Vatnið sótt yfir lækinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Íslensk erfðagreining hefur boðið lögreglunni að annast DNA-rannsóknir á lífsýnum sem lögreglan aflar í þágu rannsóknar sakamála án þóknunar. Í dag eru þessi sýni send til Svíþjóðar með tilheyrandi kostnaði. Að minnsta kosti tvennt myndi ávinnast með því að fela Íslenskri erfðagreiningu að rannsaka lífsýni í stað þess að senda þau út. Í fyrsta lagi myndi slíkt vera til þess fallið að hraða rannsóknum sakamála. Í öðru lagi væri hægt að spara peninga sem er eftirsóknarvert markmið þar sem lögreglu er þröngt sniðinn stakkur. Lögreglan fékk býsna skjótt niðurstöður úr mikilvægum lífsýnarannsóknum á fyrstu stigum rannsóknar á manndrápsmálinu í Hafnarfirði en hefur þurft að bíða rúmar þrjár vikur eftir öðrum niðurstöðum. Þær munu styrkja sönnunarfærslu í máli þar sem engin játning liggur fyrir. Ekki eru í lögum um meðferð sakamála leiðbeiningar til lögreglu um hverjum hún eigi að fela rannsóknir á lífsýnum. Þar kemur einungis fram að henni sé heimilt að taka lífsýni í þágu rannsóknar sakamáls. Lögreglan hefur sent sýnin út því hún hefur ekki aðstöðu til að rannsaka þau. Í fljótu bragði er erfitt að sjá hvers vegna lögreglan ætti ekki að fela Íslenskri erfðagreiningu að annast þessar rannsóknir. Sérstaklega í ljósi þess að fyrirtækið er bundið af lögum og gæti aðeins meðhöndlað þessi lífsýni í samræmi við þann lagaramma sem gildir um rannsókn og meðhöndlun lífsýna. Í þessu sambandi skiptir engu máli þótt starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar bjóði fram þann valkost að lífsýni sem aflað er í þágu rannsóknar sakamáls kunni í framtíðinni að vera borið saman við lífsýnasöfn fyrirtækisins með það fyrir augum að upplýsa um málsatvik í sakamáli. Ekki er heimilt að nota lífsýni sem veitt er í þágu vísindarannsókna í öðrum tilgangi nema með sérstöku leyfi og um lífsýnasöfn gilda lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga. Í lögunum segir að heimilt sé að fengnu leyfi Persónuverndar og vísindasiðanefndar, þegar það á við, að nota lífsýnin í öðrum tilgangi en fram kemur í lögunum ef brýnir hagsmunir mæli með því og ávinningurinn vegi þyngra en hugsanlegt óhagræði fyrir lífsýnisgjafann eða aðra. Af þessu leiðir að ekki er hægt að nota sýni sem veitt er vegna vísindarannsóknar í samanburðarrannsókn á lífsýnum sem aflað er við rannsókn sakamáls nema með sérstöku leyfi. Þetta mál snýst ekki um Íslenska erfðagreiningu, Kára Stefánsson eða Sigríði Andersen eða hvað þeim finnst rétt að gera. Þetta mál snýst um það hvort við eigum að nota vísindaþekkingu sem er til staðar hér á landi til að hraða rannsóknum sakamála. Það eru hagsmunir almennings að rannsóknir sakamála gangi hratt og vel fyrir sig.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Íslensk erfðagreining hefur boðið lögreglunni að annast DNA-rannsóknir á lífsýnum sem lögreglan aflar í þágu rannsóknar sakamála án þóknunar. Í dag eru þessi sýni send til Svíþjóðar með tilheyrandi kostnaði. Að minnsta kosti tvennt myndi ávinnast með því að fela Íslenskri erfðagreiningu að rannsaka lífsýni í stað þess að senda þau út. Í fyrsta lagi myndi slíkt vera til þess fallið að hraða rannsóknum sakamála. Í öðru lagi væri hægt að spara peninga sem er eftirsóknarvert markmið þar sem lögreglu er þröngt sniðinn stakkur. Lögreglan fékk býsna skjótt niðurstöður úr mikilvægum lífsýnarannsóknum á fyrstu stigum rannsóknar á manndrápsmálinu í Hafnarfirði en hefur þurft að bíða rúmar þrjár vikur eftir öðrum niðurstöðum. Þær munu styrkja sönnunarfærslu í máli þar sem engin játning liggur fyrir. Ekki eru í lögum um meðferð sakamála leiðbeiningar til lögreglu um hverjum hún eigi að fela rannsóknir á lífsýnum. Þar kemur einungis fram að henni sé heimilt að taka lífsýni í þágu rannsóknar sakamáls. Lögreglan hefur sent sýnin út því hún hefur ekki aðstöðu til að rannsaka þau. Í fljótu bragði er erfitt að sjá hvers vegna lögreglan ætti ekki að fela Íslenskri erfðagreiningu að annast þessar rannsóknir. Sérstaklega í ljósi þess að fyrirtækið er bundið af lögum og gæti aðeins meðhöndlað þessi lífsýni í samræmi við þann lagaramma sem gildir um rannsókn og meðhöndlun lífsýna. Í þessu sambandi skiptir engu máli þótt starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar bjóði fram þann valkost að lífsýni sem aflað er í þágu rannsóknar sakamáls kunni í framtíðinni að vera borið saman við lífsýnasöfn fyrirtækisins með það fyrir augum að upplýsa um málsatvik í sakamáli. Ekki er heimilt að nota lífsýni sem veitt er í þágu vísindarannsókna í öðrum tilgangi nema með sérstöku leyfi og um lífsýnasöfn gilda lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga. Í lögunum segir að heimilt sé að fengnu leyfi Persónuverndar og vísindasiðanefndar, þegar það á við, að nota lífsýnin í öðrum tilgangi en fram kemur í lögunum ef brýnir hagsmunir mæli með því og ávinningurinn vegi þyngra en hugsanlegt óhagræði fyrir lífsýnisgjafann eða aðra. Af þessu leiðir að ekki er hægt að nota sýni sem veitt er vegna vísindarannsóknar í samanburðarrannsókn á lífsýnum sem aflað er við rannsókn sakamáls nema með sérstöku leyfi. Þetta mál snýst ekki um Íslenska erfðagreiningu, Kára Stefánsson eða Sigríði Andersen eða hvað þeim finnst rétt að gera. Þetta mál snýst um það hvort við eigum að nota vísindaþekkingu sem er til staðar hér á landi til að hraða rannsóknum sakamála. Það eru hagsmunir almennings að rannsóknir sakamála gangi hratt og vel fyrir sig.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.