Var að hlusta á Pál Óskar og Moniku þegar Monika bankaði upp á og bjargaði jólunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 22:00 Bryndís ákvað að skella sér upp í sumarbústað á aðfangadagsmorgun. Þar ætlaði hún að halda jólin ein þangað til Monika dúkkaði upp, Vísir/Bryndís Alexandersdóttir Bryndís Alexandersdóttir ætlaði að halda jólin ein uppi í sumarbústað á aðfangadag. Undirbúningur var í fullum gangi, undir ljúfum tónum söngvarans Páls Óskars Hjálmtýssonar og hörpuleikarans Moniku Abendroth, þegar Monika sjálf bankaði á dyr og bauð Bryndísi að halda jólin með fjölskyldu sinni í næsta bústað. Atvikið á sér nokkra forsögu en Bryndís er fráskilin og hefur þurft að venjast því að vera ein á aðfangadag önnur hver jól.Bryndís og Monika á aðfangadagskvöld.Bryndís Alexandersdóttir„Jólin 2015 þá var ég semsagt ein á aðfangadag í fyrsta skipti og ákvað að fara í miðnæturmessu og hlustaði þar á Pál Óskar og Moniku í fyrsta sinn, en þetta var síðasta jólamessan sem þau spiluðu saman í,“ segir Bryndís í samtali við Vísi og bætir við að stundin hafi verið mjög tilfinningaþrungin, fyrir sig og eflaust Moniku og Pál Óskar líka.„Þetta var alveg dásamlegt“ Dætur Bryndísar skiptast á að vera hjá henni og pabba sínum á aðfangadag. Í ár sá Bryndís fram á að vera ein á aðfangadagskvöld og ákvað því að skella sér upp í sumarbústað í Reykjaskógi að morgni 24. desember. „Þessi jól voru þær aftur hjá pabba sínum á aðfangadag og ég var bara ein og keyrði upp í bústað á aðfangadagsmorgun. Þar skreytti ég og undirbjó jólasteikina og svona,“ segir Bryndís. „Svo var ég að skreyta jólatréð þegar Monika kemur semsagt með dóttur sína og tengdason og barnabörn, og þau banka upp á.“ Bryndís segir heimboðið hafa komið sér nokkuð á óvart, þó að dóttir Moniku hafi að vísu vitað af henni einni í bústaðnum, og þá hafi tímasetningin líka verið ótrúleg. „En það var eitthvað svo fyndið að vera að skreyta jólatréð, einn upp í bústað, að hlusta á Moniku þegar hún bankar svo sjálf,“ segir Bryndís sem kveðst hafa átt einstaklega gleðileg jól í sumarbústað með Moniku og fjölskyldu hennar. „Ég fór svo bara yfir til þeirra og borðaði með þeim jólamatinn. Svo fór ég yfir til mín á miðnætti þannig að þetta var alveg dásamlegt.“Ein í bústað á aðfangadag að skreyta jólatréð og hlusta á Pál Óskar & Moniku þegar Monika (!) bankar upp á og býður mér að borða með sér og fjölskyldunni í kvöld. Ég er núna að hlusta á Christmas in Hollis — Bryndis Alexanders (@bryndis1980) December 24, 2017 Hér að neðan má svo hlusta á lagið Himingöngu í flutningi Páls Óskars og Moniku. Lagið var flutt á jólatónleikum þeirra árið 2003. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Bryndís Alexandersdóttir ætlaði að halda jólin ein uppi í sumarbústað á aðfangadag. Undirbúningur var í fullum gangi, undir ljúfum tónum söngvarans Páls Óskars Hjálmtýssonar og hörpuleikarans Moniku Abendroth, þegar Monika sjálf bankaði á dyr og bauð Bryndísi að halda jólin með fjölskyldu sinni í næsta bústað. Atvikið á sér nokkra forsögu en Bryndís er fráskilin og hefur þurft að venjast því að vera ein á aðfangadag önnur hver jól.Bryndís og Monika á aðfangadagskvöld.Bryndís Alexandersdóttir„Jólin 2015 þá var ég semsagt ein á aðfangadag í fyrsta skipti og ákvað að fara í miðnæturmessu og hlustaði þar á Pál Óskar og Moniku í fyrsta sinn, en þetta var síðasta jólamessan sem þau spiluðu saman í,“ segir Bryndís í samtali við Vísi og bætir við að stundin hafi verið mjög tilfinningaþrungin, fyrir sig og eflaust Moniku og Pál Óskar líka.„Þetta var alveg dásamlegt“ Dætur Bryndísar skiptast á að vera hjá henni og pabba sínum á aðfangadag. Í ár sá Bryndís fram á að vera ein á aðfangadagskvöld og ákvað því að skella sér upp í sumarbústað í Reykjaskógi að morgni 24. desember. „Þessi jól voru þær aftur hjá pabba sínum á aðfangadag og ég var bara ein og keyrði upp í bústað á aðfangadagsmorgun. Þar skreytti ég og undirbjó jólasteikina og svona,“ segir Bryndís. „Svo var ég að skreyta jólatréð þegar Monika kemur semsagt með dóttur sína og tengdason og barnabörn, og þau banka upp á.“ Bryndís segir heimboðið hafa komið sér nokkuð á óvart, þó að dóttir Moniku hafi að vísu vitað af henni einni í bústaðnum, og þá hafi tímasetningin líka verið ótrúleg. „En það var eitthvað svo fyndið að vera að skreyta jólatréð, einn upp í bústað, að hlusta á Moniku þegar hún bankar svo sjálf,“ segir Bryndís sem kveðst hafa átt einstaklega gleðileg jól í sumarbústað með Moniku og fjölskyldu hennar. „Ég fór svo bara yfir til þeirra og borðaði með þeim jólamatinn. Svo fór ég yfir til mín á miðnætti þannig að þetta var alveg dásamlegt.“Ein í bústað á aðfangadag að skreyta jólatréð og hlusta á Pál Óskar & Moniku þegar Monika (!) bankar upp á og býður mér að borða með sér og fjölskyldunni í kvöld. Ég er núna að hlusta á Christmas in Hollis — Bryndis Alexanders (@bryndis1980) December 24, 2017 Hér að neðan má svo hlusta á lagið Himingöngu í flutningi Páls Óskars og Moniku. Lagið var flutt á jólatónleikum þeirra árið 2003.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira