Lífið

Eina konan sem hefur farið til allra landa í heiminum: Cassie segir frá topp 10 áfangastöðunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cassie De Pecol var 18 mánuði á ferðalagi.
Cassie De Pecol var 18 mánuði á ferðalagi. vísir
Cassie De Pecol er 27 ára og er hún fyrsta konan til að heimsækja öll löndin í heiminum, öll 196 þeirra.

Ferðalagið tók hana 18 mánuði en hún ferðaðist um heiminn í forsvari fyrir alþjóðarsamtök fyrir friði í gegnum túrisma eða International Institute of Peace Through Tourism.

Samtök sem stofnuð voru árið 1986 með það að markmiði að auka skilning milli mismunandi menningarheima.

Hún hóf ferðalag sitt árið 2015 og hafði fjármagn til að láta draum sinn verða að veruleika í gegnum styrki og aðrar fjárveitingar. Hún skrásetti ferðina mjög vel í gegnum Instagram og Twitter.

Í samtali við Telegraph Travel fer hún yfir topp 10 áfangastaði sína. Þeir eru ekkert í neinni sérstakri röð, þetta eru bara tíu bestu löndin í heiminum að hennar mati.

1. Bandaríkin (Heimaland Pecol)

2. Mongólía

3. Maldives

4. Vanuatu

5. Bútan

6. Kosta Ríka

7. Oman

8. Túnis

9. Perú

10. Pakistan

Hér að neðan má sjá myndband úr ferð Pecol en ferðlagið fékk nafnið Expedition 196.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×