Lífið

Svona lítur húsið úr Home Alone út í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kevin var ekki í neinum vandræðum með að vera einn heima.
Kevin var ekki í neinum vandræðum með að vera einn heima.
Fyrsta Home Alone myndin kom út árið 1990 og hefur hún verið ein allra vinsælasta jólamyndin síðan þá.

Tveimur árum síðar kom síðan út Home Alone 2 og varð hún einnig álíka vinsæl. Þessar tvær myndir eru fyrir löngu orðnar klassískar og margir horfa á þær um hver einustu jól.

Á síðunni Viral Thread má sjá skemmtilega frétt um einbýlishúsið sem var í eigu McCallister-fjölskyldunnar. Þar var til að mynda Kevin McCallister einn heima alla Home Alone 1 og þurfti hann að glíma við innbrotsþjófa.

Hér að neðan má sjá hvernig húsið lítur út í dag en það stendur við Lincoln götuna í Winnetka, Illinois. Heil 26 ár eru liðin frá því að fyrri myndirnar voru teknar. 

Eldhúsið í dag til vinstri og gamla og góða til hægri.
Stiginn frægi.
Skrifstofan í dag og fyrir 26 árum.
Hjónaherbergið.
Borðstofan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.