Körfubolti

Tveir leikir upp á líf eða dauða í Valshöllinni á miðvikudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn spila tvo afar mikilvæga leiki á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið.
Valsmenn spila tvo afar mikilvæga leiki á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Vísir/Samsett
Valshöllin á Hlíðarenda verður svo sannarlega staðurinn til að vera á miðvikudagskvöldið kemur en þá fara þar fram tveir rosalega mikilvægir leikir fyrir bæði Valsmenn og gesti þeirra.

Valur og Hamar spila fyrst hreinan úrslitaleik um sæti í Domino´s deild karla í körfubolta en Valsmenn tryggðu sér oddaleik með sigri í Hvergerði í gærkvöldi. Bæði lið hafa unnið tvo leiki, einn á sitthvorum heimavelli, og því getur allt gerst í þessum úrslitaleik.

Strax á eftir fer fram annar leikur Vals og ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Eyjamenn unnu níu marka sigur, 29-21, í fyrsta leiknum í gær. Valsmenn verða að vinna til að tryggja sér oddaleik í Vestmannaeyjum.

Körfuknattleiksambandið sendi frá sér tilkynningu í dag um að leikur Vals og Hamars hafi verið færður frá 19.30 til 18.00. Áður hafði Handknattleikssambandið sett á leik Vals og Hauka klukkan átta og því varð körfuboltinn að færa sig. Handboltaleikurinn er líka færður aftur um hálftíma.

Körfuboltaleikur Vals og Hamars hefst því klukkan 18.00 en handboltaleikur Vals og ÍBV hefst klukkan 20.30.


Tengdar fréttir

Hamar færist nær Domino's deildinni

Hamar er aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti í Domino's deild karla eftir sigur á Val, 73-82, í þriðja leik liðanna í umspili í kvöld.

Valsmenn náðu í oddaleik eftir sigur á Hamri

Valsmenn náðu að knýja fram oddaleik í rimmunni um laust sæti í Dominos-deildinni eftir frábæran sigur á Hamar 89-84 í kvöld en leikurinn fór fram í Hveragerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×