Fleiri fólks- og sendibílar nýskráðir 2016 en metárið 2005 Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2017 12:50 Sala Hyundai bíla jókst um 67% á liðnu ári. Hér sést Hyundai Tucson jepplingurinn. Lítils háttar fleiri fólks- og sendibílar voru nýskráðir hér á landi á nýliðnu ári heldur en á metárinu 2005 þegar skráðir voru 20.142 fólks- og sendibílar. Á nýliðnu ári voru þeir hins vegar 20.183, eða 41 fleiri en 2005 þegar skráðir voru 18.058 fólksbílar og 2.084 sendibílar. Á árinu 2016 voru 8.599 bílaleigubílar nýskráðir hér á landi, þar af 2.192 af merkjum BL. Bílaleigur landsins keyptu alls 2.123 fleiri bíla á árinu heldur en 2015 og nam aukningin 33 prósentum milli ára og varð þar meiri aukning en í sölu bíla til almennings. Söluhæsta umboðið var BL með 5.157 bíla og jókst sala BL um 53% á milli ára, en bílamarkaðurinn á árinu jókst um 32%. Hekla var næstsöluhæsta umboðið með 3.687 bíla, Toyota með 3.377 bíla, Brimborg 2.556 og Askja með 2.198. Mesta aukningin í sölu á milli ára var hjá Bernhard, en þar á bæ jókst salan um heil 80%. Söluhæsta einstaka bílamerki á liðnu ári var Toyota, sem haldið hefur þeim titli mjög lengi. Annað söluhæsta bílamerkið var svo Kia og er það í fyrsta skiptið sem Kia nær öðru sætinu. Af einstökum merkjum hjá söluhæsta umboðinu, BL var Hyundai söluhæstur á liðnu ári, en alls voru 1.364 bílar af þeirri gerð nýskráðir, 67% fleiri en árið á undan. Næstur kom Renault með 1.120 nýskráningar og svo Nissan með 1.054. Þá sækir Dacia sífellt meira í sig veðrið en 666 bílar af þeirri tegund fóru í umferðina á árinu. Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent
Lítils háttar fleiri fólks- og sendibílar voru nýskráðir hér á landi á nýliðnu ári heldur en á metárinu 2005 þegar skráðir voru 20.142 fólks- og sendibílar. Á nýliðnu ári voru þeir hins vegar 20.183, eða 41 fleiri en 2005 þegar skráðir voru 18.058 fólksbílar og 2.084 sendibílar. Á árinu 2016 voru 8.599 bílaleigubílar nýskráðir hér á landi, þar af 2.192 af merkjum BL. Bílaleigur landsins keyptu alls 2.123 fleiri bíla á árinu heldur en 2015 og nam aukningin 33 prósentum milli ára og varð þar meiri aukning en í sölu bíla til almennings. Söluhæsta umboðið var BL með 5.157 bíla og jókst sala BL um 53% á milli ára, en bílamarkaðurinn á árinu jókst um 32%. Hekla var næstsöluhæsta umboðið með 3.687 bíla, Toyota með 3.377 bíla, Brimborg 2.556 og Askja með 2.198. Mesta aukningin í sölu á milli ára var hjá Bernhard, en þar á bæ jókst salan um heil 80%. Söluhæsta einstaka bílamerki á liðnu ári var Toyota, sem haldið hefur þeim titli mjög lengi. Annað söluhæsta bílamerkið var svo Kia og er það í fyrsta skiptið sem Kia nær öðru sætinu. Af einstökum merkjum hjá söluhæsta umboðinu, BL var Hyundai söluhæstur á liðnu ári, en alls voru 1.364 bílar af þeirri gerð nýskráðir, 67% fleiri en árið á undan. Næstur kom Renault með 1.120 nýskráningar og svo Nissan með 1.054. Þá sækir Dacia sífellt meira í sig veðrið en 666 bílar af þeirri tegund fóru í umferðina á árinu.
Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent