Viðskipti innlent

Bjórinn í tönkum Seguls 67 á Siglufirði slapp frá eldinum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Eldur kviknaði í gamla frystihúsinu á Siglufirði á þriðjudag þar sem brugghúsið Segull 67 er rekið.
Eldur kviknaði í gamla frystihúsinu á Siglufirði á þriðjudag þar sem brugghúsið Segull 67 er rekið. Marteinn Brynjólfur Haraldsson
„Þetta fór betur en á horfðist og brugghúsið slapp. Rafmagnið var inni allan tímann og bjórinn á tönkunum var við eina gráðu á meðan húsis brann og ætti því að sleppa,“ segir Marteinn Brynjólfur Haraldsson, einn eigenda brugghússins Segull 67 á Siglufirði.
Marteinn Brynjólfur Haraldsson, einn eigenda Seguls 67.
„Eldurinn var að mestu hinum megin í húsinu og þar er nú mikið sót en það kom einnig mikill reykur inn í brugghúsið. Það var loftræst síðar um kvöldið en nú þarf að þrífa og yfirfara rafmagnstöflur og annað því það var auðvitað sprautað miklu magni af vatni inn í bygginguna,“ segir Marteinn.

Verksmiðja Seguls 67 var gangsett í árslok 2015 í gamla frystihúsinu á Siglufirði. 

„Brugghúsið er óskemmt en aftur á móti skemmdust flöskubirgðir okkar af lager. Mér er því mjög létt og nú taka við uppbygging og þrif,“ segir Marteinn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×