Lífið

Fetar í rándýr fótspor föður síns

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur þarf ekki að sækja hæfileikana langt.
Guðmundur þarf ekki að sækja hæfileikana langt.
„Þetta er útgáfupartý á lagi og myndbandi hjá hljómsveitinni Wildfire,“ segir Guðmundur Herbertsson forsprakki sveitarinnar en hann þarf ekki að sækja hæfileikana langt, Guðmundur er sonur Herberts Guðmundssonar. 

Teitið verður haldið í Bíó Paradís þann 11. mars og má sjá allar upplýsingar um það hér. 

„Ég hef verið að semja mikið af lögum og taka þau upp sjálfur heima án þess að gefa neitt út í þó nokkurn tíma. Ég datt inn á lag fyrir ári síðan og fékk svona „gut feeling“ með það og fór beint til Ása Jóhanns í Stúdíó Paradís þar sem við réðumst í upptökur á þessu lagi.“

Guðmundur segist hafa unnið með algjörum snillingum í ferlinu öllu.

„Og núna skipa þeir hljómsveitina Wildfire. Í kjölfarið negldum við niður og tókum upp fleiri lög og það er núna komið efni í plötu. Up to the Stars er fyrsta lagið sem Wildfire gefur út. Það var ekki bara nóg að henda í snilldarlag og gefa það út heldur var stefnan tekin á tónlistarmyndband og því er öllu til tjaldað.“

Útgáfupartý á laginu og tónlistarmyndbandi verður haldið í Bíó Paradís 11. mars og verða léttar veitingar í boði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×