Lífið

Raggi Sig lætur Íslendinga heyra það á Twitter

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnar hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Fulham í vetur.
Ragnar hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Fulham í vetur. vísir/getty
Knattspyrnumaðurinn Ragnar Sigurðsson, leikmaður Fulham, var eitthvað illa fyrir kallaður á Twitter í gær og lét hann ákveðna aðila heyra það.

Ragnar virðist ekki vera sáttur með hegðun Íslendinga á samfélagsmiðlum og skrifaði hann eftir farandi á Twitter: 

„Ef ég sé eitt mont eða stolt snap/ig (Snapchat/Instagram) í viðbót þá er það block eða fyrirlitning frá þessum degi. Vandið ykkur.“



Ekki er ljóst um hvað landsliðsmaðurinn á við en hann er greinilega ekki ánægður með það sem hann sér frá Íslendingum á samfélagsmiðlunum.

Ragnar hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Fulham á þessu tímabili en liðið leikur í næstefstu deild á Englandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×