Jane Fonda opnar sig um kynferðisofbeldi: „Ég var misnotuð sem barn“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. mars 2017 20:27 Jane Fonda Vísir/Getty Óskarsverðlaunahafinn Jane Fonda sagði á dögunum frá því að hún er þolandi kynferðisofbeldis og var kynferðislega misnotuð sem barn.Í viðtali við The Edit sagði Fonda að hún hafi einnig lent í því að vera rekin fyrir að neita að sofa hjá yfirmanni sínum. Hún sagði einnig að henni fyndist óhugnalegt að vera ung leikkona í dag vegna hlutgervingu kvenna. „Þú þarft svo oft að vera nakin. Það er enn meiri áhersla á útlit,“ sagði hún. Fonda sagði að henni fannst vera gert lítið úr henni á sínum uppvaxtarárum vegna þess að mennirnir í lífi hennar voru „fórnarlömb hugsunarháttar feðraveldisins.“ „Til að sýna þér hversu mikinn toll feðraveldið tekur af kvenfólki. Mér hefur verið nauðgað, ég var misnotuð sem barn og ég hef verið rekin vegna þess að ég vildi ekki sofa hjá yfirmanni mínum og mér hefur alltaf fundist sökin vera mín, að ég gerði eða sagði eitthvað vitlaust,“ sagði Fonda. „Ég þekki stúlkur sem hefur verið nauðgað án þess að vita að um nauðgun væri að ræða.“ Hún sagði að eitt það besta sem kvenréttindahreyfingar hafa gert er að gera konum ljóst að kynferðisofbeldi sé ekki þeirra sök. Þá sagði hún einnig að launamál í Hollywood væru allt önnur í dag en þegar hún var á hátindi ferils síns á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hún segist aldrei hafa fengið vel borgað. „Fyrir mér voru hlutirnir bara þannig. Strákar fengu meira. Ég er svo glöð að nú finni fólk fyrir réttlátri reiði varðandi þessa hluti.“ Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn Jane Fonda sagði á dögunum frá því að hún er þolandi kynferðisofbeldis og var kynferðislega misnotuð sem barn.Í viðtali við The Edit sagði Fonda að hún hafi einnig lent í því að vera rekin fyrir að neita að sofa hjá yfirmanni sínum. Hún sagði einnig að henni fyndist óhugnalegt að vera ung leikkona í dag vegna hlutgervingu kvenna. „Þú þarft svo oft að vera nakin. Það er enn meiri áhersla á útlit,“ sagði hún. Fonda sagði að henni fannst vera gert lítið úr henni á sínum uppvaxtarárum vegna þess að mennirnir í lífi hennar voru „fórnarlömb hugsunarháttar feðraveldisins.“ „Til að sýna þér hversu mikinn toll feðraveldið tekur af kvenfólki. Mér hefur verið nauðgað, ég var misnotuð sem barn og ég hef verið rekin vegna þess að ég vildi ekki sofa hjá yfirmanni mínum og mér hefur alltaf fundist sökin vera mín, að ég gerði eða sagði eitthvað vitlaust,“ sagði Fonda. „Ég þekki stúlkur sem hefur verið nauðgað án þess að vita að um nauðgun væri að ræða.“ Hún sagði að eitt það besta sem kvenréttindahreyfingar hafa gert er að gera konum ljóst að kynferðisofbeldi sé ekki þeirra sök. Þá sagði hún einnig að launamál í Hollywood væru allt önnur í dag en þegar hún var á hátindi ferils síns á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Hún segist aldrei hafa fengið vel borgað. „Fyrir mér voru hlutirnir bara þannig. Strákar fengu meira. Ég er svo glöð að nú finni fólk fyrir réttlátri reiði varðandi þessa hluti.“
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira