Veifar til mömmu á 180 km hraða í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2017 11:01 Nú stendur yfir Dakar þolaksturskeppnin í S-Ameríku. Þar er keppt á bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum. Einn keppandanna í mótorhjólaflokki er Frakkinn Adrien Van Beveren sem nú er í sjötta sæti í mótorhjólaflokknum eftir tvo keppnisdaga. Þyrlur með myndavélar fylgjast grannt með keppninni og færa hana heim í stofu. Adrien Van Beveren var einmitt á 180 km ferð undir einni slíkri í gær á malarvegi. Hann sá sér engu að síður fært að veifa til mömmu sinnar með því að sleppa annarri hendinni af stýri hjólsins. Ekki myndu allir leyfa sér það á 180 km ferð, en hafa verður í huga að ökumenn í Dakar rallinu eru hvað bestu ökumenn í heimi. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent
Nú stendur yfir Dakar þolaksturskeppnin í S-Ameríku. Þar er keppt á bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum. Einn keppandanna í mótorhjólaflokki er Frakkinn Adrien Van Beveren sem nú er í sjötta sæti í mótorhjólaflokknum eftir tvo keppnisdaga. Þyrlur með myndavélar fylgjast grannt með keppninni og færa hana heim í stofu. Adrien Van Beveren var einmitt á 180 km ferð undir einni slíkri í gær á malarvegi. Hann sá sér engu að síður fært að veifa til mömmu sinnar með því að sleppa annarri hendinni af stýri hjólsins. Ekki myndu allir leyfa sér það á 180 km ferð, en hafa verður í huga að ökumenn í Dakar rallinu eru hvað bestu ökumenn í heimi.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent