Hátekju- og eignaskattur dugar skammt upp í tugmilljarða útgjaldaloforð Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 18. október 2017 07:15 Flestir stjórnmálaflokkar hafa heitið því að efna ekki útgjaldaloforð sín fyrir komandi kosningar til Alþingis með því að hækka skatta á almenning. Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta myndi einungis fjármagna á bilinu fjögur til átján prósent af þeim sjötíu milljarða króna útgjaldaloforðum sem sumir stjórnmálaflokkar hafa gefið fyrir komandi þingkosningar. Útreikningar sem byggðir eru á sérvinnslu gagna frá Hagstofu Íslands út frá skattframtölum fyrir árið 2016 leiða í ljós að 48 til 76 prósenta hátekjuskattur á þá sem hafa meira en 25 milljónir króna í árslaun myndi auka skatttekjur ríkissjóðs um 159 milljónir til 2,7 milljarða króna á ársgrundvelli. Þá myndi auðlegðarskattur sem lagður yrði á hreina eign að virði yfir 150 milljónir króna skila 5,1 milljarði upp í 10,2 milljarða króna aukalega til ríkissjóðs á ári, eftir því við hvaða skatthlutfall miðað er við. Til samanburðar hafa sumir stjórnmálaflokkar heitið því að auka ríkisútgjöld árlega um 50 til 75 milljarða króna komist þeir til valda að loknum kosningum. Ekki standi hins vegar til að sækja þá fjármuni með því að hækka skatta á almenning. „Tugi milljarða kosningaloforð verða ekki eingöngu fjármögnuð með hátekju- og auðlegðarskatti. Þessir útreikningar sýna að miðað við tekju- og eignadreifingu landsmanna er einungis hægt að fjármagna brotabrot af þeim loforðum með slíkri skattheimtu. Það er því ljóst að ef farið verður í þá vegferð sem boðuð hefur verið mun þurfa að sækja tekjur annars staðar frá, með skattahækkun á heimilin í landinu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir að setning laga um opinber fjármál og sú fjármálastefna sem sett hefur verið á grundvelli hennar setji fjárreiðum ríkissjóðs tiltölulega þröngan ramma. Það geri það að verkum að erfitt sé að „láta skipið taka mjög snöggar beygjur“. Ekki sé mögulegt að auka ríkisútgjöldin verulega án þess að afla tekna á móti. Lögin veiti ekki svigrúm til þess. „Ramminn er tiltölulega þröngur. Þetta er ekki eins og hér áður fyrr þegar allt var látið gossa og tekið á afleiðingunum síðar meir.“Aukist um 334 milljarða Í útreikningunum, sem eru byggðir á gögnum frá Hagstofunni, er gengið út frá þeirri forsendu að ríkisútgjöld aukist árlega um 70 milljarða króna. Er það í nokkru samræmi við tillögur að minnsta kosti tveggja stjórnmálaflokka, Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, eins og þær birtust síðasta vor í nefndarálitum fulltrúa flokkanna við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2022. Í áliti Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, fulltrúa Vinstri grænna í fjárlaganefnd, var lagt til að tekjur ríkissjóðs yrðu auknar um 334 milljarða króna á næstu fimm árum. Aukningin yrði 53 milljarðar króna strax á næsta ári og færi stighækkandi upp í 75 milljarða árið 2022. Oddný G. Harðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði hins vegar til að tekjur ríkissjóðs yrðu auknar um 236 milljarða króna á næstu fimm árum eða sem nemur liðlega 50 milljörðum á ári."Tugi milljarða kosningaloforð verða ekki eingöngu fjármögnuð með hátekju- og auðlegðarskatt," segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/SAFlokkarnir hafa verið nokkuð samstiga um að ekki standi til að hækka skatta á almenning, heldur að auknir fjármunir verði sóttir með sérstakri skattlagningu á ríkasta og tekjuhæsta hópinn í samfélaginu. „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning á Íslandi. Hins vegar ætlum við að hliðra til innan skattkerfisins til að gera það réttlátara. Kjör almennings verða sett í forgang og um leið stöðvuð sú þróun að þeir ríku verði áfram ríkari á sama tíma og aðrir sitja eftir,“ segir til að mynda í stefnuskrá Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, hefur ítrekað sagt að skattar verði ekki hækkaðir á almenning fái flokkurinn einhverju ráðið eftir kosningar. Þess í stað hefur hún meðal annars lagt til að skattar verði hækkaðir á þá sem hafa 25 milljónir króna eða meira í árstekjur og „ofurbónusa“ í fjármálageiranum og að jafnframt verði tekinn upp 1,5 prósenta auðlegðarskattur á „miklar eignir með háu frítekjumarki“. Auk þess hefur flokkurinn meðal annars viðrað hugmyndir um að taka upp komugjöld af farseðlum ferðamanna og afkomutengd auðlindagjöld af útgerðarfélögum, svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar hefur flokkurinn ekki sagst vilja hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11 í 24 prósent, eins og gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en sú hækkun myndi skila um 18 milljörðum í auknar tekjur til ríkissjóðs.Eftir litlu að slægjast Til þess að leggja mat á hversu raunhæft það er að auka ríkisútgjöldin svo markvert og lagt hefur verið til í yfirstandandi kosningabaráttu, án þess að leggja aukna skatta á almenning, hefur Markaðurinn áætlað mögulegar skatttekjur af upptöku hátekju- og auðlegðarskatta. Gert er ráð fyrir að nýju þriðja þrepi verði bætt inn í tekjuskattskerfið og að allir þeir Íslendingar sem hafi 25 milljónir króna eða meira í árslaun, en þeir eru 946 manns samkvæmt gögnum frá Hagstofunni, verði í því skattþrepi. Þess má geta að umræddur hópur greiðir nú 46,24 prósenta tekjuskatt. Niðurstaðan er sú að verði hér settur á 48 til 76 prósenta hátekjuskattur munu áætlaðar skatttekjur aukast um 159 milljónir til 2,7 milljarða króna á ársgrundvelli. Hátekjuskattur myndi því einungis fjármagna í besta falli á bilinu 0,2 til 3,8 prósent af þeim 70 milljarða króna útgjaldaloforðum sem hafa verið gefin og útreikningarnir miða við. Taka skal fram að í útreikningunum er ekki gert ráð fyrir að fólk bregðist með einhverjum hætti við skattheimtunni, svo sem með því að draga úr vinnuframlagi, greiða lægri laun út úr eigin rekstri eða flytja einfaldlega af landi brott. Slík viðbrögð yrðu vitanlega til þess fallin að draga úr heimtum af skattahækkununum."Það væri alveg hægt að auka útgjöldin ef það liggur skýrt fyrir hvernig eigi að fjármagna útgjaldahækkanirnar," segir Katrín Ólafsdóttir, lekor við HR.Vísir/AntonHvað varðar upptöku auðlegðarskatts, eins og nokkrir stjórnmálaflokkar hafa talað fyrir, þá skal taka fram að nákvæm útfærsla á viðmiðun hefur ekki komið fram, en nefnt hefur verið að leggja auðlegðarskatt á eignir eignamesta tekjuhópsins. Til einföldunar er stuðst við sambærilegt kerfi auðlegðarskatts og var við lýði á árunum 2010 til 2014 þar sem auðlegðarskattur var lagður á eignir og sérstakur viðbótarauðlegðarskattur á skattstofn sem var mismunur á nafn- og raunvirði hlutabréfa. Eru fasteignir taldar með í útreikningunum. Útreikningarnir leiða í ljós að auðlegðarskattur myndi ekki einn og sér brúa það bil sem upp á vantar til þess að fjármagna gefin kosningaloforð. Ef miðað er við að lagður yrði auðlegðarskattur á hreina eign að virði yfir 150 milljónir króna, svo eitt dæmi sé tekið, þá myndu tekjur ríkissjóðs aukast um 5,1 til 10,2 milljarða króna, eftir því við hvaða skatthlutfall er miðað.Skattar með þeim hæstu Ásdís segir því oft haldið fram í opinberri umræðu að beita þurfi skattkerfinu til þess að draga úr tekjuójöfnuði. „Staðan er hins vegar sú að tekjujöfnuður er einn sá mesti hér á landi á meðal OECD-ríkja. Þetta eru tölulegar staðreyndir sem finna má í gagnagrunni OECD.“ Það sé einmitt ástæðan fyrir því af hverju hægt sé að sækja svo litlar viðbótarskatttekjur með því að setja hér á hátekjuskatt. Tekjujöfnuðurinn sé það mikill að ríkið beri afar lítið úr býtum með skattheimtu á hæstu tekjur.Ásdís bendir auk þess á að hér á landi séu opinber útgjöld nú þegar ein þau mestu meðal ríkja OECD. „Á sama tíma dregur hið opinbera nánast hvergi meiri skatttekjur til sín sem hlutfall af landsframleiðslu. Það er því eðlilegt að spyrja sig að ef það skortir fé til þarfra verkefna, eru íþyngjandi skattahækkanir rétta leiðin? Skattar voru eins og kunnugt er hækkaðir í kjölfar hrunsins og hafa hækkanirnar ekki verið dregnar til baka svo neinu nemi. Það er varla svigrúm til frekari skattahækkana, hvort sem horft er til einstaklinga eða fyrirtækja. Þess vegna köllum við eftir því að yfirboðum linni og að stjórnmálamenn tali um raunhæfar leiðir til að fjármagna kosningaloforðin. Það hlýtur að vera svigrúm til þess að nýta skattfé landsmanna betur og forgangsraða í ríkisrekstri þegar skattheimtan er nú þegar í hæstu hæðum.“„Ef ætlunin er að auka ríkistekjur hljóta skattarnir að hækka, en svo er bara spurningin hvar hækkanirnar lenda,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur við hagfræðideild Landsbankans.Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir það gríðarlega nauðsynlegt að ríkið ýti ekki undir þenslu í þjóðarbúskapnum. „Menn verða að stíga varlega til jarðar þannig að það myndist ekki mikil þensla. Hún kæmi þá fram í vaxtahækkunum og öðru slíku.“ Katrín segir stöðu ríkissjóðs mjög fína. Þenslan sé hins vegar mikil og því sé eðlilegt að ríkið haldi að sér höndum. „Það væri alveg hægt að auka útgjöldin ef það liggur skýrt fyrir hvernig eigi að fjármagna útgjaldahækkanirnar. Það þyrfti ekki endilega að hafa neikvæð áhrif á þenslustigið.“Ari segist eiga erfitt með að skilja tal um að auka tekjur ríkisins með því að „færa skattbyrðina til“ og hækka ekki skatta. „Ef ætlunin er að auka ríkistekjur hljóta skattarnir að hækka, en svo er bara spurningin hvar hækkanirnar lenda.“ Hann segir ríkissjóð vera í góðri stöðu sögulega séð. „Við höfum sýnt talsvert mikla íhaldssemi í útgjöldum á síðustu árum. Þetta hefur verið í járnum sem er kannski ástæðan fyrir því að margir sakna þess að settir séu peningar í hina og þessa málaflokka.“ Vissulega séu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar hins opinbera upp á mörg hundruð milljarða króna stórt vandamál sem eftir eigi að glíma við. „Að þeim slepptum er staðan ágæt. Miðað við allt og allt erum við í þokkalega góðu jafnvægi.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Upptaka hátekju- og auðlegðarskatta myndi einungis fjármagna á bilinu fjögur til átján prósent af þeim sjötíu milljarða króna útgjaldaloforðum sem sumir stjórnmálaflokkar hafa gefið fyrir komandi þingkosningar. Útreikningar sem byggðir eru á sérvinnslu gagna frá Hagstofu Íslands út frá skattframtölum fyrir árið 2016 leiða í ljós að 48 til 76 prósenta hátekjuskattur á þá sem hafa meira en 25 milljónir króna í árslaun myndi auka skatttekjur ríkissjóðs um 159 milljónir til 2,7 milljarða króna á ársgrundvelli. Þá myndi auðlegðarskattur sem lagður yrði á hreina eign að virði yfir 150 milljónir króna skila 5,1 milljarði upp í 10,2 milljarða króna aukalega til ríkissjóðs á ári, eftir því við hvaða skatthlutfall miðað er við. Til samanburðar hafa sumir stjórnmálaflokkar heitið því að auka ríkisútgjöld árlega um 50 til 75 milljarða króna komist þeir til valda að loknum kosningum. Ekki standi hins vegar til að sækja þá fjármuni með því að hækka skatta á almenning. „Tugi milljarða kosningaloforð verða ekki eingöngu fjármögnuð með hátekju- og auðlegðarskatti. Þessir útreikningar sýna að miðað við tekju- og eignadreifingu landsmanna er einungis hægt að fjármagna brotabrot af þeim loforðum með slíkri skattheimtu. Það er því ljóst að ef farið verður í þá vegferð sem boðuð hefur verið mun þurfa að sækja tekjur annars staðar frá, með skattahækkun á heimilin í landinu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir að setning laga um opinber fjármál og sú fjármálastefna sem sett hefur verið á grundvelli hennar setji fjárreiðum ríkissjóðs tiltölulega þröngan ramma. Það geri það að verkum að erfitt sé að „láta skipið taka mjög snöggar beygjur“. Ekki sé mögulegt að auka ríkisútgjöldin verulega án þess að afla tekna á móti. Lögin veiti ekki svigrúm til þess. „Ramminn er tiltölulega þröngur. Þetta er ekki eins og hér áður fyrr þegar allt var látið gossa og tekið á afleiðingunum síðar meir.“Aukist um 334 milljarða Í útreikningunum, sem eru byggðir á gögnum frá Hagstofunni, er gengið út frá þeirri forsendu að ríkisútgjöld aukist árlega um 70 milljarða króna. Er það í nokkru samræmi við tillögur að minnsta kosti tveggja stjórnmálaflokka, Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, eins og þær birtust síðasta vor í nefndarálitum fulltrúa flokkanna við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018 til 2022. Í áliti Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, fulltrúa Vinstri grænna í fjárlaganefnd, var lagt til að tekjur ríkissjóðs yrðu auknar um 334 milljarða króna á næstu fimm árum. Aukningin yrði 53 milljarðar króna strax á næsta ári og færi stighækkandi upp í 75 milljarða árið 2022. Oddný G. Harðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði hins vegar til að tekjur ríkissjóðs yrðu auknar um 236 milljarða króna á næstu fimm árum eða sem nemur liðlega 50 milljörðum á ári."Tugi milljarða kosningaloforð verða ekki eingöngu fjármögnuð með hátekju- og auðlegðarskatt," segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/SAFlokkarnir hafa verið nokkuð samstiga um að ekki standi til að hækka skatta á almenning, heldur að auknir fjármunir verði sóttir með sérstakri skattlagningu á ríkasta og tekjuhæsta hópinn í samfélaginu. „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning á Íslandi. Hins vegar ætlum við að hliðra til innan skattkerfisins til að gera það réttlátara. Kjör almennings verða sett í forgang og um leið stöðvuð sú þróun að þeir ríku verði áfram ríkari á sama tíma og aðrir sitja eftir,“ segir til að mynda í stefnuskrá Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, hefur ítrekað sagt að skattar verði ekki hækkaðir á almenning fái flokkurinn einhverju ráðið eftir kosningar. Þess í stað hefur hún meðal annars lagt til að skattar verði hækkaðir á þá sem hafa 25 milljónir króna eða meira í árstekjur og „ofurbónusa“ í fjármálageiranum og að jafnframt verði tekinn upp 1,5 prósenta auðlegðarskattur á „miklar eignir með háu frítekjumarki“. Auk þess hefur flokkurinn meðal annars viðrað hugmyndir um að taka upp komugjöld af farseðlum ferðamanna og afkomutengd auðlindagjöld af útgerðarfélögum, svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar hefur flokkurinn ekki sagst vilja hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu úr 11 í 24 prósent, eins og gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en sú hækkun myndi skila um 18 milljörðum í auknar tekjur til ríkissjóðs.Eftir litlu að slægjast Til þess að leggja mat á hversu raunhæft það er að auka ríkisútgjöldin svo markvert og lagt hefur verið til í yfirstandandi kosningabaráttu, án þess að leggja aukna skatta á almenning, hefur Markaðurinn áætlað mögulegar skatttekjur af upptöku hátekju- og auðlegðarskatta. Gert er ráð fyrir að nýju þriðja þrepi verði bætt inn í tekjuskattskerfið og að allir þeir Íslendingar sem hafi 25 milljónir króna eða meira í árslaun, en þeir eru 946 manns samkvæmt gögnum frá Hagstofunni, verði í því skattþrepi. Þess má geta að umræddur hópur greiðir nú 46,24 prósenta tekjuskatt. Niðurstaðan er sú að verði hér settur á 48 til 76 prósenta hátekjuskattur munu áætlaðar skatttekjur aukast um 159 milljónir til 2,7 milljarða króna á ársgrundvelli. Hátekjuskattur myndi því einungis fjármagna í besta falli á bilinu 0,2 til 3,8 prósent af þeim 70 milljarða króna útgjaldaloforðum sem hafa verið gefin og útreikningarnir miða við. Taka skal fram að í útreikningunum er ekki gert ráð fyrir að fólk bregðist með einhverjum hætti við skattheimtunni, svo sem með því að draga úr vinnuframlagi, greiða lægri laun út úr eigin rekstri eða flytja einfaldlega af landi brott. Slík viðbrögð yrðu vitanlega til þess fallin að draga úr heimtum af skattahækkununum."Það væri alveg hægt að auka útgjöldin ef það liggur skýrt fyrir hvernig eigi að fjármagna útgjaldahækkanirnar," segir Katrín Ólafsdóttir, lekor við HR.Vísir/AntonHvað varðar upptöku auðlegðarskatts, eins og nokkrir stjórnmálaflokkar hafa talað fyrir, þá skal taka fram að nákvæm útfærsla á viðmiðun hefur ekki komið fram, en nefnt hefur verið að leggja auðlegðarskatt á eignir eignamesta tekjuhópsins. Til einföldunar er stuðst við sambærilegt kerfi auðlegðarskatts og var við lýði á árunum 2010 til 2014 þar sem auðlegðarskattur var lagður á eignir og sérstakur viðbótarauðlegðarskattur á skattstofn sem var mismunur á nafn- og raunvirði hlutabréfa. Eru fasteignir taldar með í útreikningunum. Útreikningarnir leiða í ljós að auðlegðarskattur myndi ekki einn og sér brúa það bil sem upp á vantar til þess að fjármagna gefin kosningaloforð. Ef miðað er við að lagður yrði auðlegðarskattur á hreina eign að virði yfir 150 milljónir króna, svo eitt dæmi sé tekið, þá myndu tekjur ríkissjóðs aukast um 5,1 til 10,2 milljarða króna, eftir því við hvaða skatthlutfall er miðað.Skattar með þeim hæstu Ásdís segir því oft haldið fram í opinberri umræðu að beita þurfi skattkerfinu til þess að draga úr tekjuójöfnuði. „Staðan er hins vegar sú að tekjujöfnuður er einn sá mesti hér á landi á meðal OECD-ríkja. Þetta eru tölulegar staðreyndir sem finna má í gagnagrunni OECD.“ Það sé einmitt ástæðan fyrir því af hverju hægt sé að sækja svo litlar viðbótarskatttekjur með því að setja hér á hátekjuskatt. Tekjujöfnuðurinn sé það mikill að ríkið beri afar lítið úr býtum með skattheimtu á hæstu tekjur.Ásdís bendir auk þess á að hér á landi séu opinber útgjöld nú þegar ein þau mestu meðal ríkja OECD. „Á sama tíma dregur hið opinbera nánast hvergi meiri skatttekjur til sín sem hlutfall af landsframleiðslu. Það er því eðlilegt að spyrja sig að ef það skortir fé til þarfra verkefna, eru íþyngjandi skattahækkanir rétta leiðin? Skattar voru eins og kunnugt er hækkaðir í kjölfar hrunsins og hafa hækkanirnar ekki verið dregnar til baka svo neinu nemi. Það er varla svigrúm til frekari skattahækkana, hvort sem horft er til einstaklinga eða fyrirtækja. Þess vegna köllum við eftir því að yfirboðum linni og að stjórnmálamenn tali um raunhæfar leiðir til að fjármagna kosningaloforðin. Það hlýtur að vera svigrúm til þess að nýta skattfé landsmanna betur og forgangsraða í ríkisrekstri þegar skattheimtan er nú þegar í hæstu hæðum.“„Ef ætlunin er að auka ríkistekjur hljóta skattarnir að hækka, en svo er bara spurningin hvar hækkanirnar lenda,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur við hagfræðideild Landsbankans.Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir það gríðarlega nauðsynlegt að ríkið ýti ekki undir þenslu í þjóðarbúskapnum. „Menn verða að stíga varlega til jarðar þannig að það myndist ekki mikil þensla. Hún kæmi þá fram í vaxtahækkunum og öðru slíku.“ Katrín segir stöðu ríkissjóðs mjög fína. Þenslan sé hins vegar mikil og því sé eðlilegt að ríkið haldi að sér höndum. „Það væri alveg hægt að auka útgjöldin ef það liggur skýrt fyrir hvernig eigi að fjármagna útgjaldahækkanirnar. Það þyrfti ekki endilega að hafa neikvæð áhrif á þenslustigið.“Ari segist eiga erfitt með að skilja tal um að auka tekjur ríkisins með því að „færa skattbyrðina til“ og hækka ekki skatta. „Ef ætlunin er að auka ríkistekjur hljóta skattarnir að hækka, en svo er bara spurningin hvar hækkanirnar lenda.“ Hann segir ríkissjóð vera í góðri stöðu sögulega séð. „Við höfum sýnt talsvert mikla íhaldssemi í útgjöldum á síðustu árum. Þetta hefur verið í járnum sem er kannski ástæðan fyrir því að margir sakna þess að settir séu peningar í hina og þessa málaflokka.“ Vissulega séu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar hins opinbera upp á mörg hundruð milljarða króna stórt vandamál sem eftir eigi að glíma við. „Að þeim slepptum er staðan ágæt. Miðað við allt og allt erum við í þokkalega góðu jafnvægi.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira