Heldur kosningapartí á Tenerife Guðný Hrönn skrifar 27. október 2017 12:15 Herdís og Sævar fá gesti á öllum aldri á Nostalgiu. Hér eru þau ásamt yngsta gestinum sem heimsótt hefur barinn. „Við hjónin komum hingað í frí tveimur árum áður en við fluttum hingað. Og þetta var í fyrsta skipti sem ég kom á stað og hugsaði með mér: Hér gæti ég búið,“ segir Herdís Árnadóttir sem sagði skilið við lífið á Íslandi fyrir rúmu ári til að flytja til Tenerife. Þar rekur hún Íslendingabarinn Nostalgiu ásamt manni sínum, Sævari Lúðvíkssyni. „Við vildum bara prófa eitthvað nýtt,“ segir Herdís spurð út í af hverju hún ákvað að flytja frá Íslandi. „Ég var í fínni vinnu og lifði góðu lífi á Íslandi, það var ekki málið. En mig langaði bara að gera eitthvað nýtt, á meðan ég hefði tækifæri til.“ Herdís hafði aldrei unnið á bar né í veitingageiranum áður en þau hjónin opnuðu Nostalgiu en í dag er hún komin upp á lagið með allt sem felst í því að reka og vinna á bar. „Ég hafði bara verið fyrir framan barinn,“ segir hún og hlær. „En ég vissi að ég gæti lært þetta eins og allt annað. Lykilatriðið er bara að hafa gaman af fólki.“ Skötuveisla, kosningavaka og landsleikirAðspurð hvort það sé hennar upplifun að Íslendingar vilji hitta samlanda sína á meðan þeir eru í fríi í útlöndum segir Herdís: „Já, þetta er rosalega áhugavert. Sumir vilja auðvitað ekki fara til útlanda til að hitta Íslendinga né skemmta sér með öðrum Íslendingum en fólk er almennt áhugasamt og rosalega ánægt með að við skyldum hafa gert þetta.“Íslendingar flykkjast alltaf á barinn til að horfa á landsleiki.Herdís segir mörgu fólki þykja mikilvægt að komast í íslenska stemningu á íslenskum hátíðisdögum til dæmis. „Fólk sem er á Tenerife yfir jól og áramót kemur til að mynda til okkar í skötuveislu. Og eins með alla landsleiki, fólk vill heyra í íslenskum þulum lýsa leikjum og fagna með öðrum Íslendingum. Fólk getur kannski alveg lifað án Íslands í nokkrar vikur en þetta er bara eins og skemmtileg félagsmiðstöð,“ segir hún glöð í bragði. Um helgina verður haldið kosningapartí á Nostalgiu. „Í fyrra mættu um 200 manns á kosningavöku hjá okkur,“ útskýrir Herdís og dæsir enda bíður hennar mikil vinna. „Í ár erum við að búast við mjög mörgum. Það er orðið uppselt í matinn hjá okkur um kvöldið, sem þýðir 60 manns.“„Við búumst svo við nokkur hundruð manns síðar um kvöldið vegna kosninganna. Hér verður gleði fram á nótt.“ Spurð út í hvort hún sjái sjálfa sig fyrir sér á Tenerife í mörg ár til viðbótar segir Herdís: „Ég ætla að vera eins lengi og ég hef áhuga á. Og ég hef rosalega gaman af þessu núna,“ útskýrir Herdís sem sat úti á svölum í 24 stiga hita þegar blaðamaður sló á þráðinn. Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Sjá meira
„Við hjónin komum hingað í frí tveimur árum áður en við fluttum hingað. Og þetta var í fyrsta skipti sem ég kom á stað og hugsaði með mér: Hér gæti ég búið,“ segir Herdís Árnadóttir sem sagði skilið við lífið á Íslandi fyrir rúmu ári til að flytja til Tenerife. Þar rekur hún Íslendingabarinn Nostalgiu ásamt manni sínum, Sævari Lúðvíkssyni. „Við vildum bara prófa eitthvað nýtt,“ segir Herdís spurð út í af hverju hún ákvað að flytja frá Íslandi. „Ég var í fínni vinnu og lifði góðu lífi á Íslandi, það var ekki málið. En mig langaði bara að gera eitthvað nýtt, á meðan ég hefði tækifæri til.“ Herdís hafði aldrei unnið á bar né í veitingageiranum áður en þau hjónin opnuðu Nostalgiu en í dag er hún komin upp á lagið með allt sem felst í því að reka og vinna á bar. „Ég hafði bara verið fyrir framan barinn,“ segir hún og hlær. „En ég vissi að ég gæti lært þetta eins og allt annað. Lykilatriðið er bara að hafa gaman af fólki.“ Skötuveisla, kosningavaka og landsleikirAðspurð hvort það sé hennar upplifun að Íslendingar vilji hitta samlanda sína á meðan þeir eru í fríi í útlöndum segir Herdís: „Já, þetta er rosalega áhugavert. Sumir vilja auðvitað ekki fara til útlanda til að hitta Íslendinga né skemmta sér með öðrum Íslendingum en fólk er almennt áhugasamt og rosalega ánægt með að við skyldum hafa gert þetta.“Íslendingar flykkjast alltaf á barinn til að horfa á landsleiki.Herdís segir mörgu fólki þykja mikilvægt að komast í íslenska stemningu á íslenskum hátíðisdögum til dæmis. „Fólk sem er á Tenerife yfir jól og áramót kemur til að mynda til okkar í skötuveislu. Og eins með alla landsleiki, fólk vill heyra í íslenskum þulum lýsa leikjum og fagna með öðrum Íslendingum. Fólk getur kannski alveg lifað án Íslands í nokkrar vikur en þetta er bara eins og skemmtileg félagsmiðstöð,“ segir hún glöð í bragði. Um helgina verður haldið kosningapartí á Nostalgiu. „Í fyrra mættu um 200 manns á kosningavöku hjá okkur,“ útskýrir Herdís og dæsir enda bíður hennar mikil vinna. „Í ár erum við að búast við mjög mörgum. Það er orðið uppselt í matinn hjá okkur um kvöldið, sem þýðir 60 manns.“„Við búumst svo við nokkur hundruð manns síðar um kvöldið vegna kosninganna. Hér verður gleði fram á nótt.“ Spurð út í hvort hún sjái sjálfa sig fyrir sér á Tenerife í mörg ár til viðbótar segir Herdís: „Ég ætla að vera eins lengi og ég hef áhuga á. Og ég hef rosalega gaman af þessu núna,“ útskýrir Herdís sem sat úti á svölum í 24 stiga hita þegar blaðamaður sló á þráðinn.
Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Sjá meira