Lífið

Kaleo munu spila á Coachella

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Strákarnir eru greinilega að slá rækilega í gegn vestanhafs.
Strákarnir eru greinilega að slá rækilega í gegn vestanhafs. Vísir/Getty
Íslenska hljómsveitin Kaleo mun vera meðal þeirra sem stíga á stökk á Coachella hátíðinni í Kaliforníu í apríl næstkomandi.

Coachella hátíðin hefur verið haldin árlega í apríl frá árinu 1999 og stendur alltaf yfir tvær helgar í röð. Hátíðin er ein af þekktustu hátíðum heims og eru hinir ríku og frægu iðulega meðal gesta.

Drengirnir úr Mosfellsbæ munu svo sannarlega ekki vera í slæmum félagsskap en meðal þeirra sem koma einnig fram eru Beyoncé, Kendrick Lamar og Radiohead. Kaleo mun koma fram bæði laugardagskvöldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.