Tóti setti í túrbógírinn: „Hann var óaðfinnanlegur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. febrúar 2017 11:30 Þórir Guðmundur Þorbjarnason, leikmaður KR í Domino´s-deild karla og einn allra besti ungi leikmaður landsins, fór á kostum fyrir Íslandsmeistarana þegar þeir pökkuðu ÍR saman, 95-73, í 18. umferð deildarinnar á sunnudagskvöldið. Þórir, sem oftast er kallaður Tóti Túrbó, skoraði 20 stig á rétt rúmum 25 mínútum en hann hitti úr sjö af átta skotum sínum í teignum og stal að auki fjórum boltum af gestunum úr Breiðholtinu. „Hann var bara óaðfinnanlegur, alveg frábær. Hann spilaði líka frábæra vörn og var að stela þar boltum,“ sagði Hermann Hauksson um Þóri í Dominos´-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið. „Þetta er alvöru leikmaður þessi drengur. Hann er alltaf að sýna það aftur og aftur,“ bætti Kristinn Friðriksson við um þennan 18 ára gamla bakvörð. Tölfræðin sýnir að þessi ungi og bráðefnilegi leikmaður gerir bara góða hluti þegar hann fær að spila alvöru mínútur fyrir Íslandsmeistarana. í þeim leikjum sem hann spilar 25 mínútur eða meira skorar hann 17 stig að meðaltali í leik, tekur 4,7 fráköst, gefur 3,1 stoðsendingu, stelur 3,4 boltum og er með 17,6 framlagsstig að meðaltali í leik. Þá er sigurhlutfall KR aðeins betra með Þóri inn á í 25 mínútur eða meira. Þórir fékk stórt hlutverk í KR-liðinu á móti ÍR, bæði byrjunarliðssæti og fleiri mínútur, vegna meiðsla Brynjars Þórs Björnssonar. „Maður er oft uppi í stúku alveg brjálaður yfir því hvað Þórir er lítið notaður en þetta er bara svo erfitt verkefni,“ sagði Hermann. „Finnur treystir eldri mönnunum frekar en þeim ungu en í þessum leik breytir hann þessu aðeins og sýndi smá þróun á leik sínum með hraða og innáskiptingum. Það fór fyrst að bera á því í seinni hálfleik því ÍR-ingarnir voru mjög flottir í fyrri hálfleik,“ sagði Hermann Hauksson. Alla umræðuna úr Domino´s-Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Er alveg hættur að skilja þetta lið“ Eftir að hafa komist alla leið í lokaúrslit í fyrra berjast Haukar núna fyrir lífi sínu í Domino's deild karla. 21. febrúar 2017 23:00 Framlenging í Körfuboltakvöldi: "Það þýðir ekki að gefa eitthvað út um jólin og bakka svo núna“ Hermann Hauksson skaut fast á Kristinn Friðriksson í Domino´s-Körfuboltakvöldi í gær. 21. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Þórir Guðmundur Þorbjarnason, leikmaður KR í Domino´s-deild karla og einn allra besti ungi leikmaður landsins, fór á kostum fyrir Íslandsmeistarana þegar þeir pökkuðu ÍR saman, 95-73, í 18. umferð deildarinnar á sunnudagskvöldið. Þórir, sem oftast er kallaður Tóti Túrbó, skoraði 20 stig á rétt rúmum 25 mínútum en hann hitti úr sjö af átta skotum sínum í teignum og stal að auki fjórum boltum af gestunum úr Breiðholtinu. „Hann var bara óaðfinnanlegur, alveg frábær. Hann spilaði líka frábæra vörn og var að stela þar boltum,“ sagði Hermann Hauksson um Þóri í Dominos´-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið. „Þetta er alvöru leikmaður þessi drengur. Hann er alltaf að sýna það aftur og aftur,“ bætti Kristinn Friðriksson við um þennan 18 ára gamla bakvörð. Tölfræðin sýnir að þessi ungi og bráðefnilegi leikmaður gerir bara góða hluti þegar hann fær að spila alvöru mínútur fyrir Íslandsmeistarana. í þeim leikjum sem hann spilar 25 mínútur eða meira skorar hann 17 stig að meðaltali í leik, tekur 4,7 fráköst, gefur 3,1 stoðsendingu, stelur 3,4 boltum og er með 17,6 framlagsstig að meðaltali í leik. Þá er sigurhlutfall KR aðeins betra með Þóri inn á í 25 mínútur eða meira. Þórir fékk stórt hlutverk í KR-liðinu á móti ÍR, bæði byrjunarliðssæti og fleiri mínútur, vegna meiðsla Brynjars Þórs Björnssonar. „Maður er oft uppi í stúku alveg brjálaður yfir því hvað Þórir er lítið notaður en þetta er bara svo erfitt verkefni,“ sagði Hermann. „Finnur treystir eldri mönnunum frekar en þeim ungu en í þessum leik breytir hann þessu aðeins og sýndi smá þróun á leik sínum með hraða og innáskiptingum. Það fór fyrst að bera á því í seinni hálfleik því ÍR-ingarnir voru mjög flottir í fyrri hálfleik,“ sagði Hermann Hauksson. Alla umræðuna úr Domino´s-Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Er alveg hættur að skilja þetta lið“ Eftir að hafa komist alla leið í lokaúrslit í fyrra berjast Haukar núna fyrir lífi sínu í Domino's deild karla. 21. febrúar 2017 23:00 Framlenging í Körfuboltakvöldi: "Það þýðir ekki að gefa eitthvað út um jólin og bakka svo núna“ Hermann Hauksson skaut fast á Kristinn Friðriksson í Domino´s-Körfuboltakvöldi í gær. 21. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
"Er alveg hættur að skilja þetta lið“ Eftir að hafa komist alla leið í lokaúrslit í fyrra berjast Haukar núna fyrir lífi sínu í Domino's deild karla. 21. febrúar 2017 23:00
Framlenging í Körfuboltakvöldi: "Það þýðir ekki að gefa eitthvað út um jólin og bakka svo núna“ Hermann Hauksson skaut fast á Kristinn Friðriksson í Domino´s-Körfuboltakvöldi í gær. 21. febrúar 2017 16:45