Sara syngur um „Tiny Dancer“ og talar um crossfit ferilinn sinn | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 13:32 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram síða Söru/sarasigmunds Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. Sara er ein af stærstu stjörnum crossfit heimsins og ein af sigurstranglegustu keppendunum í ár. Eftir að hafa endað í þriðja sæti undanfarin tvö ár er suðurnesjastelpan staðráðinn að verða sú hraustasta í heimi í ár. Allt er þegar þrennt er segja sumir og okkar kona trúir á það. Íslenska crossfit-stjarnan virðist líka vera í góðum gír og létt í lundu ef marka má færslu inn twitter-síðu The CrossFit Games en þar sést Sara syngja með lagi Elton John um Tiny Dancer en þetta lag samdi Elton John árið 1971.Follow or unfollow @SaraSigmundsdot after this?https://t.co/3XHy8EBAHGpic.twitter.com/bY4JUNPiiL — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 2, 2017 Athyglin hefur sannarlega verið mikil á Söru í aðdraganda heimsleikana í ár enda ein stærsta crossfit-stjarna heimsins í dag. Julie Foucher er crossfit-stjarna sem er með hlaðvarpsþátt á netinu sem helgaður Crossfit. Foucher fékk Söru í heimsókn til sín á dögunum þar sem Sara fór yfir crossfit ferilinn sinn. Sara segir meðal annars frá því að hún er yngst af fimm systkinum og hvernig hún uppgötvaði Crossfit sautján ára gömul. Hún talar einnig um hvaða áhrif crossfit-stjörnur eins og Anníe Mist Þórisdóttir höfðu á hana og þá fer Sara líka yfir það hvernig dæmigerður dagur er hjá henni. Sara nefnir líka þau þrjú atriði sem hafa jákvæðustu áhrifin á hennar heilsu og hvað hún álítur að sé heilsusamlegt líf. Það má hlusta á brot af þættinum hér fyrir neðan en nálgast hann allan með því að smella hér.Just a few days until the @CrossFitGames! Don't miss Ep 64 of #PursuingHealth live today with @SaraSigmundsdothttps://t.co/ZrscLwKwrFpic.twitter.com/48ZsLhjlaB — Julie Foucher (@Julie_Foucher) July 25, 2017 CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. Sara er ein af stærstu stjörnum crossfit heimsins og ein af sigurstranglegustu keppendunum í ár. Eftir að hafa endað í þriðja sæti undanfarin tvö ár er suðurnesjastelpan staðráðinn að verða sú hraustasta í heimi í ár. Allt er þegar þrennt er segja sumir og okkar kona trúir á það. Íslenska crossfit-stjarnan virðist líka vera í góðum gír og létt í lundu ef marka má færslu inn twitter-síðu The CrossFit Games en þar sést Sara syngja með lagi Elton John um Tiny Dancer en þetta lag samdi Elton John árið 1971.Follow or unfollow @SaraSigmundsdot after this?https://t.co/3XHy8EBAHGpic.twitter.com/bY4JUNPiiL — The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 2, 2017 Athyglin hefur sannarlega verið mikil á Söru í aðdraganda heimsleikana í ár enda ein stærsta crossfit-stjarna heimsins í dag. Julie Foucher er crossfit-stjarna sem er með hlaðvarpsþátt á netinu sem helgaður Crossfit. Foucher fékk Söru í heimsókn til sín á dögunum þar sem Sara fór yfir crossfit ferilinn sinn. Sara segir meðal annars frá því að hún er yngst af fimm systkinum og hvernig hún uppgötvaði Crossfit sautján ára gömul. Hún talar einnig um hvaða áhrif crossfit-stjörnur eins og Anníe Mist Þórisdóttir höfðu á hana og þá fer Sara líka yfir það hvernig dæmigerður dagur er hjá henni. Sara nefnir líka þau þrjú atriði sem hafa jákvæðustu áhrifin á hennar heilsu og hvað hún álítur að sé heilsusamlegt líf. Það má hlusta á brot af þættinum hér fyrir neðan en nálgast hann allan með því að smella hér.Just a few days until the @CrossFitGames! Don't miss Ep 64 of #PursuingHealth live today with @SaraSigmundsdothttps://t.co/ZrscLwKwrFpic.twitter.com/48ZsLhjlaB — Julie Foucher (@Julie_Foucher) July 25, 2017
CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira