Airbnb dýrast á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 20:00 Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. Vefsíðan Voucher Cloud kannaði meðalverð á Airbnb gistinu í allri Evrópu. Leitað var að gistingu fyrir eina manneskju í febrúar síðastliðnum og verðið á því við utan háannatíma og gæti því orðið hærra.Gisting í gegnum síðuna er langdýrust á Íslandi og er meðalverðið hér um 15.400 krónur. Næstdýrust er gistingin í Svíþjóð á 11.200 krónur. Ísland er þar með um 38 prósentum dýrara. Fyrir vikuleigu í Reykjavík borgar ferðamaðurinn þar með um 108 þúsund krónur samanborið við 78 þúsund krónur í Stokkhólmi. Hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir mikinn verðmun ekki koma á óvart í ljósi þess hversu dýr gisting sé almennt á Íslandi. „Verð á gistingu hér er mjög hátt miðað við í öðrum löndum. Það er hærra en á flestum hinum Norðurlöndum og í erlendri mynt hefur það meira en tvöfaldast frá árinu 2010," segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur. Ein helsta ástæðan er gríðarleg eftirspurn. Ferðamannastraumurinn er það mikill og nýtingin á hótelum það góð að hægt er að verðleggja Airbnb gistinguna á þennan hátt. „Þetta er fyrst og fremst út af því að það hefur orðið þessi gríðarlega fjölgun ferðamanna sem eykur eftirspurnina svona mikið auk þess sem nýtingartölur á hótelum eru mjög góðar í evrópsku samhengi. Á sama tíma hefur krónan síðan styrkst," segir Konráð. Aðstæður á húsnæðismarkaðnum hér á landi hafa þó einnig áhrif. Samhliða hærra almennu leiguverði hækkar verð á Aribnb gistingu. „Ein af ástæðunum fyrir því að hún hefur hækkað svona mikið og verið svona há er að leiguverð hefur verið hækkandi þannig að fórnarkostnaðurinn við að leigja út Airbnb er alltaf að hækka." Konráð segir ólíklegt að þessar verðhækkanir haldi áfram með sama takti þar sem útlit er fyrir að mesti vöxturinn í ferðaþjónustunni sé liðinn. „Út frá því á maður erfitt með að sjá fram á að það verði svona miklar verðhækkanir í erlendri mynt allavega. En svo náttúrulega hvaða áhrif krónan mun hafa á verðið er erfiðara að spá fyrir um," segir Konráð. Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. Vefsíðan Voucher Cloud kannaði meðalverð á Airbnb gistinu í allri Evrópu. Leitað var að gistingu fyrir eina manneskju í febrúar síðastliðnum og verðið á því við utan háannatíma og gæti því orðið hærra.Gisting í gegnum síðuna er langdýrust á Íslandi og er meðalverðið hér um 15.400 krónur. Næstdýrust er gistingin í Svíþjóð á 11.200 krónur. Ísland er þar með um 38 prósentum dýrara. Fyrir vikuleigu í Reykjavík borgar ferðamaðurinn þar með um 108 þúsund krónur samanborið við 78 þúsund krónur í Stokkhólmi. Hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir mikinn verðmun ekki koma á óvart í ljósi þess hversu dýr gisting sé almennt á Íslandi. „Verð á gistingu hér er mjög hátt miðað við í öðrum löndum. Það er hærra en á flestum hinum Norðurlöndum og í erlendri mynt hefur það meira en tvöfaldast frá árinu 2010," segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur. Ein helsta ástæðan er gríðarleg eftirspurn. Ferðamannastraumurinn er það mikill og nýtingin á hótelum það góð að hægt er að verðleggja Airbnb gistinguna á þennan hátt. „Þetta er fyrst og fremst út af því að það hefur orðið þessi gríðarlega fjölgun ferðamanna sem eykur eftirspurnina svona mikið auk þess sem nýtingartölur á hótelum eru mjög góðar í evrópsku samhengi. Á sama tíma hefur krónan síðan styrkst," segir Konráð. Aðstæður á húsnæðismarkaðnum hér á landi hafa þó einnig áhrif. Samhliða hærra almennu leiguverði hækkar verð á Aribnb gistingu. „Ein af ástæðunum fyrir því að hún hefur hækkað svona mikið og verið svona há er að leiguverð hefur verið hækkandi þannig að fórnarkostnaðurinn við að leigja út Airbnb er alltaf að hækka." Konráð segir ólíklegt að þessar verðhækkanir haldi áfram með sama takti þar sem útlit er fyrir að mesti vöxturinn í ferðaþjónustunni sé liðinn. „Út frá því á maður erfitt með að sjá fram á að það verði svona miklar verðhækkanir í erlendri mynt allavega. En svo náttúrulega hvaða áhrif krónan mun hafa á verðið er erfiðara að spá fyrir um," segir Konráð.
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira