Finnur Freyr: Erum að skoða okkar mál Smári Jökull Jónsson skrifar 19. janúar 2017 21:57 Finnur Freyr var sáttur með stigin tvö en sagði ýmislegt hægt að laga í leik sinna manna. Finnur Freyr Stefánsson var ekkert sérlega ánægður með leik sinna manna en sagði í samtali við Vísi eftir leik að stigin væru kærkomin. „Miðað við spilamennsku fannst mér við eiga lítið skilið úr þessum leik. En það er gríðarlega mikilvægt að ná þessum tveimur stigum og hala inn sigrum þó spilamennskan sé ekki góð,“ sagði Finnur Freyr þjálfari KR eftir sigurinn gegn Grindvíkingum í kvöld. „Við erum í einhverri smá lægð núna og búnir að vera eftir jól. Við þurfum að finna takt í því sem við erum að gera. Við erum að skoða okkur og vinna í okkar málum en það tekur greinilega aðeins lengri tíma en við áætluðum. Eina sem við getum gert er að leggja hart að okkur og taka á því á æfingum,“ bætti Finnur við. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Grindvíkingar brutu á Þóri Þorbjarnarsyni haldandi að KR-ingar væru ekki með skotrétt. Það reyndist þó rangt og Þórir tryggði sigurinn af línunni þegar 3 sekúndur voru eftir. „Við vissum að við gætum ekki haldið boltanum alveg út. Ég sárvorkenni Grindvíkingum og Jóa að lenda í þessu en þetta fer blessunarlega svona fyrir okkur. Það er leiðinlegt að vinna svona.“ Áðurnefndur Þórir var mikilvægur fyrir KR-inga í lokin, setti niður skot, endaði stigahæstur KR-inga og tryggði eins og áður segir sigurinn af vítalínunni. „Hann er ungur og efnilegur. Við erum að leita að einhverjum takti og sem betur fer er alltaf einhver í okkar liði sem stígur upp. Jón (Arnór Stefánsson) er búinn að gera það og Þórir kom sterkur inn í lokin í kvöld og spilaði mjög vel. Það sem við tökum út úr þessum og síðustu leikjum eru hlutir sem við þurfum að laga og sem betur fer er vika fram að næsta leik.“ Það hefur mikið verið rætt um erlenda leikmann KR, Cedrick Bowen, og vilja margir meina að Íslandsmeistararnir ættu að finna sér annan leikmann í hans stað. Finnur Freyr ýjaði að því að svo gæti orðið þegar hann var spurður að því hvort núverandi hópur myndi klára tímabilið í Vesturbænum. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða okkar mál á mörgum stöðum, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa en það eru aðrir hlutir sem við þurfum að einbeita okkur að og laga áður en við förum að nota það sem afsökun,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson var ekkert sérlega ánægður með leik sinna manna en sagði í samtali við Vísi eftir leik að stigin væru kærkomin. „Miðað við spilamennsku fannst mér við eiga lítið skilið úr þessum leik. En það er gríðarlega mikilvægt að ná þessum tveimur stigum og hala inn sigrum þó spilamennskan sé ekki góð,“ sagði Finnur Freyr þjálfari KR eftir sigurinn gegn Grindvíkingum í kvöld. „Við erum í einhverri smá lægð núna og búnir að vera eftir jól. Við þurfum að finna takt í því sem við erum að gera. Við erum að skoða okkur og vinna í okkar málum en það tekur greinilega aðeins lengri tíma en við áætluðum. Eina sem við getum gert er að leggja hart að okkur og taka á því á æfingum,“ bætti Finnur við. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Grindvíkingar brutu á Þóri Þorbjarnarsyni haldandi að KR-ingar væru ekki með skotrétt. Það reyndist þó rangt og Þórir tryggði sigurinn af línunni þegar 3 sekúndur voru eftir. „Við vissum að við gætum ekki haldið boltanum alveg út. Ég sárvorkenni Grindvíkingum og Jóa að lenda í þessu en þetta fer blessunarlega svona fyrir okkur. Það er leiðinlegt að vinna svona.“ Áðurnefndur Þórir var mikilvægur fyrir KR-inga í lokin, setti niður skot, endaði stigahæstur KR-inga og tryggði eins og áður segir sigurinn af vítalínunni. „Hann er ungur og efnilegur. Við erum að leita að einhverjum takti og sem betur fer er alltaf einhver í okkar liði sem stígur upp. Jón (Arnór Stefánsson) er búinn að gera það og Þórir kom sterkur inn í lokin í kvöld og spilaði mjög vel. Það sem við tökum út úr þessum og síðustu leikjum eru hlutir sem við þurfum að laga og sem betur fer er vika fram að næsta leik.“ Það hefur mikið verið rætt um erlenda leikmann KR, Cedrick Bowen, og vilja margir meina að Íslandsmeistararnir ættu að finna sér annan leikmann í hans stað. Finnur Freyr ýjaði að því að svo gæti orðið þegar hann var spurður að því hvort núverandi hópur myndi klára tímabilið í Vesturbænum. „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða okkar mál á mörgum stöðum, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa en það eru aðrir hlutir sem við þurfum að einbeita okkur að og laga áður en við förum að nota það sem afsökun,“ sagði Finnur Freyr að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira