er þó kominn með talsverða reynslu í kvikmyndagerð miðað við aldur en Tómas hefur frá því hann var smástrákur búið til myndbönd og þá sigraði hann í flokki yngri nemenda á Stuttmyndahátíðinni í Bíó Paradís árið 2015 með stuttmynd sína Stökkið. „Frá því ég var 11 ára hef ég verið ákveðinn í því að þetta sé það sem ég vil gera. Ég hef verið að safna að mér græjum frá því ég var lítill. Ég ætla til dæmis að fá mér almennilega myndavél fyrir fermingarpeningana. Svo á ég fullt af hljóði og fleira dóti,“ segir hann og er þegar kominn með bókanir fyrir sumarið sem kvikmyndatökumaður. „Ég er komin með slatta af verkefnum í sumar. Tónlistarmyndbönd og fleira. Ég er með sambönd, þekki stelpu sem þekkir fólk sem vill fá mig til að gera taka upp. Ég er meðal annars að fara að gera myndband fyrir uppistandara á Snapchat og er með fleiri lítil verkefni hér og þar,“ segir Tómas. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Tómas Nói Emilsson, nemandi í áttunda bekk í Hlíðaskóla, leikur í nýju tónlistarmyndbandi bresku hljómsveitarinnar Firewood Island við lagið Soldier af plötunni Chaos Is The State Of Heart. Hann hefur fyrir löngu ákveðið framtíðarstarfið og sá verkefnið sem tækifæri til að fá innsýn inn í kvikmyndabransann. „Ég ætla að verða kvikmyndagerðarmaður og mig langaði til að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á setti. Verkefnið kom til í gegnum facebook grúppu þar sem kvikmyndagerðarfólk og aukaleikarar geta tengst. Þar var auglýst eftir strák á mínum aldri til að leika í myndbandi og ég skráði mig. Þau höfðu samband,“ útskýrir Tómas Nói. Myndbandið var unnið af Reykjavik Rocks og tekið upp á Reykjanesi. Upptökur tóku heilan dag og ollu Tómasi ekki vonbrigðum. Hann segir daginn hafa verið skemmtilegan og lærdómsríkan. „Þetta var stórt verkefni en samt frekar lítið „crew“. Mér fannst ótrúlega gaman og flott að sjá hvernig svona myndband er unnið. Mér fannst eiginlega meira spennandi að sjá það allt heldur en að leika. Það var gama að sjá græjurnar sem þau voru með, allar flottu myndavélarnar og hvernig skot þau voru að taka. Ég lærði helling.“ Lagið Soldier er hugljúft og örlítil dramatísk tilþrif þurfti í leikinn í myndbandinu. Tómas segist hafa þurft að undirbúa sig aðeins en það hafa verið lítið mál. „þetta var svo flott fólk og góður leikstjóri að það gekk allt vel,“ segir hann.Verðlaunaður fyrir stuttmynd Þetta voru ekki fyrstu skref Tómasar fyrir framan myndavél en hann hefur áður leikið, í auglýsingu fyrir Krónuna á síðasta ári. Hann er þó kominn með talsverða reynslu í kvikmyndagerð miðað við aldur en Tómas hefur frá því hann var smástrákur búið til myndbönd og þá sigraði hann í flokki yngri nemenda á Stuttmyndahátíðinni í Bíó Paradís árið 2015 með stuttmynd sína Stökkið. „Frá því ég var 11 ára hef ég verið ákveðinn í því að þetta sé það sem ég vil gera. Ég hef verið að safna að mér græjum frá því ég var lítill. Ég ætla til dæmis að fá mér almennilega myndavél fyrir fermingarpeningana. Svo á ég fullt af hljóði og fleira dóti,“ segir hann og er þegar kominn með bókanir fyrir sumarið sem kvikmyndatökumaður. „Ég er komin með slatta af verkefnum í sumar. Tónlistarmyndbönd og fleira. Ég er með sambönd, þekki stelpu sem þekkir fólk sem vill fá mig til að gera taka upp. Ég er meðal annars að fara að gera myndband fyrir uppistandara á Snapchat og er með fleiri lítil verkefni hér og þar,“ segir Tómas. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira