Tíu leikmenn Liverpool flengdir á Etihad

Aguero skorar fyrsta mark City í dag.
Aguero skorar fyrsta mark City í dag. vísir/getty
Liverpool fékk stóran skell í 0-5 tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum í dag en eftir rautt spjald á Sadio Mane undir lok fyrri hálfleiksins var greinilegt í hvað stefndi og keyrðu heimamenn yfir þá rauðklæddu.

Jafnræði var með liðunum framan af en Sergio Aguero kom heimamönnum yfir á 24. mínútu eftir sendingu Kevin De Bruyne þar sem varnarlína Liverpool sofnaði á verðinum.

Vendipunktur leiksins átti sér svo stað á 37. mínútu þegar Mane var vísað af velli eftir ljótt brot á Ederson sem var borinn af velli eftir sjö mínútna aðhlúningu. Reyndi Mane að komast í boltann en var of seinn og fór beint í andlitið á þeim brasilíska.

Gabriel Jesus bætti við marki undir lok fyrri hálfleiks með skalla af stuttu færi eftir sendingu frá De Bruyne en aðeins nokkrum mínútum áður var svipað mark dæmt af honum.

Jesus skoraði annað mark sitt og þriðja mark City í upphafi seinni hálfleiks en hann fór stuttu síðar af velli fyrir Leroy Sane sem skoraði fjórða mark Manchester City tíu mínútum fyrir leikslok.

Sane var aftur á ferðinni á 91. mínútu þegar hann skoraði fimmta mark City eftir undirbúning Kyle Walker.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira