Traust gagnvart öðrum er verðmætt Elín Albertsdóttir skrifar 27. október 2017 10:00 Hanna Borg Jónsdóttir er lögfræðingur og nemi í kennslufræðum. Hún hefur miklar skoðanir á mannréttindamálum barna. Vísir/Ernir Hanna Borg Jónsdóttir, lögfræðingur og nemi í kennslufræðum, er stödd á Íslandi ásamt manni sínum, Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, landsliðsmanni í handbolta, og tveimur sonum. Fjölskyldan býr í Frakklandi og Hanna notar tímann vel á Íslandi. Hanna Borg segir að þau dvelji á landinu í tvær vikur. Ásgeir Örn kom heim til að leika með landsliðinu í vináttuleikjum við Svía, hún nýtir tímann í verkefni í háskólanum auk þess sem þau munu fagna stórafmæli foreldra hennar á morgun, kosningadag. Hanna vakti athygli í fyrra þegar hún sendi frá sér bókina Rúnar góði þar sem áhugamál hennar, mannréttindi barna, voru kynnt fyrir lesendum. Bókin var skrifuð með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og hefur nýst vel í yngstu bekkjum grunnskólanna. Það var Heiðdís Helgadóttir sem myndskreytti bókina. Rúnar góði hvetur börn til hugleiðinga um mismunandi aðstæður og líf barna. Hanna kynntist vel skólastarfi á Íslandi þegar hún kynnti bókina og kolféll fyrir því, að eigin sögn. „Augun fóru að opnast fyrir svo mörgum möguleikum í skólastarfinu og svo var vinnan með börnunum svo ótrúlega gefandi. Þau eru uppfull af hugmyndum og sjónarmiðum sem við fullorðna fólkið mættum svo gjarnan læra af þeim,“ segir hún.Mannréttindi fyrir börn Hanna lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 2012 og fór síðan í framhaldsnám í mannréttindum við University of London sem hún kláraði í vor. „Margir spyrja mig af hverju ég sé í námi í kennslufræði fyrir grunnskóla. Ég er sem sagt í fjarnámi hjá menntavísindasviði Háskóla Íslands. Þetta er skemmtilegt nám sem ég er afskaplega ánægð með að hafa valið. Í gegnum allt lögfræðinámið mitt var ég að leita leiða til að sérhæfa mig til að vinna með börnum. BA-verkefnið mitt tengdist forsjárdeilumálum. Mastersritgerðin mín fjallaði um mannréttindi barna í íþróttum. Mér fannst því stórkostlegt tækifæri að komast í þetta nám og geta stundað það frá Frakklandi. Ég var eiginlega að hlusta á hjarta mitt,“ segir Hanna sem hefur sannarlega fundið sig í náminu. „Námið opnar mér dyr að vinna með börnum. Í þessari námsgrein ræðum við hluti sem hægt er að framkvæma til að bæta skólastarfið og menntun barna í landinu. Til dæmis gæti það bætt samfélag okkar mikið að kenna börnum strax frá byrjun um réttindi þeirra og leggja enn frekari áherslu á lýðræðislega hugsun og samfélagslega ábyrgð. Að byggja upp góða og virka samfélagsþegna. Til að umbætur geti orðið að veruleika þarf öfluga leiðtoga með opinn huga og trú á því að það sé hægt. Þá trú hef ég,“ segir Hanna og hér er greinilega um hjartans mál að ræða hjá henni.Fjölskyldan býr í Frakklandi en er í heimsókn á Íslandi, meðal annars vegna handbolta og stórafmælis. Hanna og Ásgeir með Tuma og Dag.En hvaðan kemur þessi mikli áhugi á mannréttindum? „Ég hef alltaf haft mjög ríka réttlætiskennd. Get komist í mikið uppnám ef mér finnst brotið á einhverjum. Sumir hræðast þetta orð, mannréttindi, og þá sérstaklega mannréttindi barna. Aðrir spyrja hvort ástæða sé til að ræða svoleiðis hluti við börn. Mín skoðun er sú að um leið og við fræðum börnin um réttindi þeirra og skyldur verða þau meðvituð um hvað sé rangt og hvað sé rétt. Þá standa þau upp bæði fyrir sjálfum sér og hvert fyrir öðru til að verjast óréttlæti. Það verður líka auðveldara að útskýra fyrir þeim af hverju sumt má en annað ekki. Að bera virðingu fyrir náunganum er mér hugleikið, rétt eins og jafnrétti kynjanna,“ útskýrir Hanna.Að láta drauma sína rætast Hanna er tvíburasystir Jóns Jónssonar tónlistarmanns og yngri bróðir þeirra er Friðrik Dór en báðir eru þeir að hasla sér völl í sjónvarpi um þessar mundir. Hún vitnar í texta tvíburabróður síns þegar hún segir: „Mér er ofarlega í huga það sem Jón syngur: „Ávallt virtu hjartans birtu, hún þig leiðir, sorgum eyðir.“ Það hefur svo góð áhrif að hafa áhuga og ástríðu fyrir einhverju. Ef þú hefur það gerir þú allt af svo mikilli alúð og þess vegna miklu betur. Það er mikilvægt að hvetja fólk til að hlusta á hjartað og framkvæma það sem það langar til. Jón bætir við í textanum: „Lífsins lausnir inni í þér“ sem fær mig til að hugsa um kosningarnar á morgun og alla þá sem eru virkir á samfélagsmiðlum. Þar er mikil neikvæðni og margir kappkosta að skjóta hinn aðilann niður. Ég hef lengi búið erlendis og sé hlutina kannski úr meiri fjarlægð. En ég spyr, hefur allt þetta neikvæða fólk horft í eigin barm? Er kannski eðlilegra að byrja hjá sjálfum sér til að bæta eigið líf og gera samfélagið betra? Hvað get ég gert?“ spyr Hanna og segist hafa fylgst af áhuga með stjórnmálaumræðunni undanfarna daga. „Ég veit samt ekki enn hvar x-ið mitt endar,“ segir þessa unga kona og bætir við: „Það kemur mér til dæmis mikið á óvart hversu lítið er fjallað um framtíðarmenntastefnu í grunnskólum. Aðalnámskrá er mjög lituð af pólitík sem getur verið afar óþægilegt þegar oft er skipt um ráðherra. Mikil og metnaðarfull vinna getur farið forgörðum við stjórnarslit.“„Ég er svo heppin að vera heimavinnandi og veit að það eru mikil forréttindi en á sama tíma er mér mikilvægt að virkja hugann í metnaðarfullu námi og verkefnum,“ segir Hanna.MYND/ERNIRStefnir heim eftir rúman áratug erlendis Hanna og Ásgeir stefna á að flytja heim eftir eitt og hálft ár. Þau eru búin að vera í Frakklandi í fimm ár en bjuggu áður í Þýskalandi og Danmörku. Þau eiga tvo drengi, Dag, 3ja ára, og Tuma, 5 ára. „Ég vil að strákarnir mín fái metnaðarfulla kennslu þegar þeir fara í skóla hér heima. Það má ekki vera tilviljanakennt hvernig hún verður, þessi vöntun á kennurum með kennsluréttindi er háalvarlegt mál. Það er að svo mörgu að hyggja, við þurfum að horfa fram á við og notfæra okkur og takast á við nýjustu þekkingu. Það er ekki nóg að eitthvað sé gott eða ágætt, við verðum að halda áfram að gera betur. Ég stóð lengi í þeirri trú að Ísland væri besta land í heimi varðandi jafnrétti kynjanna. En við nánari athugun ríkir hér til dæmis gríðarlegur kynbundinn launamunur og konur eru ekki að uppskera til jafns við karlmenn af menntun sinni þegar kemur að völdum og áhrifum. Það er því enn mikil vinna eftir til að ná fullu jafnrétti kynjanna en til að vinna að því er einmitt ýmis tækifæri að finna í skólunum,“ segir hún. Hanna segir að þótt gott sé að búa í Frakklandi á margan hátt séu líka ókostir. Hún saknar frelsisins hér heima og segir að traust gagnvart öðrum sé verðmætt. „Í Frakklandi lokar fólk heimili sín mikið af, t.d. með girðingum, þar ríkir mikið vantraust gagnvart náunganum. Hryðjuverkaógn setur svip sinn á allt lífið, meira að segja í skólum.“Tvíburasystkinin Hanna Borg Jónsdóttir og Jón Jónsson eru samrýmd. Þessi mynd var tekin af þeim árið 2004. Hanna vísar í texta Jóns þegar hún rabbar um lífsins gildi.Skólaskylda í Frakklandi hefst þegar börn eru þriggja ára. „Strákarnir eru mjög ánægðir í skólanum. Mikil áhersla er lögð á aga í frönskum skólum en námið gengur ótrúlega vel og hentar þeim. Ég er svo heppin að vera heimavinnandi og veit að það eru mikil forréttindi en á sama tíma er mér mikilvægt að virkja hugann í metnaðarfullu námi og verkefnum. Mér finnst æðislegt að vera mamma og nýt þess. Tíminn líður hratt og fyrstu ár barnanna eru mikilvæg. Ég er þess vegna mjög þakklát fyrir að hafa tíma til að sinna börnunum mínum eins vel og ég vil og vera til staðar. Við hugum að hollu mataræði og svo finnst mér rosalega gaman að dansa. Við hjónin dönsum alveg helling með strákunum okkar á stofugólfinu heima og skemmtum okkur vel. Dansinn bætir lífið,“ segir Hanna sem stundar einnig jóga. „Mér finnst íþróttastarf með yngri börnum til fyrirmyndar á Íslandi. Árangur landsliða okkar á erlendri grundu vekur mikla athygli í Frakklandi.“En er væntanleg ný barnabók? „Ég er með ótrúlega margar hugmyndir í kollinum og ný bók kemur örugglega einn daginn.“ Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira
Hanna Borg Jónsdóttir, lögfræðingur og nemi í kennslufræðum, er stödd á Íslandi ásamt manni sínum, Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, landsliðsmanni í handbolta, og tveimur sonum. Fjölskyldan býr í Frakklandi og Hanna notar tímann vel á Íslandi. Hanna Borg segir að þau dvelji á landinu í tvær vikur. Ásgeir Örn kom heim til að leika með landsliðinu í vináttuleikjum við Svía, hún nýtir tímann í verkefni í háskólanum auk þess sem þau munu fagna stórafmæli foreldra hennar á morgun, kosningadag. Hanna vakti athygli í fyrra þegar hún sendi frá sér bókina Rúnar góði þar sem áhugamál hennar, mannréttindi barna, voru kynnt fyrir lesendum. Bókin var skrifuð með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og hefur nýst vel í yngstu bekkjum grunnskólanna. Það var Heiðdís Helgadóttir sem myndskreytti bókina. Rúnar góði hvetur börn til hugleiðinga um mismunandi aðstæður og líf barna. Hanna kynntist vel skólastarfi á Íslandi þegar hún kynnti bókina og kolféll fyrir því, að eigin sögn. „Augun fóru að opnast fyrir svo mörgum möguleikum í skólastarfinu og svo var vinnan með börnunum svo ótrúlega gefandi. Þau eru uppfull af hugmyndum og sjónarmiðum sem við fullorðna fólkið mættum svo gjarnan læra af þeim,“ segir hún.Mannréttindi fyrir börn Hanna lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 2012 og fór síðan í framhaldsnám í mannréttindum við University of London sem hún kláraði í vor. „Margir spyrja mig af hverju ég sé í námi í kennslufræði fyrir grunnskóla. Ég er sem sagt í fjarnámi hjá menntavísindasviði Háskóla Íslands. Þetta er skemmtilegt nám sem ég er afskaplega ánægð með að hafa valið. Í gegnum allt lögfræðinámið mitt var ég að leita leiða til að sérhæfa mig til að vinna með börnum. BA-verkefnið mitt tengdist forsjárdeilumálum. Mastersritgerðin mín fjallaði um mannréttindi barna í íþróttum. Mér fannst því stórkostlegt tækifæri að komast í þetta nám og geta stundað það frá Frakklandi. Ég var eiginlega að hlusta á hjarta mitt,“ segir Hanna sem hefur sannarlega fundið sig í náminu. „Námið opnar mér dyr að vinna með börnum. Í þessari námsgrein ræðum við hluti sem hægt er að framkvæma til að bæta skólastarfið og menntun barna í landinu. Til dæmis gæti það bætt samfélag okkar mikið að kenna börnum strax frá byrjun um réttindi þeirra og leggja enn frekari áherslu á lýðræðislega hugsun og samfélagslega ábyrgð. Að byggja upp góða og virka samfélagsþegna. Til að umbætur geti orðið að veruleika þarf öfluga leiðtoga með opinn huga og trú á því að það sé hægt. Þá trú hef ég,“ segir Hanna og hér er greinilega um hjartans mál að ræða hjá henni.Fjölskyldan býr í Frakklandi en er í heimsókn á Íslandi, meðal annars vegna handbolta og stórafmælis. Hanna og Ásgeir með Tuma og Dag.En hvaðan kemur þessi mikli áhugi á mannréttindum? „Ég hef alltaf haft mjög ríka réttlætiskennd. Get komist í mikið uppnám ef mér finnst brotið á einhverjum. Sumir hræðast þetta orð, mannréttindi, og þá sérstaklega mannréttindi barna. Aðrir spyrja hvort ástæða sé til að ræða svoleiðis hluti við börn. Mín skoðun er sú að um leið og við fræðum börnin um réttindi þeirra og skyldur verða þau meðvituð um hvað sé rangt og hvað sé rétt. Þá standa þau upp bæði fyrir sjálfum sér og hvert fyrir öðru til að verjast óréttlæti. Það verður líka auðveldara að útskýra fyrir þeim af hverju sumt má en annað ekki. Að bera virðingu fyrir náunganum er mér hugleikið, rétt eins og jafnrétti kynjanna,“ útskýrir Hanna.Að láta drauma sína rætast Hanna er tvíburasystir Jóns Jónssonar tónlistarmanns og yngri bróðir þeirra er Friðrik Dór en báðir eru þeir að hasla sér völl í sjónvarpi um þessar mundir. Hún vitnar í texta tvíburabróður síns þegar hún segir: „Mér er ofarlega í huga það sem Jón syngur: „Ávallt virtu hjartans birtu, hún þig leiðir, sorgum eyðir.“ Það hefur svo góð áhrif að hafa áhuga og ástríðu fyrir einhverju. Ef þú hefur það gerir þú allt af svo mikilli alúð og þess vegna miklu betur. Það er mikilvægt að hvetja fólk til að hlusta á hjartað og framkvæma það sem það langar til. Jón bætir við í textanum: „Lífsins lausnir inni í þér“ sem fær mig til að hugsa um kosningarnar á morgun og alla þá sem eru virkir á samfélagsmiðlum. Þar er mikil neikvæðni og margir kappkosta að skjóta hinn aðilann niður. Ég hef lengi búið erlendis og sé hlutina kannski úr meiri fjarlægð. En ég spyr, hefur allt þetta neikvæða fólk horft í eigin barm? Er kannski eðlilegra að byrja hjá sjálfum sér til að bæta eigið líf og gera samfélagið betra? Hvað get ég gert?“ spyr Hanna og segist hafa fylgst af áhuga með stjórnmálaumræðunni undanfarna daga. „Ég veit samt ekki enn hvar x-ið mitt endar,“ segir þessa unga kona og bætir við: „Það kemur mér til dæmis mikið á óvart hversu lítið er fjallað um framtíðarmenntastefnu í grunnskólum. Aðalnámskrá er mjög lituð af pólitík sem getur verið afar óþægilegt þegar oft er skipt um ráðherra. Mikil og metnaðarfull vinna getur farið forgörðum við stjórnarslit.“„Ég er svo heppin að vera heimavinnandi og veit að það eru mikil forréttindi en á sama tíma er mér mikilvægt að virkja hugann í metnaðarfullu námi og verkefnum,“ segir Hanna.MYND/ERNIRStefnir heim eftir rúman áratug erlendis Hanna og Ásgeir stefna á að flytja heim eftir eitt og hálft ár. Þau eru búin að vera í Frakklandi í fimm ár en bjuggu áður í Þýskalandi og Danmörku. Þau eiga tvo drengi, Dag, 3ja ára, og Tuma, 5 ára. „Ég vil að strákarnir mín fái metnaðarfulla kennslu þegar þeir fara í skóla hér heima. Það má ekki vera tilviljanakennt hvernig hún verður, þessi vöntun á kennurum með kennsluréttindi er háalvarlegt mál. Það er að svo mörgu að hyggja, við þurfum að horfa fram á við og notfæra okkur og takast á við nýjustu þekkingu. Það er ekki nóg að eitthvað sé gott eða ágætt, við verðum að halda áfram að gera betur. Ég stóð lengi í þeirri trú að Ísland væri besta land í heimi varðandi jafnrétti kynjanna. En við nánari athugun ríkir hér til dæmis gríðarlegur kynbundinn launamunur og konur eru ekki að uppskera til jafns við karlmenn af menntun sinni þegar kemur að völdum og áhrifum. Það er því enn mikil vinna eftir til að ná fullu jafnrétti kynjanna en til að vinna að því er einmitt ýmis tækifæri að finna í skólunum,“ segir hún. Hanna segir að þótt gott sé að búa í Frakklandi á margan hátt séu líka ókostir. Hún saknar frelsisins hér heima og segir að traust gagnvart öðrum sé verðmætt. „Í Frakklandi lokar fólk heimili sín mikið af, t.d. með girðingum, þar ríkir mikið vantraust gagnvart náunganum. Hryðjuverkaógn setur svip sinn á allt lífið, meira að segja í skólum.“Tvíburasystkinin Hanna Borg Jónsdóttir og Jón Jónsson eru samrýmd. Þessi mynd var tekin af þeim árið 2004. Hanna vísar í texta Jóns þegar hún rabbar um lífsins gildi.Skólaskylda í Frakklandi hefst þegar börn eru þriggja ára. „Strákarnir eru mjög ánægðir í skólanum. Mikil áhersla er lögð á aga í frönskum skólum en námið gengur ótrúlega vel og hentar þeim. Ég er svo heppin að vera heimavinnandi og veit að það eru mikil forréttindi en á sama tíma er mér mikilvægt að virkja hugann í metnaðarfullu námi og verkefnum. Mér finnst æðislegt að vera mamma og nýt þess. Tíminn líður hratt og fyrstu ár barnanna eru mikilvæg. Ég er þess vegna mjög þakklát fyrir að hafa tíma til að sinna börnunum mínum eins vel og ég vil og vera til staðar. Við hugum að hollu mataræði og svo finnst mér rosalega gaman að dansa. Við hjónin dönsum alveg helling með strákunum okkar á stofugólfinu heima og skemmtum okkur vel. Dansinn bætir lífið,“ segir Hanna sem stundar einnig jóga. „Mér finnst íþróttastarf með yngri börnum til fyrirmyndar á Íslandi. Árangur landsliða okkar á erlendri grundu vekur mikla athygli í Frakklandi.“En er væntanleg ný barnabók? „Ég er með ótrúlega margar hugmyndir í kollinum og ný bók kemur örugglega einn daginn.“
Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira