Lífið

Jane Fonda opnar sig um kynferðisofbeldi: „Ég var misnotuð sem barn“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Jane Fonda
Jane Fonda Vísir/Getty
Óskarsverðlaunahafinn Jane Fonda sagði á dögunum frá því að hún er þolandi kynferðisofbeldis og var kynferðislega misnotuð sem barn.

Í viðtali við The Edit sagði Fonda að hún hafi einnig lent í því að vera rekin fyrir að neita að sofa hjá yfirmanni sínum. Hún sagði einnig að henni fyndist óhugnalegt að vera ung leikkona í dag vegna hlutgervingu kvenna.

„Þú þarft svo oft að vera nakin. Það er enn meiri áhersla á útlit,“ sagði hún.

Fonda sagði að henni fannst vera gert lítið úr henni á sínum uppvaxtarárum vegna þess að mennirnir í lífi hennar voru „fórnarlömb hugsunarháttar feðraveldisins.“

„Til að sýna þér hversu mikinn toll feðraveldið tekur af kvenfólki. Mér hefur verið nauðgað, ég var misnotuð sem barn og ég hef verið rekin vegna þess að ég vildi ekki sofa hjá yfirmanni mínum og mér hefur alltaf fundist sökin vera mín, að ég gerði eða sagði eitthvað vitlaust,“ sagði Fonda.

„Ég þekki stúlkur sem hefur verið nauðgað án þess að vita að um nauðgun væri að ræða.“

Hún sagði að eitt það besta sem kvenréttindahreyfingar hafa gert er að gera konum ljóst að kynferðisofbeldi sé ekki þeirra sök. Þá sagði hún einnig að launamál í Hollywood væru allt önnur í dag en þegar hún var á hátindi ferils síns á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hún segist aldrei hafa fengið vel borgað.

„Fyrir mér voru hlutirnir bara þannig. Strákar fengu meira. Ég er svo glöð að nú finni fólk fyrir réttlátri reiði varðandi þessa hluti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×