Leikjavísir

Verð á tölvuleikjum á Steam mun hækka um 24 prósent

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Tölvuleikjaspilarar hafa í gegnum árin getað keypt ódýra tölvuleiki á Steam.
Tölvuleikjaspilarar hafa í gegnum árin getað keypt ódýra tölvuleiki á Steam. Vísir/Getty
Leikjaþjónustan Steam, í eigu Valve,  mun á næstunni leggja söluskatt á tölvuleiki sem til sölu eru á þjónustunni, í allt að tíu löndum, sem þýðir að verð á leikjum mun koma til með að hækka. Er þetta vegna nýrra skattareglugerða sem kveða á um að lagður sé svæðisbundinn skattur á rafræna þjónustu.

Ísland er eitt þessara landa og munu leikir sem seldir til spilara hér á landi hækka um 24 prósent, í mars næstkomandi. Auk Íslands, munu leikir einnig hækka í nokkrum öðrum löndum í sama mánuði, auk þess sem nokkur fleiri ríki munu bætast við á næstu mánuðum.

Hægt er að sjá þau lönd þar sem leikir munu hækka hér:

Mars 2017:

Sviss 8%

Suður Kórea 10%

Japan 8%

Nýja-Sjáland 15%

Ísland 24%

Suður Afríka 14%

Indland 15%

Apríl 2017:

Serbía 20%

Maí 2017:

Tævan 5%

Júlí 2017:

Ástralía 10%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.