Volkswagen tvöfaldar framleiðslu e-Golf Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2017 10:34 Volkswagen e-Golf. Rúnar Hreinsson Svo vel selst rafmagnsútgáfa Volkswagen Golf að fyrirtækið þarf að tvöfalda framleiðslu hans í verksmiðju sinni í Dreden. Framleiðslan mun fyrir vikið fara úr 35 í 70 bíla á dag og úr 1.050 bílum í 2.100 á mánuði. Bæta þarf við heilli aukavakt í verksmiðjunni og mun sú breyting gerast frá og með byrjun mars næstkomandi. Þegar drægni e-Golf fór í 200 km úr 125 km og rafhlöður bílsins stækkuðu úr 24,4 kWh í 35,8 kWh jókst mjög eftirspurnin eftir bílnum. Næsta skrefið er svo 48 kWh rafhlaða og kemst þá e-Golf 265 km á fullri hleðslu. Þá má enn búast við aukinni sölu e-Golf og því ætti Volkswagen að vera óhrætt að auka framleiðsluna eins og nú stendur til. Volkswagen e-Golf hefur selst mjög vel hér á landi og í ótrúlegu magni hjá nágrönnum okkar í Noregi. Þar seldust til að mynda 996 eintök í ágúst, 949 í september, 1.146 í október á þessu ári. Volkswagen e-Golf er lang söluhæsti rafmagnsbíllinn þar í landi. Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent
Svo vel selst rafmagnsútgáfa Volkswagen Golf að fyrirtækið þarf að tvöfalda framleiðslu hans í verksmiðju sinni í Dreden. Framleiðslan mun fyrir vikið fara úr 35 í 70 bíla á dag og úr 1.050 bílum í 2.100 á mánuði. Bæta þarf við heilli aukavakt í verksmiðjunni og mun sú breyting gerast frá og með byrjun mars næstkomandi. Þegar drægni e-Golf fór í 200 km úr 125 km og rafhlöður bílsins stækkuðu úr 24,4 kWh í 35,8 kWh jókst mjög eftirspurnin eftir bílnum. Næsta skrefið er svo 48 kWh rafhlaða og kemst þá e-Golf 265 km á fullri hleðslu. Þá má enn búast við aukinni sölu e-Golf og því ætti Volkswagen að vera óhrætt að auka framleiðsluna eins og nú stendur til. Volkswagen e-Golf hefur selst mjög vel hér á landi og í ótrúlegu magni hjá nágrönnum okkar í Noregi. Þar seldust til að mynda 996 eintök í ágúst, 949 í september, 1.146 í október á þessu ári. Volkswagen e-Golf er lang söluhæsti rafmagnsbíllinn þar í landi.
Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent