Lífið

Heillaði meðlimi Dire Straits uppúr skónum á Oxford-stræti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórkostlegur flutningur.
Stórkostlegur flutningur.
Breska rokksveitin Dire Straits sló fyrst í gegn árið 1977 og var sveitin starfandi í um áratug áður en hún tók sér hlé. Hún kom síðan aftur saman árið 1991 og gekk bandið þá í fjögur ár.

Sveitin á milljónir aðdáenda um heim allan og er sennilega þeirra vinsælasta lag, lagið Sultans of Swing.

Á Facebook-síðu Dire Straits má sjá ótrúlegt myndband en þar sést ungur aðdáandi leika lagið  Sultans of Swing á miðju Oxford-stræti í London.

Flutningurinn er það magnaður að sveitin sá sig knúna að birta myndbandið en núna hafa milljónir séð það. Hér að neðan má hlusta á þennan magnaða gítarleikara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×