Skammsýni Hörður Ægisson skrifar 26. maí 2017 07:00 Seðlabanki Íslands tilkynnti í síðustu viku að hann væri hættur reglulegum gjaldeyriskaupum sínum. Sú ákvörðun sætir tíðindum enda þótt það hafi aðeins verið tímaspursmál hvenær bankinn myndi viðurkenna að hann gæti ekki lengur staðið á móti gengisstyrkingu krónunnar. Á síðustu misserum og árum hefur Seðlabankinn keypt um og yfir helming alls þess innflæðis sem hefur komið á gjaldeyrismarkaðinn og þannig byggt upp yfir 800 milljarða forða, þann stærsta í lýðveldissögunni. Með öðrum orðum hefur Seðlabankinn í reynd falsað markaðsgengi krónunnar. Hefði ekki komið til gjaldeyriskaupanna væri gengið mun hærra. Það var hins vegar fyrirséð að þessi stórfelldu kaup gætu ekki haldið áfram. Þótt gjaldeyrisforðanum fylgi mikill ábati þá ber hann einnig umtalsverðan vaxtakostnað, sem nemur tugum milljarða á ári, og var farinn að bíta í afkomu bankans. Að óbreyttu mun eigið fé hans þurrkast upp árið 2018. Þrátt fyrir að uppgangur í ferðaþjónustu hafi átt hvað mestan þátt í stöðugu innflæði gjaldeyris til landsins, sem hefur skilað sér í metviðskiptaafgangi, þá kemur fleira til. Frá 2014 hefur það ekki síður verið gríðarmikill afgangur á fjármagnsjöfnuði sem hefur verið að þrýsta upp gengi krónunnar. Þar spilar margt inn í. Meðal annars áður óþekktur áhugi erlendra fjárfesta á kaupum á íslenskum fyrirtækjum, hækkandi lánshæfismat sem hefur ýtt undir erlendar lántökur banka og fyrirtækja, innflæði vegna fjárfestinga í skráðum félögum hefur aukist hröðum skrefum og þá eru merki um að vaxtamunarviðskipti séu að fara af stað á nýjan leik eftir tíu mánaða frost. Ísland er á kortinu hjá erlendum fjárfestum. Það er ekki útlit fyrir að það sé að fara að breytast við núverandi vaxtamun við útlönd. Erlent fjármagn mun halda áfram að streyma til landsins en á sama tíma letja Íslendinga til að fara úr landi með fé sitt. Þótt gengishækkunin valdi ýmsum útflutningsgreinum miklum og vaxandi erfiðleikum þá hefur hún, eins og seðlabankastjóri hefur bent á, verið góðkynja. Hún byggist á – ólíkt því sem gerðist á árunum fyrir bankahrunið – undirliggjandi efnahagsstærðum og á þátt í betra jafnvægi í hagkerfinu. Gengisstyrkingin endurspeglar því hækkun jafnvægisgengis og hefur stuðlað að minni verðbólgu og þar af leiðandi lægri vöxtum en ella. Það væri samt skammsýni að telja sér trú um að tugprósenta gengishækkun til viðbótar, sem er alls ekki óhugsandi að geti gerst að óbreyttu, muni ekki ógna stöðugleika í hagkerfinu. Stjórnvöld hafa brugðist við þessari stöðu með skipan verkefnisstjórnar um endurmat peningastefnunnar. Það er ágætis fyrsta skref. Meira þarf samt auðvitað að koma til. Eftir að Seðlabankinn hefur hætt reglulegum gjaldeyriskaupum hlýtur hann í kjölfarið að endurskoða beitingu stjórntækja sinna. Ólíklegt er að lækkun vaxta upp á 0,25 eða 0,5 prósentur breyti miklu, eitt og sér, fyrir gjaldeyrisflæði til og frá landinu. Til þess þurfa vextir að lækka mun meira. Það hefur orðið kerfisbreyting á grunngerð hagkerfisins. Erlenda staðan hefur tekið stakkaskiptum, sparnaðarstigið aldrei mælst hærra og Ísland er því orðið að fjármagnsútflytjanda. Við þessar aðstæður ættu vextir að vera miklu lægri án þess að það raski jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hvenær og hversu hratt það gerist er undir Seðlabankanum komið. Hann er nú þegar á eftir kúrvunni.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun
Seðlabanki Íslands tilkynnti í síðustu viku að hann væri hættur reglulegum gjaldeyriskaupum sínum. Sú ákvörðun sætir tíðindum enda þótt það hafi aðeins verið tímaspursmál hvenær bankinn myndi viðurkenna að hann gæti ekki lengur staðið á móti gengisstyrkingu krónunnar. Á síðustu misserum og árum hefur Seðlabankinn keypt um og yfir helming alls þess innflæðis sem hefur komið á gjaldeyrismarkaðinn og þannig byggt upp yfir 800 milljarða forða, þann stærsta í lýðveldissögunni. Með öðrum orðum hefur Seðlabankinn í reynd falsað markaðsgengi krónunnar. Hefði ekki komið til gjaldeyriskaupanna væri gengið mun hærra. Það var hins vegar fyrirséð að þessi stórfelldu kaup gætu ekki haldið áfram. Þótt gjaldeyrisforðanum fylgi mikill ábati þá ber hann einnig umtalsverðan vaxtakostnað, sem nemur tugum milljarða á ári, og var farinn að bíta í afkomu bankans. Að óbreyttu mun eigið fé hans þurrkast upp árið 2018. Þrátt fyrir að uppgangur í ferðaþjónustu hafi átt hvað mestan þátt í stöðugu innflæði gjaldeyris til landsins, sem hefur skilað sér í metviðskiptaafgangi, þá kemur fleira til. Frá 2014 hefur það ekki síður verið gríðarmikill afgangur á fjármagnsjöfnuði sem hefur verið að þrýsta upp gengi krónunnar. Þar spilar margt inn í. Meðal annars áður óþekktur áhugi erlendra fjárfesta á kaupum á íslenskum fyrirtækjum, hækkandi lánshæfismat sem hefur ýtt undir erlendar lántökur banka og fyrirtækja, innflæði vegna fjárfestinga í skráðum félögum hefur aukist hröðum skrefum og þá eru merki um að vaxtamunarviðskipti séu að fara af stað á nýjan leik eftir tíu mánaða frost. Ísland er á kortinu hjá erlendum fjárfestum. Það er ekki útlit fyrir að það sé að fara að breytast við núverandi vaxtamun við útlönd. Erlent fjármagn mun halda áfram að streyma til landsins en á sama tíma letja Íslendinga til að fara úr landi með fé sitt. Þótt gengishækkunin valdi ýmsum útflutningsgreinum miklum og vaxandi erfiðleikum þá hefur hún, eins og seðlabankastjóri hefur bent á, verið góðkynja. Hún byggist á – ólíkt því sem gerðist á árunum fyrir bankahrunið – undirliggjandi efnahagsstærðum og á þátt í betra jafnvægi í hagkerfinu. Gengisstyrkingin endurspeglar því hækkun jafnvægisgengis og hefur stuðlað að minni verðbólgu og þar af leiðandi lægri vöxtum en ella. Það væri samt skammsýni að telja sér trú um að tugprósenta gengishækkun til viðbótar, sem er alls ekki óhugsandi að geti gerst að óbreyttu, muni ekki ógna stöðugleika í hagkerfinu. Stjórnvöld hafa brugðist við þessari stöðu með skipan verkefnisstjórnar um endurmat peningastefnunnar. Það er ágætis fyrsta skref. Meira þarf samt auðvitað að koma til. Eftir að Seðlabankinn hefur hætt reglulegum gjaldeyriskaupum hlýtur hann í kjölfarið að endurskoða beitingu stjórntækja sinna. Ólíklegt er að lækkun vaxta upp á 0,25 eða 0,5 prósentur breyti miklu, eitt og sér, fyrir gjaldeyrisflæði til og frá landinu. Til þess þurfa vextir að lækka mun meira. Það hefur orðið kerfisbreyting á grunngerð hagkerfisins. Erlenda staðan hefur tekið stakkaskiptum, sparnaðarstigið aldrei mælst hærra og Ísland er því orðið að fjármagnsútflytjanda. Við þessar aðstæður ættu vextir að vera miklu lægri án þess að það raski jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hvenær og hversu hratt það gerist er undir Seðlabankanum komið. Hann er nú þegar á eftir kúrvunni.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun