Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 80-73 | Fullt hús hjá Keflavík á móti nágrönnunum Kristinn Geir Friðriksson í Sláturhúsinu skrifar 5. janúar 2017 21:00 Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur. vísir/ernir Keflvíkingar unnu Njarðvíkinga í þriðja sinn í vetur í Sláturhúsinu í kvöld þegar liðið mættust í 12. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Keflavík hafði áður unnið nágranna sína í deildarleik í Njarðvík og í bikarleik á Sunnubrautinni. Þetta var þriðji deildarsigur Keflavíkurliðsins í röð en þeir skildu Njarðvíkurliðið eftir í fallsæti með þessum sigri í kvöld. Amin Khalil Stevens var með 25 stig og 17 fráköst og Magnús Már Traustason skoraði 22 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson var bara með 6 stig en gaf 9 stoðsendingar. Logi Gunnarsson skoraði sjö þrista og 28 stig alls en Jeremy Martez Atkinson var með 21 stig og 11 fráköst. Eins og svo oft áður var þetta grannaslagur af bestu gerð; spennandi naglbítur. Gæði leiksins voru kannski ekki þau sem fólk hefur átt að venjast síðustu áratugi í Reykjanesbæ en það skipti litlu þvi baráttan, spennan og sigurviljinn voru við hendina og lokamínútur leiksins gríðarlega spennandi. Svo fór að lokum að heimamenn í Keflavík sigruðu 80-73. Keflavík byrjaði leikinn mun betur; sóknarflæðið kom fljótt og vörnin small í öðrum hluta. Njarðvik þurfti að elta allan fyrri hálfleik og staðan eftir hann 41-34. Njarðvíkingar náðu ekki að bíta frá sér í þriðja hluta en á sama tíma náðu heimamenn aldrei að stinga gestina af. Um miðjan lokafjórðung kom að þætti Loga Gunnarssonar; hann smellti hverjum þrist á fætur öðrum á sama tíma og svæðisvörn Njarðvíkur náði að loka á sóknartilburði Keflavíkur. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var staðan 72-71 og allt gat gerst. Njarðvíkingar nýttu sér þetta hinsvegar ekki og heimamenn sigruðu sanngjarnt. Logi Gunnarsson var frábær í seinni hálfleik fyrir Njarðvík, Jeremy Atkinson var traustur lunga leiks en aðrir lykilleikmenn liðsins áttu í raun afleiddan dag. Hjá Keflavík voru Amin Stevens og Magnús Már Traustason bestir en Hörður Axel Vilhjálmsson og Reggie Dupree áttu einnig ágætan leik.Björn: Eigum ekki að spila svona Björn Kristjánsson leikmaður Njarðvíkur fann sig illa í leiknum í kvöld þó svo að hann hafi skilað fimmtán stigum og aðspurður hvort fjarvera Myron Dempsey hafi haft slæm áhrif á leik liðsins sagði Björn: „Auðvitað hafði það einhver áhrif en alls ekki ástæðan fyrir tapinu. Við vorum alltof flatir i fyrri hálfleik og pikkuðum þetta aðeins upp í seinni og töpum svo naumt í lokin á töpuðum boltum og klikkuðum skotum.“ Lykilmenn liðsins áttu skelfingarkvöld en Logi Gunnarsson náði að gefa liðinu líflínu með mörgum þristum á síðustu mínútum leikins en aðeins vantaði uppá til að klára leikinn. „Við vorum andlausir. Sóknin var fyrirsjáanleg og við stigum aldrei nógu vel út. Við eigum ekki að þurfa þessa stóru þrista til þess að koma okkur í gang; við eigum að mæta tilbúnir!“ sagði Björn svekktur í leikslok.Ágúst: Styrkleikamerki að halda haus í svona orrahríð Keflvíkingar spiluðu alls engan glansbolta í leiknum þó sigur hefði náðst. Liðið hefði átt að loka leiknum mun fyrr en alltaf náðu Njarðvíkingar að halda sér í seilingarfjarlægð og svo undir lokin að gefa sér tækifæri til að vinna leikinn. Ágúst Orrason leikmaður Keflavík hafði svarið við þessu, „Þeir [Njarðvík] eru með Loga í sínu liði sem getur sett þrista uppúr engu. Þessir þristar eru þeirra helsta vopn. Það virkaði hjá þeim í dag og þá geta þeir verið í hörkuleik við lið eins og okkur. Þetta er bara svo fljótt að gerast hjá þeim þegar þeir detta í þetta stuð. Við náðum hinsvegar að halda haus og það er styrkleikamerki,“ sagði Ágúst. „Það er drulluerfitt að spila þegar mótherjinn er að hitta svona eins og Njarðvík gerði í kvöld en við náðum að halda haus. Við einbeittum okkur að því að fara ekki hraðann bolta með þeim. Við stjórnuðum leiknum; tókum okkar tíma í sókninni og fengum góð skot og það hélt út.“ sagði Ágúst í sigurvímu eftir harðsóttan sigur.Textalýsing: Keflavík - Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Keflvíkingar unnu Njarðvíkinga í þriðja sinn í vetur í Sláturhúsinu í kvöld þegar liðið mættust í 12. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Keflavík hafði áður unnið nágranna sína í deildarleik í Njarðvík og í bikarleik á Sunnubrautinni. Þetta var þriðji deildarsigur Keflavíkurliðsins í röð en þeir skildu Njarðvíkurliðið eftir í fallsæti með þessum sigri í kvöld. Amin Khalil Stevens var með 25 stig og 17 fráköst og Magnús Már Traustason skoraði 22 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson var bara með 6 stig en gaf 9 stoðsendingar. Logi Gunnarsson skoraði sjö þrista og 28 stig alls en Jeremy Martez Atkinson var með 21 stig og 11 fráköst. Eins og svo oft áður var þetta grannaslagur af bestu gerð; spennandi naglbítur. Gæði leiksins voru kannski ekki þau sem fólk hefur átt að venjast síðustu áratugi í Reykjanesbæ en það skipti litlu þvi baráttan, spennan og sigurviljinn voru við hendina og lokamínútur leiksins gríðarlega spennandi. Svo fór að lokum að heimamenn í Keflavík sigruðu 80-73. Keflavík byrjaði leikinn mun betur; sóknarflæðið kom fljótt og vörnin small í öðrum hluta. Njarðvik þurfti að elta allan fyrri hálfleik og staðan eftir hann 41-34. Njarðvíkingar náðu ekki að bíta frá sér í þriðja hluta en á sama tíma náðu heimamenn aldrei að stinga gestina af. Um miðjan lokafjórðung kom að þætti Loga Gunnarssonar; hann smellti hverjum þrist á fætur öðrum á sama tíma og svæðisvörn Njarðvíkur náði að loka á sóknartilburði Keflavíkur. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var staðan 72-71 og allt gat gerst. Njarðvíkingar nýttu sér þetta hinsvegar ekki og heimamenn sigruðu sanngjarnt. Logi Gunnarsson var frábær í seinni hálfleik fyrir Njarðvík, Jeremy Atkinson var traustur lunga leiks en aðrir lykilleikmenn liðsins áttu í raun afleiddan dag. Hjá Keflavík voru Amin Stevens og Magnús Már Traustason bestir en Hörður Axel Vilhjálmsson og Reggie Dupree áttu einnig ágætan leik.Björn: Eigum ekki að spila svona Björn Kristjánsson leikmaður Njarðvíkur fann sig illa í leiknum í kvöld þó svo að hann hafi skilað fimmtán stigum og aðspurður hvort fjarvera Myron Dempsey hafi haft slæm áhrif á leik liðsins sagði Björn: „Auðvitað hafði það einhver áhrif en alls ekki ástæðan fyrir tapinu. Við vorum alltof flatir i fyrri hálfleik og pikkuðum þetta aðeins upp í seinni og töpum svo naumt í lokin á töpuðum boltum og klikkuðum skotum.“ Lykilmenn liðsins áttu skelfingarkvöld en Logi Gunnarsson náði að gefa liðinu líflínu með mörgum þristum á síðustu mínútum leikins en aðeins vantaði uppá til að klára leikinn. „Við vorum andlausir. Sóknin var fyrirsjáanleg og við stigum aldrei nógu vel út. Við eigum ekki að þurfa þessa stóru þrista til þess að koma okkur í gang; við eigum að mæta tilbúnir!“ sagði Björn svekktur í leikslok.Ágúst: Styrkleikamerki að halda haus í svona orrahríð Keflvíkingar spiluðu alls engan glansbolta í leiknum þó sigur hefði náðst. Liðið hefði átt að loka leiknum mun fyrr en alltaf náðu Njarðvíkingar að halda sér í seilingarfjarlægð og svo undir lokin að gefa sér tækifæri til að vinna leikinn. Ágúst Orrason leikmaður Keflavík hafði svarið við þessu, „Þeir [Njarðvík] eru með Loga í sínu liði sem getur sett þrista uppúr engu. Þessir þristar eru þeirra helsta vopn. Það virkaði hjá þeim í dag og þá geta þeir verið í hörkuleik við lið eins og okkur. Þetta er bara svo fljótt að gerast hjá þeim þegar þeir detta í þetta stuð. Við náðum hinsvegar að halda haus og það er styrkleikamerki,“ sagði Ágúst. „Það er drulluerfitt að spila þegar mótherjinn er að hitta svona eins og Njarðvík gerði í kvöld en við náðum að halda haus. Við einbeittum okkur að því að fara ekki hraðann bolta með þeim. Við stjórnuðum leiknum; tókum okkar tíma í sókninni og fengum góð skot og það hélt út.“ sagði Ágúst í sigurvímu eftir harðsóttan sigur.Textalýsing: Keflavík - Njarðvík
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira