Bannaðar í Kína Ritstjórn skrifar 19. nóvember 2017 20:00 Glamour/Getty Mikil eftirvænting er að venju eftir árlegri undirfatasýningu Victoria´s Secret sem að þessu sinni fer fram í Sjanghæ eftir nokkra daga. Undirbúningu hefur þó ekki gengið snuðrulaust fyrir sig en erfitt hefur verið fyrir sumar fyrirsætur og tónlistarfólk að fá landvistarleyfi í landinu. Kínverjar eru mjög strangir og fara meðal annars yfir samfélagsmiðlanotkun þeirra sem biðja um leyfi inn í landið. Fyrirsætan fræga Gigi Hadid tilkynnti í vikunni að hún verði að draga sig úr sýningunni en hennar leyfi var hafnað af Kína. Ástæðan ku vera sú að fyrr á þessu ári fór myndband af Hadid á flug á netinu sem skapaði mikla reiði meðal Kínverja sem sökuðu Hadid um að gera grín að Buddah. Systir Hadid, Bella, er þó komin til Kína og byrjuð að undirbúa sig fyrir sýninguna. Bara ein systir í sýningu Victoria´s Secret í ár.Söngkonan Katy Perry sem átti að syngja á sýningunni þurfti einnig að draga sig út úr verkefninu fyrir sömu ástæðu og Hadid - fékk ekki landvistarleyfi. Ástæðan mun vera sú að árið 2015 hélt Perry tónleika í Taívan og klæddist sólblómakjól, en ári á undan notuðu Kínverskir mótmælendur sólblómið sem sitt tákn. Þá veifaði hún fána Taívan á tónleikunum sem gæti hafa reitt Kínverja til reiði enda er landið að reyna að fá sjálfstæði frá Kína. Söngvarinn Harry Styles mun koma í stað Perry í sýningunni sem er örugglega búin að reynast skipuleggjendum mikill hausverkur síðustu daga og munu örugglega hugsa sig tvisvar næst þegar verið á að velja staðsetningu í heiminum. Aðrar fyrirsætur sem hafa ekki fengið leyfi eru Julia Belyakova, Kate Grigorieva og Irina Sharipova en sýningin á að fara fram þann 28.nóvember næstkomandi. Katy Perry í sólblómakjólnum umtalaða. Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour "Ég get ekki farið út svona sexí, ég er ólétt!“ Glamour
Mikil eftirvænting er að venju eftir árlegri undirfatasýningu Victoria´s Secret sem að þessu sinni fer fram í Sjanghæ eftir nokkra daga. Undirbúningu hefur þó ekki gengið snuðrulaust fyrir sig en erfitt hefur verið fyrir sumar fyrirsætur og tónlistarfólk að fá landvistarleyfi í landinu. Kínverjar eru mjög strangir og fara meðal annars yfir samfélagsmiðlanotkun þeirra sem biðja um leyfi inn í landið. Fyrirsætan fræga Gigi Hadid tilkynnti í vikunni að hún verði að draga sig úr sýningunni en hennar leyfi var hafnað af Kína. Ástæðan ku vera sú að fyrr á þessu ári fór myndband af Hadid á flug á netinu sem skapaði mikla reiði meðal Kínverja sem sökuðu Hadid um að gera grín að Buddah. Systir Hadid, Bella, er þó komin til Kína og byrjuð að undirbúa sig fyrir sýninguna. Bara ein systir í sýningu Victoria´s Secret í ár.Söngkonan Katy Perry sem átti að syngja á sýningunni þurfti einnig að draga sig út úr verkefninu fyrir sömu ástæðu og Hadid - fékk ekki landvistarleyfi. Ástæðan mun vera sú að árið 2015 hélt Perry tónleika í Taívan og klæddist sólblómakjól, en ári á undan notuðu Kínverskir mótmælendur sólblómið sem sitt tákn. Þá veifaði hún fána Taívan á tónleikunum sem gæti hafa reitt Kínverja til reiði enda er landið að reyna að fá sjálfstæði frá Kína. Söngvarinn Harry Styles mun koma í stað Perry í sýningunni sem er örugglega búin að reynast skipuleggjendum mikill hausverkur síðustu daga og munu örugglega hugsa sig tvisvar næst þegar verið á að velja staðsetningu í heiminum. Aðrar fyrirsætur sem hafa ekki fengið leyfi eru Julia Belyakova, Kate Grigorieva og Irina Sharipova en sýningin á að fara fram þann 28.nóvember næstkomandi. Katy Perry í sólblómakjólnum umtalaða.
Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour "Ég get ekki farið út svona sexí, ég er ólétt!“ Glamour