Fjórða bílgerð Range Rover Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2017 10:01 Range Rover Velar. Fram að þessu hefur Range Rover aðeins framleitt þrjár bílgerðir, hefðbundinn Range Rover, Range Rover Sport og Range Rover Evoque. Nú hefur fyrirtækið hinsvegar bætt við fjórðu gerðinni sem fær nafnið Velar. Þessi nýi bíll verður frumsýndur þann 1. mars, nokkrum dögum fyrir bílasýninguna í Genf, en búast má við því að hann verði almenningi til sýnir á sýningunni. Range Rover Velar er á milli Range Rover Sport og Range Rover Evoque hvað stærð varðar. Bíllinn situr á sama undirvagni og Jaguar F-Pace jeppinn, en Jaguar er systurfyrirtæki Land Rover og bæði fyrirtækin í eigu hins indverska bílaframleiðanda Tata. Velar nafnið er fengið frá prótótýpunni af fyrstu gerð Range Rover bílsins frá árinu 1969. Velar nafnið er hinsvegar dregið af latínuorðini “velare” sem þýðir falinn. Vissulega er bíllinn útlitslega enn að mestu falinn almenningi, en það mun breytast 1. mars. Á myndinni hér að ofan sést afturhluti bílsins, en eftir aðeins viku verður hulunni svipt. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent
Fram að þessu hefur Range Rover aðeins framleitt þrjár bílgerðir, hefðbundinn Range Rover, Range Rover Sport og Range Rover Evoque. Nú hefur fyrirtækið hinsvegar bætt við fjórðu gerðinni sem fær nafnið Velar. Þessi nýi bíll verður frumsýndur þann 1. mars, nokkrum dögum fyrir bílasýninguna í Genf, en búast má við því að hann verði almenningi til sýnir á sýningunni. Range Rover Velar er á milli Range Rover Sport og Range Rover Evoque hvað stærð varðar. Bíllinn situr á sama undirvagni og Jaguar F-Pace jeppinn, en Jaguar er systurfyrirtæki Land Rover og bæði fyrirtækin í eigu hins indverska bílaframleiðanda Tata. Velar nafnið er fengið frá prótótýpunni af fyrstu gerð Range Rover bílsins frá árinu 1969. Velar nafnið er hinsvegar dregið af latínuorðini “velare” sem þýðir falinn. Vissulega er bíllinn útlitslega enn að mestu falinn almenningi, en það mun breytast 1. mars. Á myndinni hér að ofan sést afturhluti bílsins, en eftir aðeins viku verður hulunni svipt.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent