Ekki flókið Hörður Ægisson skrifar 8. desember 2017 09:30 Stjórnvöld hafa fyrir margt löngu misst öll tök á stöðugri útgjaldaaukningu hins opinbera. Þrátt fyrir fordæmalausan uppgang í efnahagslífinu, sem hefur skilað sér í stórauknum tekjum til ríkissjóðs, þá hefur afgangur á rekstri ríkisins verið hverfandi. Þetta er varasamt enda má öllum vera ljóst að lítið má út af bregða til að þessi litli afgangur snúist í umtalsverðan halla með tilheyrandi auknum vaxtakostnaði þegar hægja fer á vexti hagkerfisins. Það var því jákvætt þegar þáverandi fjármálaráðherra lagði fram frumvarp til fjárlaga í september þar sem gert var ráð fyrir lítillega auknu aðhaldi í ríkisfjármálum og að afgangur af rekstri hins opinbera yrði um 44 milljarðar á næsta ári. Ný ríkisstjórn hyggst hins vegar breyta um kúrs þegar endurskoðað fjárlagafrumvarp verður lagt fram í næstu viku. Þótt áætlanir gefi til kynna að tekjur ríkissjóðs verði um tíu milljörðum meiri þá hafa forsætis- og fjármálaráðherra sagt að afgangurinn verði minni en lagt var upp með í fyrra frumvarpi. Það kemur lítið á óvart enda fylgir kosningum sá ókostur að stjórnmálamenn þurfa að þeim loknum að standa að einhverju marki við öll kosningaloforð sín um aukin ríkisútgjöld. Komist allt til framkvæmda í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem verður sem betur fer að teljast afar ósennilegt, má gróflega áætla að árleg útgjöld ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja aukist um 90 milljarða, samkvæmt mati Samtaka atvinnulífsins. Taka má undir með samtökunum að það veldur vonbrigðum að ekkert sé minnst á hagræðingu í ríkisrekstri eða niðurgreiðslu skulda í sáttmálanum. Þvert á móti virðist eiga að endurtaka sömu mistökin og áður í ríkisfjármálum. Útgjöldum er leyft að vaxa langt úr hófi fram í uppsveiflu sem þýðir að lokum meiri samdrátt en ella þegar slaki myndast í hagkerfinu. Þetta er vond hagstjórn – og forystumenn þessarar ríkisstjórnar vita það mætavel. Hagkerfið stendur á tímamótum. Mesta spennan í þjóðarbúskapnum er að baki og stærsta áskorunin er að tryggja mjúka lendingu í efnahagslífinu. Á sama tíma eru uppi kröfur, sumar réttmætar og skynsamlegar, sem beinast að enn meiri útgjöldum til heilbrigðismála og stórfelldri innviðauppbyggingu. Við þeim kröfum er ekki hægt að verða nema með forgangsröðun í ríkisrekstri og að stjórnvöld gangist við þeim raunveruleika að ríkið hefur ekki bolmagn til að ráðast í hundraða milljarða fjárfestingu í innviðum. Þar þarf til aðkomu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta og eins að gjaldtaka verði tekin upp í meiri mæli fyrir notkun samgöngumannvirkja. Stjórnarsáttmáli stjórnarinnar, ásamt yfirlýsingum um minni afgang á fjárlögum, þýðir að nánast engar líkur eru á því að vextir verði lækkaðir þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman um miðja næstu viku. Þeir hinir sömu, meðal annars margir stjórnmálamenn, og telja rétt að bera saman vexti á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum ættu að líta til þess hvað helst veldur því að þeir eru hærri hér á landi. Ábyrgur ríkisrekstur, launaþróun í samræmi við framleiðniaukningu og stöðugleiki á vinnumarkaði myndi skila sér í minni sveiflum í efnahagslífinu og um leið lægri raunvöxtum. Þetta er ekkert sérstaklega flókið.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stjórnvöld hafa fyrir margt löngu misst öll tök á stöðugri útgjaldaaukningu hins opinbera. Þrátt fyrir fordæmalausan uppgang í efnahagslífinu, sem hefur skilað sér í stórauknum tekjum til ríkissjóðs, þá hefur afgangur á rekstri ríkisins verið hverfandi. Þetta er varasamt enda má öllum vera ljóst að lítið má út af bregða til að þessi litli afgangur snúist í umtalsverðan halla með tilheyrandi auknum vaxtakostnaði þegar hægja fer á vexti hagkerfisins. Það var því jákvætt þegar þáverandi fjármálaráðherra lagði fram frumvarp til fjárlaga í september þar sem gert var ráð fyrir lítillega auknu aðhaldi í ríkisfjármálum og að afgangur af rekstri hins opinbera yrði um 44 milljarðar á næsta ári. Ný ríkisstjórn hyggst hins vegar breyta um kúrs þegar endurskoðað fjárlagafrumvarp verður lagt fram í næstu viku. Þótt áætlanir gefi til kynna að tekjur ríkissjóðs verði um tíu milljörðum meiri þá hafa forsætis- og fjármálaráðherra sagt að afgangurinn verði minni en lagt var upp með í fyrra frumvarpi. Það kemur lítið á óvart enda fylgir kosningum sá ókostur að stjórnmálamenn þurfa að þeim loknum að standa að einhverju marki við öll kosningaloforð sín um aukin ríkisútgjöld. Komist allt til framkvæmda í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem verður sem betur fer að teljast afar ósennilegt, má gróflega áætla að árleg útgjöld ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja aukist um 90 milljarða, samkvæmt mati Samtaka atvinnulífsins. Taka má undir með samtökunum að það veldur vonbrigðum að ekkert sé minnst á hagræðingu í ríkisrekstri eða niðurgreiðslu skulda í sáttmálanum. Þvert á móti virðist eiga að endurtaka sömu mistökin og áður í ríkisfjármálum. Útgjöldum er leyft að vaxa langt úr hófi fram í uppsveiflu sem þýðir að lokum meiri samdrátt en ella þegar slaki myndast í hagkerfinu. Þetta er vond hagstjórn – og forystumenn þessarar ríkisstjórnar vita það mætavel. Hagkerfið stendur á tímamótum. Mesta spennan í þjóðarbúskapnum er að baki og stærsta áskorunin er að tryggja mjúka lendingu í efnahagslífinu. Á sama tíma eru uppi kröfur, sumar réttmætar og skynsamlegar, sem beinast að enn meiri útgjöldum til heilbrigðismála og stórfelldri innviðauppbyggingu. Við þeim kröfum er ekki hægt að verða nema með forgangsröðun í ríkisrekstri og að stjórnvöld gangist við þeim raunveruleika að ríkið hefur ekki bolmagn til að ráðast í hundraða milljarða fjárfestingu í innviðum. Þar þarf til aðkomu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta og eins að gjaldtaka verði tekin upp í meiri mæli fyrir notkun samgöngumannvirkja. Stjórnarsáttmáli stjórnarinnar, ásamt yfirlýsingum um minni afgang á fjárlögum, þýðir að nánast engar líkur eru á því að vextir verði lækkaðir þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman um miðja næstu viku. Þeir hinir sömu, meðal annars margir stjórnmálamenn, og telja rétt að bera saman vexti á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum ættu að líta til þess hvað helst veldur því að þeir eru hærri hér á landi. Ábyrgur ríkisrekstur, launaþróun í samræmi við framleiðniaukningu og stöðugleiki á vinnumarkaði myndi skila sér í minni sveiflum í efnahagslífinu og um leið lægri raunvöxtum. Þetta er ekkert sérstaklega flókið.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun