Blátönnin Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 10:00 Það kannast flestir við Bluetooth. Þráðlausa tækni sem gerir fólki kleift að flytja gögn og upplýsingar yfir útvarpsbylgjur milli tækja. Tæknin er í handfrjálsum búnaði og er ómissandi við flutning á tónlist í hátalara á tímum þar sem fólk nálgast hana í efnisveitum og spilar hana þráðlaust gegnum snjalltæki með Bluetooth-staðlinum. Færri vita kannski um uppruna nafnsins. Bandaríski verkfræðingurinn Jim Kardach fann upp leið til að tengja saman síma og tölvur þráðlaust árið 1997. Á sama tíma þróaði Ericsson í Svíþjóð blátannartæknina án þess að hún hefði fengið nafn. Um það leyti sem tæknin var að komast á legg var Kardach að lesa enska þýðingu sagnfræðilegu skáldsögunnar Röde Orm eftir sænska rithöfundinn Frans G. Bengtsson. Kardach hreifst mjög af frásögnum um hvernig Haraldur blátönn Danakonungur og síðar konungur yfir hluta Noregs, gat sameinað mikinn fjölda ólíkra ættbálka í Danmörku og Noregi undir einu konungsríki. Það þurfti þrautseigju og útsjónarsemi. Það er flókið verkefni að láta tölvur og síma, tvö ólík fjarskiptatæki, vinna saman hnökralaust. Rétt eins og það er þrautinni þyngra að sameina 17 þúsund tæknifyrirtæki víða um heim í því verkefni að nota einn og sama staðalinn, Bluetooth. Það er ekki tilviljun að rúnaletrið er grafið í vörumerki staðalsins. Frásögnin um tilvist og uppruna þessarar tækni og lipurð Haraldar blátannar við að sameina ólíka ættbálka kom upp í hugann á síðustu dögum ársins þegar fregnir bárust af því að þrír flokkar hefðu freistað þess að mynda ríkisstjórn þrátt fyrir að fyrri tilraunir hefðu farið út um þúfur. Formaður Sjálfstæðisflokksins greindi frá því eftir fund með forseta daginn fyrir gamlársdag að flokkarnir þrír hefðu náð „ágætri sátt“ í sjávarútvegs- og Evrópumálum. Það eru pólitísk stórtíðindi enda höfðu fyrri viðræður alltaf strandað á getuleysi forystumanna flokkanna til að smíða málamiðlanir í þessum erfiðu málaflokkum. Frá því var greint í gær að hluti af lausn í Evrópumálum fælist í þjóðaratkvæðagreiðslu síðar á kjörtímabilinu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þingmenn flokkanna áskildu sér engu að síður rétt til að greiða atkvæði eftir sannfæringu í þinginu þegar málið kæmi til afgreiðslu, eins og stjórnarskráin gerir raunar áskilnað um. Í nútímastjórnmálum er ekki svigrúm fyrir hugmyndafræðilegt ofstæki. Kalda stríðið er búið og almenningur gerir kröfu um lausnir sem taka mið af hagsmunum allra. Farsælir stjórnmálaleiðtogar í álfunni skilja þetta. Ástæða þess að Angela Merkel Þýskalandskanslari er farsæl í embætti er að hún nálgast ekki stjórnmálin út frá hugmyndafræðilegum átakalínum heldur núllsummuleikjum. Lausnin, málamiðlunin, er árangur í sjálfu sér. Stundum er sagt að bestu samningarnir séu samningar þar sem allir ganga jafn fúlir frá borði. Besta niðurstaðan fæst hins vegar þegar við sameinumst en tökum tillit til hagsmuna hvers annars í samrunanum. Stjórnmálamenn þurfa í auknum mæli að tileinka sér þetta. Og vera eins og blátönnin sem leiðir saman ólík meðul og hagsmuni undir sameiginlegum staðli.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Það kannast flestir við Bluetooth. Þráðlausa tækni sem gerir fólki kleift að flytja gögn og upplýsingar yfir útvarpsbylgjur milli tækja. Tæknin er í handfrjálsum búnaði og er ómissandi við flutning á tónlist í hátalara á tímum þar sem fólk nálgast hana í efnisveitum og spilar hana þráðlaust gegnum snjalltæki með Bluetooth-staðlinum. Færri vita kannski um uppruna nafnsins. Bandaríski verkfræðingurinn Jim Kardach fann upp leið til að tengja saman síma og tölvur þráðlaust árið 1997. Á sama tíma þróaði Ericsson í Svíþjóð blátannartæknina án þess að hún hefði fengið nafn. Um það leyti sem tæknin var að komast á legg var Kardach að lesa enska þýðingu sagnfræðilegu skáldsögunnar Röde Orm eftir sænska rithöfundinn Frans G. Bengtsson. Kardach hreifst mjög af frásögnum um hvernig Haraldur blátönn Danakonungur og síðar konungur yfir hluta Noregs, gat sameinað mikinn fjölda ólíkra ættbálka í Danmörku og Noregi undir einu konungsríki. Það þurfti þrautseigju og útsjónarsemi. Það er flókið verkefni að láta tölvur og síma, tvö ólík fjarskiptatæki, vinna saman hnökralaust. Rétt eins og það er þrautinni þyngra að sameina 17 þúsund tæknifyrirtæki víða um heim í því verkefni að nota einn og sama staðalinn, Bluetooth. Það er ekki tilviljun að rúnaletrið er grafið í vörumerki staðalsins. Frásögnin um tilvist og uppruna þessarar tækni og lipurð Haraldar blátannar við að sameina ólíka ættbálka kom upp í hugann á síðustu dögum ársins þegar fregnir bárust af því að þrír flokkar hefðu freistað þess að mynda ríkisstjórn þrátt fyrir að fyrri tilraunir hefðu farið út um þúfur. Formaður Sjálfstæðisflokksins greindi frá því eftir fund með forseta daginn fyrir gamlársdag að flokkarnir þrír hefðu náð „ágætri sátt“ í sjávarútvegs- og Evrópumálum. Það eru pólitísk stórtíðindi enda höfðu fyrri viðræður alltaf strandað á getuleysi forystumanna flokkanna til að smíða málamiðlanir í þessum erfiðu málaflokkum. Frá því var greint í gær að hluti af lausn í Evrópumálum fælist í þjóðaratkvæðagreiðslu síðar á kjörtímabilinu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þingmenn flokkanna áskildu sér engu að síður rétt til að greiða atkvæði eftir sannfæringu í þinginu þegar málið kæmi til afgreiðslu, eins og stjórnarskráin gerir raunar áskilnað um. Í nútímastjórnmálum er ekki svigrúm fyrir hugmyndafræðilegt ofstæki. Kalda stríðið er búið og almenningur gerir kröfu um lausnir sem taka mið af hagsmunum allra. Farsælir stjórnmálaleiðtogar í álfunni skilja þetta. Ástæða þess að Angela Merkel Þýskalandskanslari er farsæl í embætti er að hún nálgast ekki stjórnmálin út frá hugmyndafræðilegum átakalínum heldur núllsummuleikjum. Lausnin, málamiðlunin, er árangur í sjálfu sér. Stundum er sagt að bestu samningarnir séu samningar þar sem allir ganga jafn fúlir frá borði. Besta niðurstaðan fæst hins vegar þegar við sameinumst en tökum tillit til hagsmuna hvers annars í samrunanum. Stjórnmálamenn þurfa í auknum mæli að tileinka sér þetta. Og vera eins og blátönnin sem leiðir saman ólík meðul og hagsmuni undir sameiginlegum staðli.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.