Fleiri fólks- og sendibílar nýskráðir 2016 en metárið 2005 Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2017 12:50 Sala Hyundai bíla jókst um 67% á liðnu ári. Hér sést Hyundai Tucson jepplingurinn. Lítils háttar fleiri fólks- og sendibílar voru nýskráðir hér á landi á nýliðnu ári heldur en á metárinu 2005 þegar skráðir voru 20.142 fólks- og sendibílar. Á nýliðnu ári voru þeir hins vegar 20.183, eða 41 fleiri en 2005 þegar skráðir voru 18.058 fólksbílar og 2.084 sendibílar. Á árinu 2016 voru 8.599 bílaleigubílar nýskráðir hér á landi, þar af 2.192 af merkjum BL. Bílaleigur landsins keyptu alls 2.123 fleiri bíla á árinu heldur en 2015 og nam aukningin 33 prósentum milli ára og varð þar meiri aukning en í sölu bíla til almennings. Söluhæsta umboðið var BL með 5.157 bíla og jókst sala BL um 53% á milli ára, en bílamarkaðurinn á árinu jókst um 32%. Hekla var næstsöluhæsta umboðið með 3.687 bíla, Toyota með 3.377 bíla, Brimborg 2.556 og Askja með 2.198. Mesta aukningin í sölu á milli ára var hjá Bernhard, en þar á bæ jókst salan um heil 80%. Söluhæsta einstaka bílamerki á liðnu ári var Toyota, sem haldið hefur þeim titli mjög lengi. Annað söluhæsta bílamerkið var svo Kia og er það í fyrsta skiptið sem Kia nær öðru sætinu. Af einstökum merkjum hjá söluhæsta umboðinu, BL var Hyundai söluhæstur á liðnu ári, en alls voru 1.364 bílar af þeirri gerð nýskráðir, 67% fleiri en árið á undan. Næstur kom Renault með 1.120 nýskráningar og svo Nissan með 1.054. Þá sækir Dacia sífellt meira í sig veðrið en 666 bílar af þeirri tegund fóru í umferðina á árinu. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent
Lítils háttar fleiri fólks- og sendibílar voru nýskráðir hér á landi á nýliðnu ári heldur en á metárinu 2005 þegar skráðir voru 20.142 fólks- og sendibílar. Á nýliðnu ári voru þeir hins vegar 20.183, eða 41 fleiri en 2005 þegar skráðir voru 18.058 fólksbílar og 2.084 sendibílar. Á árinu 2016 voru 8.599 bílaleigubílar nýskráðir hér á landi, þar af 2.192 af merkjum BL. Bílaleigur landsins keyptu alls 2.123 fleiri bíla á árinu heldur en 2015 og nam aukningin 33 prósentum milli ára og varð þar meiri aukning en í sölu bíla til almennings. Söluhæsta umboðið var BL með 5.157 bíla og jókst sala BL um 53% á milli ára, en bílamarkaðurinn á árinu jókst um 32%. Hekla var næstsöluhæsta umboðið með 3.687 bíla, Toyota með 3.377 bíla, Brimborg 2.556 og Askja með 2.198. Mesta aukningin í sölu á milli ára var hjá Bernhard, en þar á bæ jókst salan um heil 80%. Söluhæsta einstaka bílamerki á liðnu ári var Toyota, sem haldið hefur þeim titli mjög lengi. Annað söluhæsta bílamerkið var svo Kia og er það í fyrsta skiptið sem Kia nær öðru sætinu. Af einstökum merkjum hjá söluhæsta umboðinu, BL var Hyundai söluhæstur á liðnu ári, en alls voru 1.364 bílar af þeirri gerð nýskráðir, 67% fleiri en árið á undan. Næstur kom Renault með 1.120 nýskráningar og svo Nissan með 1.054. Þá sækir Dacia sífellt meira í sig veðrið en 666 bílar af þeirri tegund fóru í umferðina á árinu.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent