Annie Mist og Katrín Tanja hafa báðar þénað yfir 65 milljónir í crossfit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2017 16:10 Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir eru allar ofarlega á listanum. Vísir/Daníel Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru þær konur sem hafa þénað mest á mótum á vegum CrossFit sambandsins en The Barbell Spin tók saman tölurnar yfir hæsta verðlaunaféð hjá crossfit stelpunum. Það er ljóst á þessum tölum að stelpurnar okkar fá vel borgað fyrir að komast í hóp þeirra bestu á heimsleikunum. Það má heldur ekki gleyma að góður árangur skilar líka af sér auglýsingasamningum og betri styrktaraðilum. Annie Mist Þórisdóttir var sú fyrsta til að vinna heimsleikana tvö ár í röð og hún er sú sem hefur þénað mest á crossfit mótum eða alls 599 þúsund dollara. Það eru meira en 67 milljónir íslenskra króna samkvæmt núverandi gengi. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana undanfarin tvö ár og hún nálgast óðum Annie Mist á þessum lista. Katrín Tanja hefur fengið 582 þúsund dollara í verðlaunafé sem er um 65 milljónir íslenskra króna. Annie Mist og Katrín Tanja eru í nokkrum sérflokki á tekjulistanum en þriðja er Sam Briggs með 369 þúsund dollara. Það eru tæpar 42 milljónir og 23 milljónum minna en næsta fyrir ofan hana sem er eins og kunnugt er Katrín Tanja. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er síðan í sjötta sæti listans með tekjur upp á 135 þúsund dollara eða rúmar fimmtán milljónir íslenskra króna. Sara hefur byrjað tímabilið vel og vann meðal annars The Open í fyrsta sinn á dögunum. Í greininni á The Barbell Spin kemur fram að verðlaunaféð er að hækka og því gæti góður árangur á árinu 2017 skilað góðu sæti á fyrrnefndum lista þegar CrossFit tímabilið klárast í haust. Það er hægt að lesa þessa úttekt The Barbell Spin með því að smella hér. CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru þær konur sem hafa þénað mest á mótum á vegum CrossFit sambandsins en The Barbell Spin tók saman tölurnar yfir hæsta verðlaunaféð hjá crossfit stelpunum. Það er ljóst á þessum tölum að stelpurnar okkar fá vel borgað fyrir að komast í hóp þeirra bestu á heimsleikunum. Það má heldur ekki gleyma að góður árangur skilar líka af sér auglýsingasamningum og betri styrktaraðilum. Annie Mist Þórisdóttir var sú fyrsta til að vinna heimsleikana tvö ár í röð og hún er sú sem hefur þénað mest á crossfit mótum eða alls 599 þúsund dollara. Það eru meira en 67 milljónir íslenskra króna samkvæmt núverandi gengi. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana undanfarin tvö ár og hún nálgast óðum Annie Mist á þessum lista. Katrín Tanja hefur fengið 582 þúsund dollara í verðlaunafé sem er um 65 milljónir íslenskra króna. Annie Mist og Katrín Tanja eru í nokkrum sérflokki á tekjulistanum en þriðja er Sam Briggs með 369 þúsund dollara. Það eru tæpar 42 milljónir og 23 milljónum minna en næsta fyrir ofan hana sem er eins og kunnugt er Katrín Tanja. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er síðan í sjötta sæti listans með tekjur upp á 135 þúsund dollara eða rúmar fimmtán milljónir íslenskra króna. Sara hefur byrjað tímabilið vel og vann meðal annars The Open í fyrsta sinn á dögunum. Í greininni á The Barbell Spin kemur fram að verðlaunaféð er að hækka og því gæti góður árangur á árinu 2017 skilað góðu sæti á fyrrnefndum lista þegar CrossFit tímabilið klárast í haust. Það er hægt að lesa þessa úttekt The Barbell Spin með því að smella hér.
CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira