Lífið

Kit Harington fór á skeljarnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harington og Leslie falleg saman.
Harington og Leslie falleg saman. vísir/getty
Kit Harington fer með eitt af aðalhlutverkinu í þáttunum Game of Thrones og leikur hann Jon Snow. Eins og flestir vita eru þættirnir þeir allra vinsælustu í heiminum og horfa milljónir manna á þá í hverri viku.

Harington og Rose Leslie kynntust í þáttunum við tökur á fjórðu þáttaröðinni og hafa verið í ástarsambandi opinberlega síðan árið 2016. 

Leslie fór með hlutverk Ygritte og var frægt ástatriði þeirra í þáttunum meðal annars tekið upp í helli í Grjótagjá.

Nú greina erlendir miðlar frá því að parið sé trúlofað. Harington sagði á sínum tíma að hann hefði orðið ástfanginn af Leslie hér á landi.

Hér að neðan má sjá innslag sem Ísland í dag gerði af tökustað Game of Thrones í nóvember 2011. Þar segja höfundar þáttanna og framleiðendur frá tökunum á Íslandi og sést Kit Harrington meðal annars bregða fyrir í fullum skrúða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.