Kveikt í 945 bílum í Frakklandi um áramótin Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2017 10:59 Sá leiði ósiður heldur áfram um hver áramót í Frakklandi að kveikja í bílum og valda með því miklu tjóni. Þessi áramót voru engin undanteknig frá því þar sem kveikt var í 945 bílum. Þessarar hrinu skemmdarverka fór fyrst að gæta uppúr 1990 í Strasbourg í austurhluta Frakklands, en þar býr mikið af fátæku fólki. Þaðan hefur ósiðurinn breiðst út til annarra borga í Frakklandi á nýarsnótt. Talið er að óánægð ungmenni sem hafa orðið undir í frönsku þjóðfélagi standi fyrir þessum íkveikjum. Þessa nýliðna nýársnótt var kveikt í 17% fleiri bílum en árið á undan og því virðist þessu bylgja skemmdarverka aðeins vera í vexti. Sem betur fer meiddist enginn alvarlega í þessum hildarleik þetta árið, en tjónið er sannarlega mikið. Franska lögreglan handtók 454 einstaklinga sem grunaðir eru um íkveikjur í bílum þessa dramtísku nótt og voru 301 þeirra settir undir lás og slá. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Sá leiði ósiður heldur áfram um hver áramót í Frakklandi að kveikja í bílum og valda með því miklu tjóni. Þessi áramót voru engin undanteknig frá því þar sem kveikt var í 945 bílum. Þessarar hrinu skemmdarverka fór fyrst að gæta uppúr 1990 í Strasbourg í austurhluta Frakklands, en þar býr mikið af fátæku fólki. Þaðan hefur ósiðurinn breiðst út til annarra borga í Frakklandi á nýarsnótt. Talið er að óánægð ungmenni sem hafa orðið undir í frönsku þjóðfélagi standi fyrir þessum íkveikjum. Þessa nýliðna nýársnótt var kveikt í 17% fleiri bílum en árið á undan og því virðist þessu bylgja skemmdarverka aðeins vera í vexti. Sem betur fer meiddist enginn alvarlega í þessum hildarleik þetta árið, en tjónið er sannarlega mikið. Franska lögreglan handtók 454 einstaklinga sem grunaðir eru um íkveikjur í bílum þessa dramtísku nótt og voru 301 þeirra settir undir lás og slá.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent