Ósjálfráðar teikningar sem merki um tilvist Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. janúar 2017 10:00 Sigurður reynir að vinna teikningarnar sínar ósjálfrátt og óvart til að ná fram réttum áhrifum. Vísir/Anton Brink „Sýningin heitir Salon sem vísar bæði í uppihengistílinn þar sem myndirnar eru hengdar þétt saman og líka vegna þess að þetta gallerí er tengt kaffihúsi. Því ákvað ég að nýta það element í sýningunni og hafa langborð í sýningarsalnum af því að Salon vísar líka í franska merkingu orðsins, en orðið þýðir stofa – þannig að það er tenging þar við staðinn. Þetta eru verk sem ég sýndi á Seyðisfirði, í Skaftfelli, á síðasta ári á sýningu sem heitir Mynd af þér og þetta eru yfir hundrað verk sem eru unnin í silkiþrykk og teikningu með kúlupenna. Litirnir á myndunum ráðast af litnum í kúlupennanum, þessum standard-litum í þessum pennum,“ segir Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarmaður sem opnar í dag sýningu sína Salon í Galleríi Laugalæk. Sigurður Atli útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hélt þaðan í meistaranám í École Supérieure des Beaux-Arts de Marseille árið 2011. Þar rak hann sýningarrýmið Salon du salon og hefur hann síðan þá sýnt hér heima, í Frakklandi og Japan. Fyrir utan að vera að opna sýningu í Galleríi Laugalæk stundar hann kennslu við Listaháskóla Íslands og hefur þar umsjón með prentverkstæði skólans. „Ég er búinn að vera að vinna með ósjálfráða teikningu í nokkur ár – það er teikning sem er gerð í hagnýtum tilgangi frekar en með listrænum ásetningi. Þá er það annaðhvort að prófa pennann til að sjá hvernig blekið flæðir í honum eða prufur. Mínar teikningar eru unnar út frá því, þessum prufum. Ég takmarka mig við það og síðan eru þetta fletir sem eru í stöðluðum stærðum, til dæmis A6, sem er stærðin á blöðum í ritfangabúðum þar sem þú getur prófað pennana. Og síðan er þetta A4 og upp í A3, þessi staðlaða pappírsstærð.“Sigurður Atli hefur safnað prufusíðum úr ritfangabúðum í mörg ár og allsstaðar að úr heiminum.Vísir/Anton BrinkHvaðan kemur hugmyndin um að nota þetta pennakrot? „Það kom út frá bæði leit minni að einhverri hreinni teikningu, teikningu áður en ásetningurinn verður til og síðan líka vegna þess að ég fór að hugsa þetta sem ummerki, eitthvað sem maður skilur eftir sig og er ummerki tilvistar. Það er þessi lína, þegar maður fer að pæla í línunni sjálfri í frummynd sinni – þarna var einhver, þó að hann hafi ekki verið að skilja viljandi eftir sig ummerki þá eru þetta einhvers konar leifar, fótspor og eitthvað sem er ekki álitið gert af listrænum ásetningi. Það er listræn teikning og síðan önnur teikning – síðan er ég að reyna að setja fram þessa aðra teikningu sem listræna teikningu.“Hvernig hefur þú verið að vinna þetta krot ef það er ósjálfrátt? „Ég hef verið að safna þessum teikningum í mörg ár í ritfangabúðum úti um allan heim og það hefur verið einhvers konar rannsóknarvinna fyrir mig þegar ég er á ferðalögum. Það kemur alltaf fyrir þessi sama teikning, um allan heim, þetta er einhvers konar bylgja – þetta er ekki bein lína, heldur bylgjótt lína. Eftir að ég fór að pæla í þessu fór ég að vinna í þessu sjálfur – maður þarf að vera algjörlega óundirbúinn og þetta þarf að koma alveg ósjálfrátt, maður þarf að gera teikninguna án þess að hugsa. Þegar maður skapar list þá dettur maður í ákveðinn hugsunarhátt en þarna má maður alls ekki fara þangað,“ segir Sigurður Atli að lokum. Sýning hans verður opnuð í Galleríi Laugalæk í dag klukkan fimm. Galleríi Laugalækur er hluti af kaffihúsinu Kaffi Laugalæk. Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
„Sýningin heitir Salon sem vísar bæði í uppihengistílinn þar sem myndirnar eru hengdar þétt saman og líka vegna þess að þetta gallerí er tengt kaffihúsi. Því ákvað ég að nýta það element í sýningunni og hafa langborð í sýningarsalnum af því að Salon vísar líka í franska merkingu orðsins, en orðið þýðir stofa – þannig að það er tenging þar við staðinn. Þetta eru verk sem ég sýndi á Seyðisfirði, í Skaftfelli, á síðasta ári á sýningu sem heitir Mynd af þér og þetta eru yfir hundrað verk sem eru unnin í silkiþrykk og teikningu með kúlupenna. Litirnir á myndunum ráðast af litnum í kúlupennanum, þessum standard-litum í þessum pennum,“ segir Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarmaður sem opnar í dag sýningu sína Salon í Galleríi Laugalæk. Sigurður Atli útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hélt þaðan í meistaranám í École Supérieure des Beaux-Arts de Marseille árið 2011. Þar rak hann sýningarrýmið Salon du salon og hefur hann síðan þá sýnt hér heima, í Frakklandi og Japan. Fyrir utan að vera að opna sýningu í Galleríi Laugalæk stundar hann kennslu við Listaháskóla Íslands og hefur þar umsjón með prentverkstæði skólans. „Ég er búinn að vera að vinna með ósjálfráða teikningu í nokkur ár – það er teikning sem er gerð í hagnýtum tilgangi frekar en með listrænum ásetningi. Þá er það annaðhvort að prófa pennann til að sjá hvernig blekið flæðir í honum eða prufur. Mínar teikningar eru unnar út frá því, þessum prufum. Ég takmarka mig við það og síðan eru þetta fletir sem eru í stöðluðum stærðum, til dæmis A6, sem er stærðin á blöðum í ritfangabúðum þar sem þú getur prófað pennana. Og síðan er þetta A4 og upp í A3, þessi staðlaða pappírsstærð.“Sigurður Atli hefur safnað prufusíðum úr ritfangabúðum í mörg ár og allsstaðar að úr heiminum.Vísir/Anton BrinkHvaðan kemur hugmyndin um að nota þetta pennakrot? „Það kom út frá bæði leit minni að einhverri hreinni teikningu, teikningu áður en ásetningurinn verður til og síðan líka vegna þess að ég fór að hugsa þetta sem ummerki, eitthvað sem maður skilur eftir sig og er ummerki tilvistar. Það er þessi lína, þegar maður fer að pæla í línunni sjálfri í frummynd sinni – þarna var einhver, þó að hann hafi ekki verið að skilja viljandi eftir sig ummerki þá eru þetta einhvers konar leifar, fótspor og eitthvað sem er ekki álitið gert af listrænum ásetningi. Það er listræn teikning og síðan önnur teikning – síðan er ég að reyna að setja fram þessa aðra teikningu sem listræna teikningu.“Hvernig hefur þú verið að vinna þetta krot ef það er ósjálfrátt? „Ég hef verið að safna þessum teikningum í mörg ár í ritfangabúðum úti um allan heim og það hefur verið einhvers konar rannsóknarvinna fyrir mig þegar ég er á ferðalögum. Það kemur alltaf fyrir þessi sama teikning, um allan heim, þetta er einhvers konar bylgja – þetta er ekki bein lína, heldur bylgjótt lína. Eftir að ég fór að pæla í þessu fór ég að vinna í þessu sjálfur – maður þarf að vera algjörlega óundirbúinn og þetta þarf að koma alveg ósjálfrátt, maður þarf að gera teikninguna án þess að hugsa. Þegar maður skapar list þá dettur maður í ákveðinn hugsunarhátt en þarna má maður alls ekki fara þangað,“ segir Sigurður Atli að lokum. Sýning hans verður opnuð í Galleríi Laugalæk í dag klukkan fimm. Galleríi Laugalækur er hluti af kaffihúsinu Kaffi Laugalæk.
Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira