Ólafía: Tilfinningin er æðisleg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. júní 2017 19:30 Ólafía spjallar við aðdáendur í dag. vísir/friðrik þór Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður á morgun fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að taka þátt á risamóti í golfi. Þá hefst KPMG PGA-meistaramótið í Chicago og okkar kona verður þar á meðal keppenda. „Tilfinningin er æðisleg. Mjög skemmtilegt og spennandi fram undan,“ segir Ólafía við Þorstein Hallgrímsson sem er ytra ásamt Friðriki Þór Halldórssyni myndatökumanni. „Vellinum er stillt upp mjög erfiðum því þetta er stórmót. Brautirnar eru þröngar, röffið er hátt og þétt. Grínin eru tricky og þetta er því allur pakkinn,“ segir okkar kona brosmild að venju og bætir við það sé betra að vera í sandgryfju en karganum. Í fyrstu var talið að Ólafía hefði fengið boð á mótið en síðar kom í ljós að hún hafði unnið sér inn þátttökurétt með spilamennsku sinni á LPGA-mótaröðinni. „Ég met það mikils að hafa unnið mér þetta inn sjálf,“ segir Ólafía en hún hefur verið að glíma við eymsli í öxl. „Ég er ekki alveg orðin 100 prósent góð. Ég er dugleg að fara til sjúkraþjálfara, teygja og gera alls konar æfingar.“ Ólafía er búin að upplifa mikið síðustu mánuði en hvað er mest spennandi við að vea á þessari sterkustu mótaröð heims? „Ég fæ að spila ótrúlega góða velli og þetta er allt svo fagmannlegt og skemmtilegt. Það er erfitt að taka langar tarnir og vera frá öllum í lengri tíma. Líka þegar gengur ekki vel auðvitað.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Ólafía í góðum félagsskap á PGA-meistaramótinu Phil Mickelson heilsaði uppi á þá kylfinga sem eru styrktir af KPMG, þeirra á meðal Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. 27. júní 2017 08:30 Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Ólafía: Phil er alger snillingur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir að Phil Mickelson hafi lag á því að ná til fólks. 28. júní 2017 13:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður á morgun fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að taka þátt á risamóti í golfi. Þá hefst KPMG PGA-meistaramótið í Chicago og okkar kona verður þar á meðal keppenda. „Tilfinningin er æðisleg. Mjög skemmtilegt og spennandi fram undan,“ segir Ólafía við Þorstein Hallgrímsson sem er ytra ásamt Friðriki Þór Halldórssyni myndatökumanni. „Vellinum er stillt upp mjög erfiðum því þetta er stórmót. Brautirnar eru þröngar, röffið er hátt og þétt. Grínin eru tricky og þetta er því allur pakkinn,“ segir okkar kona brosmild að venju og bætir við það sé betra að vera í sandgryfju en karganum. Í fyrstu var talið að Ólafía hefði fengið boð á mótið en síðar kom í ljós að hún hafði unnið sér inn þátttökurétt með spilamennsku sinni á LPGA-mótaröðinni. „Ég met það mikils að hafa unnið mér þetta inn sjálf,“ segir Ólafía en hún hefur verið að glíma við eymsli í öxl. „Ég er ekki alveg orðin 100 prósent góð. Ég er dugleg að fara til sjúkraþjálfara, teygja og gera alls konar æfingar.“ Ólafía er búin að upplifa mikið síðustu mánuði en hvað er mest spennandi við að vea á þessari sterkustu mótaröð heims? „Ég fæ að spila ótrúlega góða velli og þetta er allt svo fagmannlegt og skemmtilegt. Það er erfitt að taka langar tarnir og vera frá öllum í lengri tíma. Líka þegar gengur ekki vel auðvitað.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Ólafía í góðum félagsskap á PGA-meistaramótinu Phil Mickelson heilsaði uppi á þá kylfinga sem eru styrktir af KPMG, þeirra á meðal Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. 27. júní 2017 08:30 Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00 Ólafía: Phil er alger snillingur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir að Phil Mickelson hafi lag á því að ná til fólks. 28. júní 2017 13:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía í góðum félagsskap á PGA-meistaramótinu Phil Mickelson heilsaði uppi á þá kylfinga sem eru styrktir af KPMG, þeirra á meðal Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. 27. júní 2017 08:30
Meira fé og fleiri stig í boði fyrir Ólafíu á risamótinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir fyrst allra íslenskra kylfinga á risamóti um næstu helgi. Hún fékk fínt veganesti í Arkansas um helgina. 26. júní 2017 07:00
Ólafía: Phil er alger snillingur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir að Phil Mickelson hafi lag á því að ná til fólks. 28. júní 2017 13:00