Dekkjaskipti - 90% munur á hæsta og lægsta verði Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 09:32 Þann 1. nóvember gengur hinn formlegi vetrardekkjatími í garð. Miðvikudaginn 11. október kannaði FÍB verð á umfelgun hjá 40 dekkjaverkstæðum vítt og breitt um landið. Hjá flestum fyrirtækjunum eða 24 er verið að bjóða sama verð fyrir þjónustuna núna og í vorkönnun FÍB 2017. Átta fyrirtæki lækka verðið frá því vor og átta hækka. Spurt var: Hvað kostar umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum 16 tommu álfelgum. Beðið var um listaverð án allra afslátta eða sérkjara eins og t.d. FÍB afsláttar, eldri borgara afsláttar o.s.frv. Það skal tekið tekið fram að sum fyrirtækin í könnunni gefa enga afslætti á þau verð sem gefin eru upp. Miðið var við dekkjaskipti á Toyota Corolla með hjólastærð 205/55 R16, sem er ein algengasta hjóla- og dekkjastærð fólksbíla á íslenska markaðnum. Afsættir til FÍB félaga af hjólbarðaþjónustu Í könnunni á þessu hausti var lægsta verðið gefið upp hjá Titancar í Kópavogi eða 5.000 krónur. Hæst var það hins vegar í N1 9.493 krónur (sjá nánar í töflu). Munur á hæsta og lægsta verði er 90%. Þann 1. nóvember gengur hinn formlegi vetrardekkjatími í garð, þegar löglegt verður að aka á negldum vetrarhjólbörum. Samkvæmt hefðinni má reikna með mikilli ös á hjólbarðaverkstæðum á þessu degi sem að þessu sinni ber upp á miðvikudag. Eins og alltaf má síðan reikna með að mikið verði að gera í hjólbarðaskiptum þegar fyrsti snjórinn fellur. Könnunin fór fram í gegnum síma. Spurt var um listaverð á vinnu við umfelgun og jafnvægisstillingu á fjórum 16 tommu álfelgum. Eingöngu var kannað verð á þessari tegund bifreiðaþjónustu. Ekki var lagt mat á gæði þjónustunnar og mögulegan mun á henni. Einvörðungu var miðað við álfelgur enda eru þær undir stærri hluta fólksbíla.Kannað var verð á umfelgun hjá 40 dekkjaverkstæðum.FÍB Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Miðvikudaginn 11. október kannaði FÍB verð á umfelgun hjá 40 dekkjaverkstæðum vítt og breitt um landið. Hjá flestum fyrirtækjunum eða 24 er verið að bjóða sama verð fyrir þjónustuna núna og í vorkönnun FÍB 2017. Átta fyrirtæki lækka verðið frá því vor og átta hækka. Spurt var: Hvað kostar umfelgun og jafnvægisstilling á fjórum 16 tommu álfelgum. Beðið var um listaverð án allra afslátta eða sérkjara eins og t.d. FÍB afsláttar, eldri borgara afsláttar o.s.frv. Það skal tekið tekið fram að sum fyrirtækin í könnunni gefa enga afslætti á þau verð sem gefin eru upp. Miðið var við dekkjaskipti á Toyota Corolla með hjólastærð 205/55 R16, sem er ein algengasta hjóla- og dekkjastærð fólksbíla á íslenska markaðnum. Afsættir til FÍB félaga af hjólbarðaþjónustu Í könnunni á þessu hausti var lægsta verðið gefið upp hjá Titancar í Kópavogi eða 5.000 krónur. Hæst var það hins vegar í N1 9.493 krónur (sjá nánar í töflu). Munur á hæsta og lægsta verði er 90%. Þann 1. nóvember gengur hinn formlegi vetrardekkjatími í garð, þegar löglegt verður að aka á negldum vetrarhjólbörum. Samkvæmt hefðinni má reikna með mikilli ös á hjólbarðaverkstæðum á þessu degi sem að þessu sinni ber upp á miðvikudag. Eins og alltaf má síðan reikna með að mikið verði að gera í hjólbarðaskiptum þegar fyrsti snjórinn fellur. Könnunin fór fram í gegnum síma. Spurt var um listaverð á vinnu við umfelgun og jafnvægisstillingu á fjórum 16 tommu álfelgum. Eingöngu var kannað verð á þessari tegund bifreiðaþjónustu. Ekki var lagt mat á gæði þjónustunnar og mögulegan mun á henni. Einvörðungu var miðað við álfelgur enda eru þær undir stærri hluta fólksbíla.Kannað var verð á umfelgun hjá 40 dekkjaverkstæðum.FÍB
Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent