Stilling bregst við breyttum þjónustukröfum Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2017 15:09 Skutlurnar hjá Stillingu. Stilling hf. er um þessar mundir að efla sendingarþjónustu á varahlutum til bílaverkstæða til að mæta breyttum þjónustukröfum. Samhliða þessum breytingum hefur Stilling ákveðið að loka varahlutaverslun sinni við Smiðjuveg í Kópavogi þann 1. nóvember næstkomandi. „Við fjölgum skutlum sem fara á klukkutíma fresti allan daginn með varahluti sem verkstæðin panta ýmist á netinu, í tölvupósti eða síma. Með þessu móti spara viðskiptavinir sér dýrmætan tíma og eru í flestum tilfellum að fá vörurnar í hendur fljótar en að sækja þær sjálfir, segir Júlíus Bjarnason framkvæmdastjóri Stillingar.“ „Þetta er sama þróun og orðið hefur víða erlendis, að þjónustan færist yfir í netverslun hjá stórum vöruhúsum. Það er fljótlegra og ódýrara fyrir viðskiptavininn að fá vöruna senda en leggja á sig tilheyrandi ferðir og fyrirhöfn. Það hljómar kannski sérkennilega að bæta þjónustuna og loka útsölustað í leiðinni. Málið er hins vegar að stór hluti viðskiptavina verslunarinnar við Smiðjuveg hafa verið verkstæðin sem núna sækja í vaxandi mæli í sendingarþjónustuna, vegna þess að hún hentar þeim miklu betur. Þar að auki er ekki langt að fara í verslun Stillingar á Bíldshöfða fyrir þá sem vilja gera innkaupin í eigin persónu, sagði Júlíus ennfremur.“ Engar breytingar er fyrirhugaðar í öðrum verslunum Stillingar í Hafnarfirði, á Selfossi og Akureyri og engum starfsmönnum verður sagt upp.„Þetta er sama þróun og orðið hefur víða erlendis, að þjónustan færist yfir í netverslun hjá stórum vöruhúsum, segir framkvæmdastjóri Stillingar. Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent
Stilling hf. er um þessar mundir að efla sendingarþjónustu á varahlutum til bílaverkstæða til að mæta breyttum þjónustukröfum. Samhliða þessum breytingum hefur Stilling ákveðið að loka varahlutaverslun sinni við Smiðjuveg í Kópavogi þann 1. nóvember næstkomandi. „Við fjölgum skutlum sem fara á klukkutíma fresti allan daginn með varahluti sem verkstæðin panta ýmist á netinu, í tölvupósti eða síma. Með þessu móti spara viðskiptavinir sér dýrmætan tíma og eru í flestum tilfellum að fá vörurnar í hendur fljótar en að sækja þær sjálfir, segir Júlíus Bjarnason framkvæmdastjóri Stillingar.“ „Þetta er sama þróun og orðið hefur víða erlendis, að þjónustan færist yfir í netverslun hjá stórum vöruhúsum. Það er fljótlegra og ódýrara fyrir viðskiptavininn að fá vöruna senda en leggja á sig tilheyrandi ferðir og fyrirhöfn. Það hljómar kannski sérkennilega að bæta þjónustuna og loka útsölustað í leiðinni. Málið er hins vegar að stór hluti viðskiptavina verslunarinnar við Smiðjuveg hafa verið verkstæðin sem núna sækja í vaxandi mæli í sendingarþjónustuna, vegna þess að hún hentar þeim miklu betur. Þar að auki er ekki langt að fara í verslun Stillingar á Bíldshöfða fyrir þá sem vilja gera innkaupin í eigin persónu, sagði Júlíus ennfremur.“ Engar breytingar er fyrirhugaðar í öðrum verslunum Stillingar í Hafnarfirði, á Selfossi og Akureyri og engum starfsmönnum verður sagt upp.„Þetta er sama þróun og orðið hefur víða erlendis, að þjónustan færist yfir í netverslun hjá stórum vöruhúsum, segir framkvæmdastjóri Stillingar.
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent