Ronda Rousey lét Amöndu Nunes lemja sig illa í bardaga þeirra um daginn og tók rúmar 7 milljónir króna fyrir hverja sekúndu í búrinu.
Alls fékk Ronda um 342 milljónir króna fyrir bardagann sem er það sama og Conor McGregor fékk í uppgefnum greiðslum fyrir UFC 202. Þetta eru hæstu greiðslur sem UFC hefur opinberlega greitt til bardagakappa sinna.
Ekki var gefið upp hvað Conor fékk fyrir UFC 205 þar sem New York-fylki er ekki að gefa upp launin líkt og gert er í Nevada. Summan sem hann fékk þar var þó klárlega meiri en þessar 3 milljónir dollara sem hann fékk fyrir UFC 202.
Nunes var ekki alveg á sömu launum og Ronda en hún fékk 23 milljónir króna í sinn hlut fyrir að pakka Rondu saman.
Cody Garbrandt, sem varð meistari í bantamvigt karla, fékk sömu upphæð og Nunes. Maðurinn sem hann reif beltið af, Dominick Cruz, fékk 40 milljónir króna í sinn hlut.
Ronda fékk sjö milljónir króna fyrir hverja sekúndu

Tengdar fréttir

Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega
UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes.

Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina
Ronda Rousey ætlar að taka sér tíma til að íhuga næstu skref á ferlinum; hvort hún leggur hanskana á hilluna eða heldur áfram.

LeBron finnur til með Rondu: „Ég veit hvernig henni líður því ég gekk líka í gegnum þetta“
LeBron James veit hvernig það er að komast á hæsta tindinn en vera svo allt í einu rifinn niður.

Jones segir Rousey að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar
Fyrrum besti bardagakappi UFC hefur komið Rondu Rousey til varnar en hann sagði henni að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar og snúa aftur í búrið á nýju ári.

Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum
Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum.