Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Ak. 92-77 | Garðbæingar í toppsætið Kristinn Páll Teitsson í Ásgarði skrifar 5. janúar 2017 22:15 Tómas fann sig vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Vísir/ernir Sveiflukenndir Stjörnumenn unnu að lokum öruggan 25 stiga sigur á Þór Akureyri í kvöld 92-77 í Garðabænum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Stjarnan lék á köflum frábæran körfubolta með Tómas Heiðar Tómasson fremstan í flokki en hleypti Þórsurum aftur inn í leikinn fyrir lokasprettinn. Stjarnan leiddi með tuttugu stigum í hálfleik og var spilamennskan flott á báðum endum vallarins. Stórir þristar í seinni hálfleik bættu upp fyrir aragrúa af töpuðum boltum og góð rispa undir lokin kláraði leikinn. Með sigrinum skaust Stjarnan upp í efsta sætið í bili en Stólarnir geta náð toppsætinu á ný með sigri gegn KR á morgun.Af hverju vann Stjarnan? Eftir að hafa klúðrað fyrstu skotunum fundu Garðbæingar skotin sín um miðbik fyrsta leikhluta og kaflsigldu Þórsara. Keyrðu þeir upp hraðann og fengu ýmist opin þriggja stiga skot eða auðveld skot inn í teignum. Eftir áhlaup Akureyringa stillti Stjarnan miðið á ný og svaraði með tíu stigum í röð sem endanlega gekk frá Þórsurum.Bestu menn vallarins Tómas Heiðar Tómasson bar af inn á vellinum í kvöld en hann daðraði við þrefalda tvennu eftir þrjá leikhluta. Lauk hann leiknum með 24 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar en hann hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotunum sínum, oft úr erfiðum stöðum. Darrel Lewis var stigahæstur í liði Þórsara með 21 stig en hann fór fyrir liðinu þegar Þórsarar gerðu atlögu að forskotinu í seinni hálfleik.Tölfræðin sem vakti athygli Stjarnan hitti ofboðslega vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik. Eftir að hafa byrjað 1/3 fyrir utan þriggja stiga línuna komu fimm þristar í sex tilraunum. Þeim gekk aftur á móti illa að halda boltanum í seinni hálfleik en eftir að hafa tapað boltanum sjö sinnum í fyrri töpuðu Garðbæingar tólf boltum á næstu ellefu mínútum.Hvað gekk illa? Þórsarar þurfa að fá meira framlag frá sínum lykilmönnum en George Beamon var með 3 stig í fyrri hálfleik og endaði með tíu stig. Danero Thomas náði sér á strik í seinni hálfleik en eftir að hafa verið með 4 stig í fyrri setti hann niður 14 stig í þeim seinni. Hrafn: Mér þykir þetta slakt hjá ÚtlendingastofnunHrafn kemur skilaboðum áleiðis í leiknum.Vísir/ernir„Þetta var mjög sveiflukennt, við vorum flottir sóknarlega lengst af en við vorum full flatir varnarlega,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, aðspurður hvernig honum þætti spilamennskan í kvöld. „Það er kannski skrýtið að segja það en mér fannst staðan geta hafa verið betri en það er erfitt að halda út gegn jafn góðu sóknarliði heilan leik.“ Sóknarleikur Stjörnunnar gekk eins og smurð vél lengst af í fyrri hálfleik. „Við reyndum að fara hratt upp og okkur er að takast betur og betur að taka réttar ákvarðanir. Ég er nokkuð sáttur með það en maður þarf að eiga fleiri vopn í búrinu og að geta breytt um leikstíl.“ Hrafn sagði villuleysi Þórsara hafa haft áhrif á boltameðferð Stjörnunnar í seinni hálfleik en á ellefu mínútna kafla töpuðust tólf boltar, þar af þrír á einni mínútu. „Þeir fá þónokkrar villur snemma leiks en ekki nema 2-3 villur í seinni hálfleik. Það getur verið erfitt að halda tanki allan leikinn þegar þú færð ekki færi til að fara á vítalínuna,“ sagði Hrafn. Anthony Odunsi, nýjasti liðsmaður Stjörnunnar, var í borgarlegum klæðum í kvöld en hann fékk ekki dvalar- og atvinnuleyfi í tæka tíð. „Þetta var vissulega óþægilegt í undirbúningnum, við erum búnir að vinna í því að koma honum inn í kerfin á síðustu æfingum og æfingar sem fara í það eru aldrei góðar. Það efldi svo bara strákanna að hann fengi ekki að taka þátt,“ sagði Hrafn sem var ekki hrifinn af starfsemi Útlendingastofnunnar undanfarna daga. „Ég fer ekkert í felur með það, mér finnst þetta slakt hjá Útlendingastofnun að hafa ekki getað tekið þetta mál fyrir. Þau mættu vera aðeins fljótari að grípa í málefni eins og leyfi erlendra íþróttamanna til að leika á Íslandi.“ Benedikt: Þeir létu einfaldlega rigna þristumBenedikt reyndi að kveikja í sínum mönnum með misjöfnum árangri.Vísir/Ernir„Mér fannst við alveg skelfilega slakir framan af. Fyrri hálfleikur var einfaldlega ekki góður en þetta var töluvert betra í seinni hálfleik,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, hreinskilinn að leikslokum. „Við töluðum um það í hálfleik að það vantaði alla stemmingu og að menn myndu tala saman og það gekk vel í seinni hálfleik. Við náum að minnka þetta í sjö stig en þá missum við þá aftur fram úr okkur.“ Benedikt sagði að það sem hefði verið rætt í undirbúningnum hefði fljótlega farið á annan endann. „Við vitum að Stjarnan er með þvílíkar þriggja stiga skyttur og við lögðum áherslu á að stoppa það. Gefa þeim ekki þessa þrista en það tókst engan vegin. Þeir fengu nokkra opna í byrjun sem þeir hittu úr og þeir létu einfaldlega rigna þristum.“ Stigahæsti leikmaður Þórs í undanförnum leikjum, George Beamon, náði sér engan vegin á strik í kvöld. „Hann fær á sig allt of mikið af stigum, menn þurfa að gera betur varnarlega fyrst og fremst. Menn þurfa ekkert endilega að horfa á hvað þeir skora heldur að stoppa manninn og við þurfum að koma því að.“ Stjarnan setti niður nokkra stóra þrista í seinni hálfleik til að halda aftur af Þórsurum. „Alltaf þegar við náðum einhverjum meðbyr komu þristar, oft úr erfiðum stöðum og undir lokin förum við að kasta boltanum frá okkur. Eftirá hef ég ekki stórar áhyggjur af þessu tapi, nú er bara að halda fókus og áfram gakk.“ Tómas Heiðar: Vorum slakir lengst af í seinni hálfleikTómas Heiðar Tómasson var frábær í kvöld.Vísir/Ernir„Við byrjuðum þetta ágætlega stemmdir og byrjuðum vel á meðan þeir áttu ekki sína bestu byrjun í vetur. Við náðum að nýta okkur það í kvöld,“ sagði Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Stjörnunnar, aðspurður út í hvað hefði skilið liðin að í fyrri hálfleik í kvöld. Stjarnan leiddi með 20 stigum í hálfleik eftir að hafa raðað niður þristum. „Það reyndist okkur mikilvægt seinna að hitta svona vel, við vorum slakir undir lok þriðja leikhluta og langt inn í fjórða leikhluta þegar þeir komust inn í leikinn á ný.“ Tómas hitti ekki úr fyrstu tveimur skotunum fyrir utan þriggja stiga línuna en hitti úr sex af síðustu sjö skotunum. „Ég hitti ekki fyrst en svo þegar skotið datt þá leið mér nokkuð vel með skotið þó maður hafi verið smá heppinn,“ sagði Tómas aðspurður út í skotin sem hann setti niður með varnarmann í andlitinu. „Við áttum frábæra kafla í leiknum þar sem boltinn flýtur vel, fáum keyrslu á körfuna og körfur út um allan völl. Vonandi getum við byggt á þessu og komið í veg fyrir kafla eins og í seinni hálfleik í vetur.“vísir/ernirvísir/eyþórVísir Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Sveiflukenndir Stjörnumenn unnu að lokum öruggan 25 stiga sigur á Þór Akureyri í kvöld 92-77 í Garðabænum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Stjarnan lék á köflum frábæran körfubolta með Tómas Heiðar Tómasson fremstan í flokki en hleypti Þórsurum aftur inn í leikinn fyrir lokasprettinn. Stjarnan leiddi með tuttugu stigum í hálfleik og var spilamennskan flott á báðum endum vallarins. Stórir þristar í seinni hálfleik bættu upp fyrir aragrúa af töpuðum boltum og góð rispa undir lokin kláraði leikinn. Með sigrinum skaust Stjarnan upp í efsta sætið í bili en Stólarnir geta náð toppsætinu á ný með sigri gegn KR á morgun.Af hverju vann Stjarnan? Eftir að hafa klúðrað fyrstu skotunum fundu Garðbæingar skotin sín um miðbik fyrsta leikhluta og kaflsigldu Þórsara. Keyrðu þeir upp hraðann og fengu ýmist opin þriggja stiga skot eða auðveld skot inn í teignum. Eftir áhlaup Akureyringa stillti Stjarnan miðið á ný og svaraði með tíu stigum í röð sem endanlega gekk frá Þórsurum.Bestu menn vallarins Tómas Heiðar Tómasson bar af inn á vellinum í kvöld en hann daðraði við þrefalda tvennu eftir þrjá leikhluta. Lauk hann leiknum með 24 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar en hann hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotunum sínum, oft úr erfiðum stöðum. Darrel Lewis var stigahæstur í liði Þórsara með 21 stig en hann fór fyrir liðinu þegar Þórsarar gerðu atlögu að forskotinu í seinni hálfleik.Tölfræðin sem vakti athygli Stjarnan hitti ofboðslega vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik. Eftir að hafa byrjað 1/3 fyrir utan þriggja stiga línuna komu fimm þristar í sex tilraunum. Þeim gekk aftur á móti illa að halda boltanum í seinni hálfleik en eftir að hafa tapað boltanum sjö sinnum í fyrri töpuðu Garðbæingar tólf boltum á næstu ellefu mínútum.Hvað gekk illa? Þórsarar þurfa að fá meira framlag frá sínum lykilmönnum en George Beamon var með 3 stig í fyrri hálfleik og endaði með tíu stig. Danero Thomas náði sér á strik í seinni hálfleik en eftir að hafa verið með 4 stig í fyrri setti hann niður 14 stig í þeim seinni. Hrafn: Mér þykir þetta slakt hjá ÚtlendingastofnunHrafn kemur skilaboðum áleiðis í leiknum.Vísir/ernir„Þetta var mjög sveiflukennt, við vorum flottir sóknarlega lengst af en við vorum full flatir varnarlega,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, aðspurður hvernig honum þætti spilamennskan í kvöld. „Það er kannski skrýtið að segja það en mér fannst staðan geta hafa verið betri en það er erfitt að halda út gegn jafn góðu sóknarliði heilan leik.“ Sóknarleikur Stjörnunnar gekk eins og smurð vél lengst af í fyrri hálfleik. „Við reyndum að fara hratt upp og okkur er að takast betur og betur að taka réttar ákvarðanir. Ég er nokkuð sáttur með það en maður þarf að eiga fleiri vopn í búrinu og að geta breytt um leikstíl.“ Hrafn sagði villuleysi Þórsara hafa haft áhrif á boltameðferð Stjörnunnar í seinni hálfleik en á ellefu mínútna kafla töpuðust tólf boltar, þar af þrír á einni mínútu. „Þeir fá þónokkrar villur snemma leiks en ekki nema 2-3 villur í seinni hálfleik. Það getur verið erfitt að halda tanki allan leikinn þegar þú færð ekki færi til að fara á vítalínuna,“ sagði Hrafn. Anthony Odunsi, nýjasti liðsmaður Stjörnunnar, var í borgarlegum klæðum í kvöld en hann fékk ekki dvalar- og atvinnuleyfi í tæka tíð. „Þetta var vissulega óþægilegt í undirbúningnum, við erum búnir að vinna í því að koma honum inn í kerfin á síðustu æfingum og æfingar sem fara í það eru aldrei góðar. Það efldi svo bara strákanna að hann fengi ekki að taka þátt,“ sagði Hrafn sem var ekki hrifinn af starfsemi Útlendingastofnunnar undanfarna daga. „Ég fer ekkert í felur með það, mér finnst þetta slakt hjá Útlendingastofnun að hafa ekki getað tekið þetta mál fyrir. Þau mættu vera aðeins fljótari að grípa í málefni eins og leyfi erlendra íþróttamanna til að leika á Íslandi.“ Benedikt: Þeir létu einfaldlega rigna þristumBenedikt reyndi að kveikja í sínum mönnum með misjöfnum árangri.Vísir/Ernir„Mér fannst við alveg skelfilega slakir framan af. Fyrri hálfleikur var einfaldlega ekki góður en þetta var töluvert betra í seinni hálfleik,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, hreinskilinn að leikslokum. „Við töluðum um það í hálfleik að það vantaði alla stemmingu og að menn myndu tala saman og það gekk vel í seinni hálfleik. Við náum að minnka þetta í sjö stig en þá missum við þá aftur fram úr okkur.“ Benedikt sagði að það sem hefði verið rætt í undirbúningnum hefði fljótlega farið á annan endann. „Við vitum að Stjarnan er með þvílíkar þriggja stiga skyttur og við lögðum áherslu á að stoppa það. Gefa þeim ekki þessa þrista en það tókst engan vegin. Þeir fengu nokkra opna í byrjun sem þeir hittu úr og þeir létu einfaldlega rigna þristum.“ Stigahæsti leikmaður Þórs í undanförnum leikjum, George Beamon, náði sér engan vegin á strik í kvöld. „Hann fær á sig allt of mikið af stigum, menn þurfa að gera betur varnarlega fyrst og fremst. Menn þurfa ekkert endilega að horfa á hvað þeir skora heldur að stoppa manninn og við þurfum að koma því að.“ Stjarnan setti niður nokkra stóra þrista í seinni hálfleik til að halda aftur af Þórsurum. „Alltaf þegar við náðum einhverjum meðbyr komu þristar, oft úr erfiðum stöðum og undir lokin förum við að kasta boltanum frá okkur. Eftirá hef ég ekki stórar áhyggjur af þessu tapi, nú er bara að halda fókus og áfram gakk.“ Tómas Heiðar: Vorum slakir lengst af í seinni hálfleikTómas Heiðar Tómasson var frábær í kvöld.Vísir/Ernir„Við byrjuðum þetta ágætlega stemmdir og byrjuðum vel á meðan þeir áttu ekki sína bestu byrjun í vetur. Við náðum að nýta okkur það í kvöld,“ sagði Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður Stjörnunnar, aðspurður út í hvað hefði skilið liðin að í fyrri hálfleik í kvöld. Stjarnan leiddi með 20 stigum í hálfleik eftir að hafa raðað niður þristum. „Það reyndist okkur mikilvægt seinna að hitta svona vel, við vorum slakir undir lok þriðja leikhluta og langt inn í fjórða leikhluta þegar þeir komust inn í leikinn á ný.“ Tómas hitti ekki úr fyrstu tveimur skotunum fyrir utan þriggja stiga línuna en hitti úr sex af síðustu sjö skotunum. „Ég hitti ekki fyrst en svo þegar skotið datt þá leið mér nokkuð vel með skotið þó maður hafi verið smá heppinn,“ sagði Tómas aðspurður út í skotin sem hann setti niður með varnarmann í andlitinu. „Við áttum frábæra kafla í leiknum þar sem boltinn flýtur vel, fáum keyrslu á körfuna og körfur út um allan völl. Vonandi getum við byggt á þessu og komið í veg fyrir kafla eins og í seinni hálfleik í vetur.“vísir/ernirvísir/eyþórVísir
Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira