Lífeyrissjóðir höfnuðu 11 milljarða tilboði Blackstone í hlut í Bláa lóninu Hörður Ægisson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Tekjur Bláa lónsins voru yfir 10 milljarðar í fyrra. Vísir/GVA Ekkert verður af sölu á 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu en fulltrúar íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga 33,4 prósent í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarma, ákváðu í lok síðustu viku að beita neitunarvaldi sínu og höfnuðu rúmlega 11 milljarða króna tilboði í hlutinn. HS Orka setti hlut sinn í Bláa lóninu í söluferli um miðjan maí og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sá sem stýrir sjóðnum sem áformaði að kaupa hlutinn í Bláa lóninu er Chad Pike, einn af yfirmönnum Blackstone í Evrópu, en fyrirtæki í hans eigu rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði. Miðað við verðtilboð Blackstone er Bláa lónið metið á um 37 milljarða en til samanburðar er núverandi markaðsvirði Icelandair Group tæplega 70 milljarðar. Auk Jarðvarma er HS Orka í eigu Magma Energy, dótturfélags kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, en það á 66,6 prósenta hlut. Mikillar óánægju gætir hjá stjórnendum Alterra með ákvörðun lífeyrissjóðanna um að hafna tilboði Blackstone, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tilboð bandaríska fjárfestingarsjóðsins hafi enda verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var setja hlut félagsins í Bláa lóninu í söluferli. Stjórnarformaður HS Orku er Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður Alterra. Þrátt fyrir að vera með minnihluta í HS Orku er kveðið á um það í hluthafasamkomulagi HS Orku að allar meiriháttar ákvarðanir fyrirtækisins, eins og um sölu á hlutnum í Bláa lóninu, þurfi samþykki stjórnar Jarðvarma. Stærstu hluthafar Jarðvarma, hvor um sig með tæplega 20 prósenta eignarhlut, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Ráðgjafi lífeyrissjóðanna í ferlinu var verðbréfafyrirtækið Arctica Finance.Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var um 3.500 milljónir króna í fyrra og þá námu tekjur fyrirtækisins yfir tíu milljörðum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Erlendir framtakssjóðir ásælast 30 prósenta hlut HS Orku. Fyrirliggjandi tilboð gefa til kynna að um 10 milljarðar muni fást fyrir hlutinn í Bláa lóninu. Sala gæti klárast innan fárra vikna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga þriðjunghlut í HS Orku. 12. júlí 2017 07:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða EBITDA-hagnaður Bláa lónsins var 28 milljónir evra í fyrra og hefur næstum þrefaldast á aðeins fimm árum. Tekjurnar fóru yfir tíu milljarða og fjöldi gesta í lónið var rúmlega 1.100 þúsund. 31. maí 2017 07:30 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Ekkert verður af sölu á 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu en fulltrúar íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga 33,4 prósent í HS Orku í gegnum samlagshlutafélagið Jarðvarma, ákváðu í lok síðustu viku að beita neitunarvaldi sínu og höfnuðu rúmlega 11 milljarða króna tilboði í hlutinn. HS Orka setti hlut sinn í Bláa lóninu í söluferli um miðjan maí og var það sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sá sem stýrir sjóðnum sem áformaði að kaupa hlutinn í Bláa lóninu er Chad Pike, einn af yfirmönnum Blackstone í Evrópu, en fyrirtæki í hans eigu rekur lúxushótelið Deplar Farm í Fljótunum í Skagafirði. Miðað við verðtilboð Blackstone er Bláa lónið metið á um 37 milljarða en til samanburðar er núverandi markaðsvirði Icelandair Group tæplega 70 milljarðar. Auk Jarðvarma er HS Orka í eigu Magma Energy, dótturfélags kanadíska orkufyrirtækisins Alterra, en það á 66,6 prósenta hlut. Mikillar óánægju gætir hjá stjórnendum Alterra með ákvörðun lífeyrissjóðanna um að hafna tilboði Blackstone, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tilboð bandaríska fjárfestingarsjóðsins hafi enda verið nokkuð yfir væntingum stjórnar HS Orku þegar ákveðið var setja hlut félagsins í Bláa lóninu í söluferli. Stjórnarformaður HS Orku er Ross Beaty, forstjóri og stjórnarformaður Alterra. Þrátt fyrir að vera með minnihluta í HS Orku er kveðið á um það í hluthafasamkomulagi HS Orku að allar meiriháttar ákvarðanir fyrirtækisins, eins og um sölu á hlutnum í Bláa lóninu, þurfi samþykki stjórnar Jarðvarma. Stærstu hluthafar Jarðvarma, hvor um sig með tæplega 20 prósenta eignarhlut, eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður. Ráðgjafi lífeyrissjóðanna í ferlinu var verðbréfafyrirtækið Arctica Finance.Hagnaður Bláa lónsins fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var um 3.500 milljónir króna í fyrra og þá námu tekjur fyrirtækisins yfir tíu milljörðum. Fréttin birtist í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Erlendir framtakssjóðir ásælast 30 prósenta hlut HS Orku. Fyrirliggjandi tilboð gefa til kynna að um 10 milljarðar muni fást fyrir hlutinn í Bláa lóninu. Sala gæti klárast innan fárra vikna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga þriðjunghlut í HS Orku. 12. júlí 2017 07:00 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða EBITDA-hagnaður Bláa lónsins var 28 milljónir evra í fyrra og hefur næstum þrefaldast á aðeins fimm árum. Tekjurnar fóru yfir tíu milljarða og fjöldi gesta í lónið var rúmlega 1.100 þúsund. 31. maí 2017 07:30 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Bjóða um tíu milljarða í 30 prósenta hlut HS Orku í Bláa lóninu Erlendir framtakssjóðir ásælast 30 prósenta hlut HS Orku. Fyrirliggjandi tilboð gefa til kynna að um 10 milljarðar muni fást fyrir hlutinn í Bláa lóninu. Sala gæti klárast innan fárra vikna. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga þriðjunghlut í HS Orku. 12. júlí 2017 07:00
Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00
Tekjur Bláa lónsins jukust um 43 prósent og fóru yfir tíu milljarða EBITDA-hagnaður Bláa lónsins var 28 milljónir evra í fyrra og hefur næstum þrefaldast á aðeins fimm árum. Tekjurnar fóru yfir tíu milljarða og fjöldi gesta í lónið var rúmlega 1.100 þúsund. 31. maí 2017 07:30