Lífið

Þúsundir skora á RÚV og vilja Stefán Karl í Eurovision

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stefán Karl Stefánsson hefur öðlast óvænta internet-frægð að undanförnu.
Stefán Karl Stefánsson hefur öðlast óvænta internet-frægð að undanförnu.
Rúmlega tíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til RÚV þess efnis að Stefán Karl Stefánsson, í gervi Glanna glæps, verði framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem haldin verður í Kiev í Úkraínu í vor.

Stefán Karl nýtur um þessar mundir gríðarlegra vinsælda í netheimum en lagið We Are Number One úr Latabæ í flutningi Stefán Karls hefur farið eins og eldur um sinu netheima, líkt og Vísir hefur fjallað um.

Bretinn Andrew McCarton, stendur fyrir undirskriftasöfnunni og segir að Ísland væri líklegt til árangurs fengi Stefán Karl að taka þátt í keppninni. Stefán Karl glímir eins og kunnugt er við krabbamein og vonast Andrew, og þeir sem skrifa undir, til þess að Stefán Karl geti tekið þátt í keppninni í ár. Sé það ekki mögulegt sé þó alltaf hægt að horfa til næsta árs.

Líkt og undanfarin ár verður framlag Íslands þó valið í gegnum söngvakeppni Sjónvarpsins en úrslit keppninnar fara fram í Laugardalshöllinni 11. mars næstkomandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.