Nennir ekki dómaratuði úr stúkunni og auglýsir formlega eftir stuðningi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2017 10:00 Hörður Axel vill sjá menn með kústa og fyndna hatta í stúkunni í úrslitakeppninni. vísir/ernir/daníel Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur í Domino´s-deild karla í körfubolta, ritar áhugaverðan pistil á stuðningsmannasíðu félagsins á Facebook. Þar auglýsir hann eftir alvöru stuðningi við liðið þegar kemur að úrslitakeppninni. Keflvíkingar áttu um árabil eina bestu stuðningsmannasveit Íslands, Pumasveitina, sem tryllti lýðinn bæði á veturnar í körfunni og svo í fótboltanum á sumrin. Sláturhúsið hefur aftur á móti ekki verið alveg jafn ógnvekjandi í vetur. „Nú fer að líða að úrslitakeppni. Ég held að allir séu búnir að sjá það að það er komin meiri alvara í okkar leik. Sama hvar við endum í deildinni ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fara eins langt og mögulegt er, skemmta okkur sjálfum og reyna að skemmta ykkur á sama tíma. En til þess að ná langt og ná okkar markmiðum þá þurfa margir þættir að smella saman,“ segir Hörður Axel. Hann hrósar ungum strákum í 10. flokki karla fyrir að vera duglegir að mæta og láta í sér heyra en nú þegar sjálf úrslitakeppnin rennur í garð vill hann meira og lofar líka að liðið mun einnig gera meira og betur. „Þið viljið meira frá okkur sem við munum reyna að standa undir. Við viljum meira frá ykkur sem þið vonandi takið til ykkar og hjálpið okkur. Að þræta við dómarana úr stúkunni er óþarfi og tuð út í eigin leikmenn er það einnig að mínu mati. Notum orkuna okkar í eitthvað uppbyggilegt,“ segir Hörður Axel. Landsliðsmaðurinn vonast til að sjá gömlu góðu stemninguna á Sunnubrautinni í úrslitakeppninni og auglýsir formlega eftir Puma-sveitinni. Hann vill sjá þá sem tengdust henni rifja upp gamla og góða tíma á vormánuðum. Hann vill byrja strax annað kvöld þegar Keflavík mætir ÍR í lokaumferð Domino´s-deildarinnar. Ghetto Hooligans, stuðningsmenn ÍR, hafa verið einir þeir bestu í deildinni í vetur. „Nú skora ég hér með fyrir hönd liðsins á að allir þeir sem eru, voru eða hafa verið tengdir Puma-sveitinni eða annarri trommusveit undir merkjum Keflavíkur stilli saman strengi. Gerum einhverja alvöru úr þessu og sjáum hvert það fleytir okkur. Sé ykkur í Seljaskóla þar sem ég treysti á að Ghetto Hooligans verði kaffært,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur í Domino´s-deild karla í körfubolta, ritar áhugaverðan pistil á stuðningsmannasíðu félagsins á Facebook. Þar auglýsir hann eftir alvöru stuðningi við liðið þegar kemur að úrslitakeppninni. Keflvíkingar áttu um árabil eina bestu stuðningsmannasveit Íslands, Pumasveitina, sem tryllti lýðinn bæði á veturnar í körfunni og svo í fótboltanum á sumrin. Sláturhúsið hefur aftur á móti ekki verið alveg jafn ógnvekjandi í vetur. „Nú fer að líða að úrslitakeppni. Ég held að allir séu búnir að sjá það að það er komin meiri alvara í okkar leik. Sama hvar við endum í deildinni ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fara eins langt og mögulegt er, skemmta okkur sjálfum og reyna að skemmta ykkur á sama tíma. En til þess að ná langt og ná okkar markmiðum þá þurfa margir þættir að smella saman,“ segir Hörður Axel. Hann hrósar ungum strákum í 10. flokki karla fyrir að vera duglegir að mæta og láta í sér heyra en nú þegar sjálf úrslitakeppnin rennur í garð vill hann meira og lofar líka að liðið mun einnig gera meira og betur. „Þið viljið meira frá okkur sem við munum reyna að standa undir. Við viljum meira frá ykkur sem þið vonandi takið til ykkar og hjálpið okkur. Að þræta við dómarana úr stúkunni er óþarfi og tuð út í eigin leikmenn er það einnig að mínu mati. Notum orkuna okkar í eitthvað uppbyggilegt,“ segir Hörður Axel. Landsliðsmaðurinn vonast til að sjá gömlu góðu stemninguna á Sunnubrautinni í úrslitakeppninni og auglýsir formlega eftir Puma-sveitinni. Hann vill sjá þá sem tengdust henni rifja upp gamla og góða tíma á vormánuðum. Hann vill byrja strax annað kvöld þegar Keflavík mætir ÍR í lokaumferð Domino´s-deildarinnar. Ghetto Hooligans, stuðningsmenn ÍR, hafa verið einir þeir bestu í deildinni í vetur. „Nú skora ég hér með fyrir hönd liðsins á að allir þeir sem eru, voru eða hafa verið tengdir Puma-sveitinni eða annarri trommusveit undir merkjum Keflavíkur stilli saman strengi. Gerum einhverja alvöru úr þessu og sjáum hvert það fleytir okkur. Sé ykkur í Seljaskóla þar sem ég treysti á að Ghetto Hooligans verði kaffært,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira