Kaupmaðurinn útí rassgati Logi Bergmann skrifar 27. maí 2017 07:00 Ég ólst upp í Smáíbúðahverfinu. (Ég veit! Fáránlegt nafn á hverfi!) En næsta gata við mig var Búðagerði. Það var einstaklega viðeigandi nafn. Þar voru tvær matvöruverslanir: Austurborg og Söbechsverzlun. Þar var líka mjólkurbúð og kjötbúð og líklega bakarí eða fiskbúð. Ég man þetta ekki alveg, nema að það var engin ástæða til að fara eitthvert annað. Þetta voru tímar þar sem fólk labbaði út í búð, gjarnan með innkaupanet, og keypti í matinn. Það kostaði bara það sem það kostaði. Í fimm hundruð metra radíus frá heimili mínu voru sennilega sex eða sjö matvöruverslanir, sem reyndar komu og fóru. Á Grensásveginum voru tvær, ein í Grímsbæ, Réttarholtsvegi og Tunguvegi. Svo voru líklega einar þrjár á Háaleitisbrautinni. Öll hverfi áttu sína verslun. Flestar voru þetta litlar búðir, gjarnan kenndar við kaupmanninn. Nágrannar voru með reikning og það var fullkomlega eðlilegt að senda barn útí búð að kaupa pakka af Camel og gulan Braga. Enginn velti því fyrir sér hvort eitthvað í hillunni væri útrunnið, „best fyrir“ var framandi hugtak. Ef það leit út fyrir að vera í lagi, þá var alveg hægt að borða það. Í bakaríinu fékkstu franskbrauð, rúgbrauð, heilhveitibrauð og normalbrauð. Ekkert sólkjarna-sjökornarugl. Já og snúða og vínarbrauð. Í Austurborg, sem var reyndar alltaf kölluð Jónasarbúð, fékk ég fyrsta græna frostpinnann. Þar drakk maður Miranda, Fresca, Póló og fleiri drykki sem heyra sögunni til. Þar stal ég tveimur eplum og er enn með samviskubit. Svo breyttist þetta. Hagkaup kom í Skeifuna og þar var meira af öllu og ódýrara. Smám saman fækkaði búðunum og keðjunum fjölgaði. Sennilega var það Bónus sem gekk endanlega frá kaupmanninum á horninu. Nú eru bara nokkrir eftir. Notalegar búðir. Kannski heldur dýrari en stórmarkaðirnir en klárlega eitthvað sem við viljum hafa. Við söknum kaupmannsins. Nándarinnar og félagsheimilisins sem myndaðist. Við viljum eiga stað þar sem kaupmaðurinn þekkir mann með nafni og veit hvað maður vill. Costco, sem er þarna úti í rassgati, er eins langt frá kaupmanninum á horninu og hugsast getur. Það eru meiri líkur á að mæta hjólreiðamanni á leið upp Grensásveginn en að einhver fari gangandi í Costco. Í stað persónulega félagsheimilisins er komið skírteini með mynd. Það er slegist um kerrur. Notalega nándin breyttist í tólf þúsund fermetra af hlutum sem við vissum ekki að okkur vantaði. En verðum að fá þá þegar við sjáum þá. Með þessu kemur ný tegund af sparnaði: Að kaupa okkur eitthvað sem við þurfum ekki, af því að það er ódýrara en annars staðar. (Það er samt sem áður enn þá góð regla að kaupa ekki hluti bara til að kaupa. Það er nefnilega sóun.) Við, sem þjóð, erum svo spennt fyrir einhverju nýju. Það ætti varla að koma á óvart. Þjóð sem lengi hélt að franskar kartöflur væru flökkusaga, náði að mynda röð á fyrsta McDonalds-staðnum (en samt setja hann á hausinn), Elko og Dunkin’ Donuts. Þegar Lindex kom þurfti að loka henni í viku af því að allt kláraðist. Það er sennilega varla eðlilegt en samt eitthvað svo krúttlegt. En svo er alltaf hópurinn sem þarf, á yfirlætisfullan hátt, að gera grín að fólki sem getur ekki hamið sig. Mér finnst það eiginlega miklu glataðra en fólkið sem er að pissa í buxurnar af spenningi yfir því að það sé komin ný búð. Það er rétt að taka það fram að ég hef ekkert á móti þessu. Ég er sjálfur eins og barn í nammibúð þegar ég kemst í raftækjaverslun. Kandíflossvélin og súkkulaðigosbrunnurinn í bílskúrnum segja allt sem segja þarf. Og það er ekki eins og ég hefði ekki komist af án ryksugu- og skúringaróbóta. Ég er alls ekki í neinni stöðu til að tala niður til þeirra sem fylla Costco. En ég held að ég bíði samt aðeins með að fara að skoða þetta þangað til að ég verð búinn að laga til í geymslunni. Og bílskúrnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Bergmann Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég ólst upp í Smáíbúðahverfinu. (Ég veit! Fáránlegt nafn á hverfi!) En næsta gata við mig var Búðagerði. Það var einstaklega viðeigandi nafn. Þar voru tvær matvöruverslanir: Austurborg og Söbechsverzlun. Þar var líka mjólkurbúð og kjötbúð og líklega bakarí eða fiskbúð. Ég man þetta ekki alveg, nema að það var engin ástæða til að fara eitthvert annað. Þetta voru tímar þar sem fólk labbaði út í búð, gjarnan með innkaupanet, og keypti í matinn. Það kostaði bara það sem það kostaði. Í fimm hundruð metra radíus frá heimili mínu voru sennilega sex eða sjö matvöruverslanir, sem reyndar komu og fóru. Á Grensásveginum voru tvær, ein í Grímsbæ, Réttarholtsvegi og Tunguvegi. Svo voru líklega einar þrjár á Háaleitisbrautinni. Öll hverfi áttu sína verslun. Flestar voru þetta litlar búðir, gjarnan kenndar við kaupmanninn. Nágrannar voru með reikning og það var fullkomlega eðlilegt að senda barn útí búð að kaupa pakka af Camel og gulan Braga. Enginn velti því fyrir sér hvort eitthvað í hillunni væri útrunnið, „best fyrir“ var framandi hugtak. Ef það leit út fyrir að vera í lagi, þá var alveg hægt að borða það. Í bakaríinu fékkstu franskbrauð, rúgbrauð, heilhveitibrauð og normalbrauð. Ekkert sólkjarna-sjökornarugl. Já og snúða og vínarbrauð. Í Austurborg, sem var reyndar alltaf kölluð Jónasarbúð, fékk ég fyrsta græna frostpinnann. Þar drakk maður Miranda, Fresca, Póló og fleiri drykki sem heyra sögunni til. Þar stal ég tveimur eplum og er enn með samviskubit. Svo breyttist þetta. Hagkaup kom í Skeifuna og þar var meira af öllu og ódýrara. Smám saman fækkaði búðunum og keðjunum fjölgaði. Sennilega var það Bónus sem gekk endanlega frá kaupmanninum á horninu. Nú eru bara nokkrir eftir. Notalegar búðir. Kannski heldur dýrari en stórmarkaðirnir en klárlega eitthvað sem við viljum hafa. Við söknum kaupmannsins. Nándarinnar og félagsheimilisins sem myndaðist. Við viljum eiga stað þar sem kaupmaðurinn þekkir mann með nafni og veit hvað maður vill. Costco, sem er þarna úti í rassgati, er eins langt frá kaupmanninum á horninu og hugsast getur. Það eru meiri líkur á að mæta hjólreiðamanni á leið upp Grensásveginn en að einhver fari gangandi í Costco. Í stað persónulega félagsheimilisins er komið skírteini með mynd. Það er slegist um kerrur. Notalega nándin breyttist í tólf þúsund fermetra af hlutum sem við vissum ekki að okkur vantaði. En verðum að fá þá þegar við sjáum þá. Með þessu kemur ný tegund af sparnaði: Að kaupa okkur eitthvað sem við þurfum ekki, af því að það er ódýrara en annars staðar. (Það er samt sem áður enn þá góð regla að kaupa ekki hluti bara til að kaupa. Það er nefnilega sóun.) Við, sem þjóð, erum svo spennt fyrir einhverju nýju. Það ætti varla að koma á óvart. Þjóð sem lengi hélt að franskar kartöflur væru flökkusaga, náði að mynda röð á fyrsta McDonalds-staðnum (en samt setja hann á hausinn), Elko og Dunkin’ Donuts. Þegar Lindex kom þurfti að loka henni í viku af því að allt kláraðist. Það er sennilega varla eðlilegt en samt eitthvað svo krúttlegt. En svo er alltaf hópurinn sem þarf, á yfirlætisfullan hátt, að gera grín að fólki sem getur ekki hamið sig. Mér finnst það eiginlega miklu glataðra en fólkið sem er að pissa í buxurnar af spenningi yfir því að það sé komin ný búð. Það er rétt að taka það fram að ég hef ekkert á móti þessu. Ég er sjálfur eins og barn í nammibúð þegar ég kemst í raftækjaverslun. Kandíflossvélin og súkkulaðigosbrunnurinn í bílskúrnum segja allt sem segja þarf. Og það er ekki eins og ég hefði ekki komist af án ryksugu- og skúringaróbóta. Ég er alls ekki í neinni stöðu til að tala niður til þeirra sem fylla Costco. En ég held að ég bíði samt aðeins með að fara að skoða þetta þangað til að ég verð búinn að laga til í geymslunni. Og bílskúrnum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun