Lífið

Þarf að ráðast að rótinni: Kynferðisofbeldi

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Þórlaug Ágústsdóttir: „Það er mikilvægt að geta upplýst glæpi en best væri að koma í veg fyrir glæpina og til þess þarf ekki stöðugt eftirlit heldur markvissar aðgerðir og fræðslu.“
Þórlaug Ágústsdóttir: „Það er mikilvægt að geta upplýst glæpi en best væri að koma í veg fyrir glæpina og til þess þarf ekki stöðugt eftirlit heldur markvissar aðgerðir og fræðslu.“ visir/antonbrink
„Rannsóknir sýna að kynferðisleg áreitni og hættan á kynferðislegu ofbeldi er raunveruleiki í lífi meirihluta ungra kvenna. Líkamlegt öryggi er undirstaða annarra mannréttinda og sá sem upplifir stöðuga ógn nýtur ekki fullra lífsgæða eða réttinda. Mismunandi hópa þarf að verja með mismunandi hætti og frekar en að umræðan snúist um nauðsyn þess að fylgjast með ofbeldinu hlýtur verkefnið að vera það að leysa ógnina, kynferðisofbeldið sjálft.

Öryggismyndavélar á fjölförnum stöðum þjóna ekki öryggi þeirra sem eru í mestri hættu á fáförnum svæðum. Það er mikilvægt að geta upplýst glæpi en best væri að koma í veg fyrir glæpina og til þess þarf ekki stöðugt eftirlit heldur markvissar aðgerðir og fræðslu. Vissulega þarf ýmsar aðgerðir í almannarými en þörfin er mest í inni á heimilinu, fjarri myndavélunum.

Flestir kynferðisglæpir gerast í heimahúsi á milli fólks sem þekkist og í fjórum af hverjum fimm tilfellum er a.m.k. einn aðilinn ölvaður. Það má fækka kynferðisbrotum með því að fræða um skýr samskipti og virðingu, til að tryggja upplýst samþykki í kynlífinu. Ef við eigum að vera örugg og njóta öryggistilfinningar þá þurfa ríki, borg og borgarar að sameinast um að forgangsraða öryggisaðgerðum út frá raunverulegri hættu og líkum á árangri. Allra árangursríkast er einfaldlega það að við tökum ábyrgð saman á forvörnum og öryggi hvers annars.“

Þórlaug skrifaði stutta hugleiðingu um öryggi kvenna í helgarblað Fréttablaðsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×