Ekkert að fara Magnús Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2017 07:00 Ef það er eitthvað sem einkennir íslensk stjórnmál öðru fremur þá er það að láta mál reka á reiðanum þar til allt er komið í óefni. Vandinn er hins vegar sá að samfélagið líður oftar en ekki fyrir þetta vegna þess að vandamálin vaxa, hvers eðlis sem þau eru, á meðan ekkert er gert. Afleiðingarnar geta til dæmis verið efnahagshrun sem skaðar allt samfélagið en þær geta líka verið einstaklingsbundnari þó svo við sem samfélag hefðum átt að geta komið í veg fyrir skaðann. Komið í veg fyrir að manneskja sitji eftir með djúp sár sem gróa seint og illa en eru af einhvers annars völdum. Sár af völdum kynferðisofbeldis er eitt skýrasta dæmið um þetta og þó svo viðkomandi ofbeldismanni sé refsað þá er vandamálið ekki að fara neitt. Sársauki þolandans er enn til staðar. Sigrún Sigurðardóttir, lektor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, varði fyrr í sumar doktorsritgerð þar sem hún sýnir fram á mikilvægi þess að þolendur kynferðisofbeldis fái viðeigandi meðhöndlun. En þannig er það ekki í dag. Vanda þessara einstaklinga er ýtt út úr kerfinu þar til einkenni vandamálanna koma í ljós en þau geta verið með ýmsum hætti. Konum er hættara við líkamlegum kvillum og það jafnvel mjög alvarlegum en drengjum er hættara við að leiðast út í áfengis- og fíkniefnaneyslu og afbrot. Þetta er auðvitað ekki algild skipting heldur geta öll þessi mein hrjáð þolendur af báðum kynjum en það sem er sláandi við niðurstöður Sigrúnar er að með viðeigandi meðferð hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir þessi skelfilegu einkenni. En við sem samfélag meðhöndlum ekki afleiðingar ofbeldisins heldur einkennin og því fer sem fer. Sigrún er reyndar einn af stofnendum Gæfuspora, meðferðarúrræðis fyrir þolendur ofbeldis, en starfsemin er alfarið háð styrkjum og mikið vantar upp á að allir sem á þurfa að halda fái þjónustu. Ríkisvaldið, fulltrúi samfélagsins, hefur nefnilega þann háttinn á að ýta vandanum á undan sér og margfalda þannig afleiðingarnar. Nú stendur ríkisvaldið líka frammi fyrir þeim vanda að konur sem voru barnungar beittar kynferðislegu ofbeldi ætla ekki að sætta sig við að ríkisvaldið þurrki sögu þeirra út. Ákveði fyrir þeirra hönd að það sé eins og það hafi aldrei gerst. Réttmætt andóf þessara kvenna og aðstandenda þeirra virðist vera vandamál fyrir ríkisvaldið. Vandamál fyrir Bjarna Benediktsson sem sat á ráðherrastóli og skrifaði upp á að Robert Downey, maðurinn sem braut svo gróflega gegn þessum stúlkum, fengi uppreist æru. Bjarni virðist ætla að hafa íslenska háttinn á og bíða af sér storminn og vona að raddirnar þagni. En það er einungis rétt að benda á að það leynir sér ekki að þetta er vandamál sem er ekki að fara að gufa upp, þvert á móti vex það með degi hverjum. Því þau sem kalla eftir gagnsæi, ábyrgð, réttlæti og breytingum til hins betra eru ekki rekin áfram af pólitískum metnaði eða sérhagsmunum, heldur af kærleika og vilja til þess að bæta samfélagið. Það er afl sem enginn getur beðið af sér.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Ef það er eitthvað sem einkennir íslensk stjórnmál öðru fremur þá er það að láta mál reka á reiðanum þar til allt er komið í óefni. Vandinn er hins vegar sá að samfélagið líður oftar en ekki fyrir þetta vegna þess að vandamálin vaxa, hvers eðlis sem þau eru, á meðan ekkert er gert. Afleiðingarnar geta til dæmis verið efnahagshrun sem skaðar allt samfélagið en þær geta líka verið einstaklingsbundnari þó svo við sem samfélag hefðum átt að geta komið í veg fyrir skaðann. Komið í veg fyrir að manneskja sitji eftir með djúp sár sem gróa seint og illa en eru af einhvers annars völdum. Sár af völdum kynferðisofbeldis er eitt skýrasta dæmið um þetta og þó svo viðkomandi ofbeldismanni sé refsað þá er vandamálið ekki að fara neitt. Sársauki þolandans er enn til staðar. Sigrún Sigurðardóttir, lektor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, varði fyrr í sumar doktorsritgerð þar sem hún sýnir fram á mikilvægi þess að þolendur kynferðisofbeldis fái viðeigandi meðhöndlun. En þannig er það ekki í dag. Vanda þessara einstaklinga er ýtt út úr kerfinu þar til einkenni vandamálanna koma í ljós en þau geta verið með ýmsum hætti. Konum er hættara við líkamlegum kvillum og það jafnvel mjög alvarlegum en drengjum er hættara við að leiðast út í áfengis- og fíkniefnaneyslu og afbrot. Þetta er auðvitað ekki algild skipting heldur geta öll þessi mein hrjáð þolendur af báðum kynjum en það sem er sláandi við niðurstöður Sigrúnar er að með viðeigandi meðferð hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir þessi skelfilegu einkenni. En við sem samfélag meðhöndlum ekki afleiðingar ofbeldisins heldur einkennin og því fer sem fer. Sigrún er reyndar einn af stofnendum Gæfuspora, meðferðarúrræðis fyrir þolendur ofbeldis, en starfsemin er alfarið háð styrkjum og mikið vantar upp á að allir sem á þurfa að halda fái þjónustu. Ríkisvaldið, fulltrúi samfélagsins, hefur nefnilega þann háttinn á að ýta vandanum á undan sér og margfalda þannig afleiðingarnar. Nú stendur ríkisvaldið líka frammi fyrir þeim vanda að konur sem voru barnungar beittar kynferðislegu ofbeldi ætla ekki að sætta sig við að ríkisvaldið þurrki sögu þeirra út. Ákveði fyrir þeirra hönd að það sé eins og það hafi aldrei gerst. Réttmætt andóf þessara kvenna og aðstandenda þeirra virðist vera vandamál fyrir ríkisvaldið. Vandamál fyrir Bjarna Benediktsson sem sat á ráðherrastóli og skrifaði upp á að Robert Downey, maðurinn sem braut svo gróflega gegn þessum stúlkum, fengi uppreist æru. Bjarni virðist ætla að hafa íslenska háttinn á og bíða af sér storminn og vona að raddirnar þagni. En það er einungis rétt að benda á að það leynir sér ekki að þetta er vandamál sem er ekki að fara að gufa upp, þvert á móti vex það með degi hverjum. Því þau sem kalla eftir gagnsæi, ábyrgð, réttlæti og breytingum til hins betra eru ekki rekin áfram af pólitískum metnaði eða sérhagsmunum, heldur af kærleika og vilja til þess að bæta samfélagið. Það er afl sem enginn getur beðið af sér.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. ágúst.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun